Við segjum sögur Magnús Guðmundsson skrifar 10. júlí 2015 10:30 Valdís Thor segir að eitt af markmiðum FÍSL sé að kynna samtímaljósmyndun fyrir almenningi. Visir/Anton Félag íslenskra samtímaljósmyndara stendur um þessar mundir fyrir viðamikilli sýningu á samtímaljósmyndun í gömlu rækjuverksmiðjunni að Sindragötu á Ísafirði. Hér er á ferðinni stærsta samsýning félagsmanna FÍSL frá upphafi eða um 80 ljósmyndir frá 21 ljósmyndara. Valdís Thor ljósmyndari er á meðal þeirra sem sýna á Ísafirði og hún segir að sýningin sé hluti af einu af markmiðum félagsins, sem er að kynna samtímaljósmyndun fyrir landi og þjóð. „Af einhverjum ástæðum virðist samtímaljósmyndun ekki eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum, ekki síst þegar miðað er við hversu langt við erum komin í mörgum listgreinum. Við viljum því efla kynningu á samtímaljósmyndun og ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig á landsbyggðinni. Við erum undirfélag í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og við sem erum að vinna innan þessa félags erum einkum að vinna að ljósmyndun á listrænum forsendum.“Valdís segir að tæknivæðingin hafi þó vissulega haft mikil áhrif á umhverfi samtímaljósmyndunar, en margir innan félagsins séu enn að vinna á filmu og gera hlutina með gamla laginu. „Að mynda er ekki endilega að taka samtímaljósmyndir en við fengum hingað fyrr á árinu góðan gest, Søren Pagter, danskan kennara í virtum ljósmyndaraskóla, í tengslum við blaðaljósmyndarakeppnina og hann orðaði þetta afskaplega vel. Hann sagði að íslenskir ljósmyndarar þyrftu að ögra sér meira með því að læra að segja sögur með ljósmyndunum sínum. Partur af því er að ljósmyndarar geri meira af því að koma saman og ræða um verkin sín. Það sem við erum með fyrir vestan er hluti af því. Eitt af því sem við viljum svo miðla til fólks er að kenna því að skilja heildarmynd á bak við seríu því þannig nýtur það verkanna best.“ Næstkomandi laugardagur er síðasti sýningardagur en Valdís segir að þeim hafi verið afskaplega vel tekið á Ísafirði. „Við vorum svo heppin að fá styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, 3 x Technology og Landflutningum og erum ákaflega þakklát fyrir það. Vissulega langar okkur til þess að koma sýningunni suður, en hún er viðamikil og rými í Reykjavík eru af skornum skammti. Ef einhver veit um rými þá væri það vel þegið og biðjum við viðkomandi endilega um að hafa samband við félagið. Það yrði afar ánægjulegt ef það gæti gengið eftir.“ Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Félag íslenskra samtímaljósmyndara stendur um þessar mundir fyrir viðamikilli sýningu á samtímaljósmyndun í gömlu rækjuverksmiðjunni að Sindragötu á Ísafirði. Hér er á ferðinni stærsta samsýning félagsmanna FÍSL frá upphafi eða um 80 ljósmyndir frá 21 ljósmyndara. Valdís Thor ljósmyndari er á meðal þeirra sem sýna á Ísafirði og hún segir að sýningin sé hluti af einu af markmiðum félagsins, sem er að kynna samtímaljósmyndun fyrir landi og þjóð. „Af einhverjum ástæðum virðist samtímaljósmyndun ekki eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum, ekki síst þegar miðað er við hversu langt við erum komin í mörgum listgreinum. Við viljum því efla kynningu á samtímaljósmyndun og ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig á landsbyggðinni. Við erum undirfélag í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og við sem erum að vinna innan þessa félags erum einkum að vinna að ljósmyndun á listrænum forsendum.“Valdís segir að tæknivæðingin hafi þó vissulega haft mikil áhrif á umhverfi samtímaljósmyndunar, en margir innan félagsins séu enn að vinna á filmu og gera hlutina með gamla laginu. „Að mynda er ekki endilega að taka samtímaljósmyndir en við fengum hingað fyrr á árinu góðan gest, Søren Pagter, danskan kennara í virtum ljósmyndaraskóla, í tengslum við blaðaljósmyndarakeppnina og hann orðaði þetta afskaplega vel. Hann sagði að íslenskir ljósmyndarar þyrftu að ögra sér meira með því að læra að segja sögur með ljósmyndunum sínum. Partur af því er að ljósmyndarar geri meira af því að koma saman og ræða um verkin sín. Það sem við erum með fyrir vestan er hluti af því. Eitt af því sem við viljum svo miðla til fólks er að kenna því að skilja heildarmynd á bak við seríu því þannig nýtur það verkanna best.“ Næstkomandi laugardagur er síðasti sýningardagur en Valdís segir að þeim hafi verið afskaplega vel tekið á Ísafirði. „Við vorum svo heppin að fá styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, 3 x Technology og Landflutningum og erum ákaflega þakklát fyrir það. Vissulega langar okkur til þess að koma sýningunni suður, en hún er viðamikil og rými í Reykjavík eru af skornum skammti. Ef einhver veit um rými þá væri það vel þegið og biðjum við viðkomandi endilega um að hafa samband við félagið. Það yrði afar ánægjulegt ef það gæti gengið eftir.“
Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira