Vildu láta Sigga Sigurjóns æla Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júlí 2015 10:00 Hljómsveitin Æla ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum á næstunni. „Það var pínu erfitt fyrir okkur að klára þetta ferli. Það var ekkert erfitt að semja þessi lög en það var eiginlega erfiðara að muna þau því þetta var á svolítið löngum tíma. Við þurftum bara að eignast fullt af börnum og skoða heiminn betur á sama tíma. Það dró þetta svolítið á langinn,” segir Hallbjörn V. Rúnarsson, betur þekktur sem Halli Valli, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Ælu, en sveitin gaf á dögunum út plötu sem kallast Vettlingatök. Æla sendir í kjölfarið frá sér myndband við lagið Your Head is my Ground og hefur það vakið talsverða athygli. „Hugmyndin að myndbandinu kviknaði þegar við Óskar félagi minn vorum að horfa á þetta nýja Of Monsters and Men-myndband með Sigga Sigurjóns. Við vildum gera svona grín myndband af því, sem væri í svarthvítu og færi svo yfir í lit þegar hann fer að æla, okkar fannst það mjög sniðugt,“ segir Halli Valli um myndbandið. Myndbandið einkennist einmitt af glæsilegum litum og vígalegri ælu. Emil Ásgrímsson leikstýrir myndbandinu og Óskar Þór Arngrímsson framleiðir, ásamt því að leika í því. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Sýnið tillitssemi, ég er frávik, kom út í júlí 2006 og hefur sveitin verið fastur liður í dagskrá Iceland Airwaves öll ár síðan 2005. Ælu skipa ásamt Halla þeir Hafþór Skúlason á trommur, Sveinn Helgi Hafþórsson á bassa og Ævar Pétursson á gítar. Sveitin kemur fram á Paddys í Keflavík 16. júlí næstkomandi og þá eru fleiri tónleikar á döfinni. Your Head is my Ground by Æla from Emil Asgrimsson on Vimeo. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það var pínu erfitt fyrir okkur að klára þetta ferli. Það var ekkert erfitt að semja þessi lög en það var eiginlega erfiðara að muna þau því þetta var á svolítið löngum tíma. Við þurftum bara að eignast fullt af börnum og skoða heiminn betur á sama tíma. Það dró þetta svolítið á langinn,” segir Hallbjörn V. Rúnarsson, betur þekktur sem Halli Valli, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Ælu, en sveitin gaf á dögunum út plötu sem kallast Vettlingatök. Æla sendir í kjölfarið frá sér myndband við lagið Your Head is my Ground og hefur það vakið talsverða athygli. „Hugmyndin að myndbandinu kviknaði þegar við Óskar félagi minn vorum að horfa á þetta nýja Of Monsters and Men-myndband með Sigga Sigurjóns. Við vildum gera svona grín myndband af því, sem væri í svarthvítu og færi svo yfir í lit þegar hann fer að æla, okkar fannst það mjög sniðugt,“ segir Halli Valli um myndbandið. Myndbandið einkennist einmitt af glæsilegum litum og vígalegri ælu. Emil Ásgrímsson leikstýrir myndbandinu og Óskar Þór Arngrímsson framleiðir, ásamt því að leika í því. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Sýnið tillitssemi, ég er frávik, kom út í júlí 2006 og hefur sveitin verið fastur liður í dagskrá Iceland Airwaves öll ár síðan 2005. Ælu skipa ásamt Halla þeir Hafþór Skúlason á trommur, Sveinn Helgi Hafþórsson á bassa og Ævar Pétursson á gítar. Sveitin kemur fram á Paddys í Keflavík 16. júlí næstkomandi og þá eru fleiri tónleikar á döfinni. Your Head is my Ground by Æla from Emil Asgrimsson on Vimeo.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira