Gunnar Nelson, fegurðin og kappið Bjarni Karlsson skrifar 15. júlí 2015 09:15 Fréttaveita Vísis gerði fésbókarstöðufærslu mína um Gunnar Nelson að umtalsefni sl. mánudag í grein sem nefndist Klerkur líkir bardaga Gunnars Nelsons við klám. Mig langar að fylgja þessu máli örstutt eftir. Við megum vera stolt af Gunnari Nelson. Hann ber með sér allt sem góðan íþróttamann prýðir; hógværð og háttvísi, ögun og einbeitni. Persóna hans sýnir að sönn íþrótt varðar fyrst sigur iðkandans yfir sjálfum sér. Allt annað kemur á eftir. Sá sem keppir gerir það auk þess alltaf í samanburði við aðra hvort heldur keppt er í hraða, hittni, fimi, líkamlegri yfirbugun eða hverju öðru.Fegurðinni fórnað Séra Friðrik sem stofnaði Val lagði áherslu á það við sína drengi að láta ekki kappið bera fegurðina ofurliði og hefur það orðið mörgum að leiðarljósi. Ég hef nú horft á allmarga UFC-bardaga og þar þykir mér fegurðinni fórnað fyrir kappið. Þá er ég ekki að segja að iðkun fjölbragðaglímu hljóti alltaf að fela í sér ljótleika eða að starf Mjölnis og annarra félaga sem kenna fólki glímutök sé rangt. Ég held raunar að bardagaíþróttir séu mikilvægar og gott fyrir allt fólk að iðka þær. Mér þykir þessi tiltekna íþróttakeppni eins og hún birtist almenningi í fjölmiðlum þó ekki bera með sér þá fegurð sem ég tel að eigi að fylgja íþróttum. Ljótleikinn í þessu er sá að í stað þess að leggja andstæðinginn með glímubrögðum er hann afmennskaður með höggum og spörkum svo bein jafnvel brotna og menn berjast og verjast í blóði sínu uns annar liggur við þröskuld örkumlunar á meðan áhorfendaskarinn fagnar.Klámgildið Þar er komin tengingin við klámið sem jafnframt mun vera eitt vinsælasta netefni okkar nútíma. Klám er lýsing á kynferðislegu samneyti þar sem fegurðin er ofurliði borin. Ég velti því s.s. fyrir mér hvort vinsældir UFC-keppninnar standi í samhengi við klámgildi hennar í þeim skilningi að á sama hátt og klám rænir kynferðisleg samskipti fegurð sinni ræni UFC-keppnin íþróttina sinni fegurð. Eftir stendur greddan og kappið, hvort tveggja gott og gilt en ófullnægjandi eitt og sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttaveita Vísis gerði fésbókarstöðufærslu mína um Gunnar Nelson að umtalsefni sl. mánudag í grein sem nefndist Klerkur líkir bardaga Gunnars Nelsons við klám. Mig langar að fylgja þessu máli örstutt eftir. Við megum vera stolt af Gunnari Nelson. Hann ber með sér allt sem góðan íþróttamann prýðir; hógværð og háttvísi, ögun og einbeitni. Persóna hans sýnir að sönn íþrótt varðar fyrst sigur iðkandans yfir sjálfum sér. Allt annað kemur á eftir. Sá sem keppir gerir það auk þess alltaf í samanburði við aðra hvort heldur keppt er í hraða, hittni, fimi, líkamlegri yfirbugun eða hverju öðru.Fegurðinni fórnað Séra Friðrik sem stofnaði Val lagði áherslu á það við sína drengi að láta ekki kappið bera fegurðina ofurliði og hefur það orðið mörgum að leiðarljósi. Ég hef nú horft á allmarga UFC-bardaga og þar þykir mér fegurðinni fórnað fyrir kappið. Þá er ég ekki að segja að iðkun fjölbragðaglímu hljóti alltaf að fela í sér ljótleika eða að starf Mjölnis og annarra félaga sem kenna fólki glímutök sé rangt. Ég held raunar að bardagaíþróttir séu mikilvægar og gott fyrir allt fólk að iðka þær. Mér þykir þessi tiltekna íþróttakeppni eins og hún birtist almenningi í fjölmiðlum þó ekki bera með sér þá fegurð sem ég tel að eigi að fylgja íþróttum. Ljótleikinn í þessu er sá að í stað þess að leggja andstæðinginn með glímubrögðum er hann afmennskaður með höggum og spörkum svo bein jafnvel brotna og menn berjast og verjast í blóði sínu uns annar liggur við þröskuld örkumlunar á meðan áhorfendaskarinn fagnar.Klámgildið Þar er komin tengingin við klámið sem jafnframt mun vera eitt vinsælasta netefni okkar nútíma. Klám er lýsing á kynferðislegu samneyti þar sem fegurðin er ofurliði borin. Ég velti því s.s. fyrir mér hvort vinsældir UFC-keppninnar standi í samhengi við klámgildi hennar í þeim skilningi að á sama hátt og klám rænir kynferðisleg samskipti fegurð sinni ræni UFC-keppnin íþróttina sinni fegurð. Eftir stendur greddan og kappið, hvort tveggja gott og gilt en ófullnægjandi eitt og sér.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun