Við segjum sögur Magnús Guðmundsson skrifar 10. júlí 2015 10:30 Valdís Thor segir að eitt af markmiðum FÍSL sé að kynna samtímaljósmyndun fyrir almenningi. Visir/Anton Félag íslenskra samtímaljósmyndara stendur um þessar mundir fyrir viðamikilli sýningu á samtímaljósmyndun í gömlu rækjuverksmiðjunni að Sindragötu á Ísafirði. Hér er á ferðinni stærsta samsýning félagsmanna FÍSL frá upphafi eða um 80 ljósmyndir frá 21 ljósmyndara. Valdís Thor ljósmyndari er á meðal þeirra sem sýna á Ísafirði og hún segir að sýningin sé hluti af einu af markmiðum félagsins, sem er að kynna samtímaljósmyndun fyrir landi og þjóð. „Af einhverjum ástæðum virðist samtímaljósmyndun ekki eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum, ekki síst þegar miðað er við hversu langt við erum komin í mörgum listgreinum. Við viljum því efla kynningu á samtímaljósmyndun og ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig á landsbyggðinni. Við erum undirfélag í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og við sem erum að vinna innan þessa félags erum einkum að vinna að ljósmyndun á listrænum forsendum.“Valdís segir að tæknivæðingin hafi þó vissulega haft mikil áhrif á umhverfi samtímaljósmyndunar, en margir innan félagsins séu enn að vinna á filmu og gera hlutina með gamla laginu. „Að mynda er ekki endilega að taka samtímaljósmyndir en við fengum hingað fyrr á árinu góðan gest, Søren Pagter, danskan kennara í virtum ljósmyndaraskóla, í tengslum við blaðaljósmyndarakeppnina og hann orðaði þetta afskaplega vel. Hann sagði að íslenskir ljósmyndarar þyrftu að ögra sér meira með því að læra að segja sögur með ljósmyndunum sínum. Partur af því er að ljósmyndarar geri meira af því að koma saman og ræða um verkin sín. Það sem við erum með fyrir vestan er hluti af því. Eitt af því sem við viljum svo miðla til fólks er að kenna því að skilja heildarmynd á bak við seríu því þannig nýtur það verkanna best.“ Næstkomandi laugardagur er síðasti sýningardagur en Valdís segir að þeim hafi verið afskaplega vel tekið á Ísafirði. „Við vorum svo heppin að fá styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, 3 x Technology og Landflutningum og erum ákaflega þakklát fyrir það. Vissulega langar okkur til þess að koma sýningunni suður, en hún er viðamikil og rými í Reykjavík eru af skornum skammti. Ef einhver veit um rými þá væri það vel þegið og biðjum við viðkomandi endilega um að hafa samband við félagið. Það yrði afar ánægjulegt ef það gæti gengið eftir.“ Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Félag íslenskra samtímaljósmyndara stendur um þessar mundir fyrir viðamikilli sýningu á samtímaljósmyndun í gömlu rækjuverksmiðjunni að Sindragötu á Ísafirði. Hér er á ferðinni stærsta samsýning félagsmanna FÍSL frá upphafi eða um 80 ljósmyndir frá 21 ljósmyndara. Valdís Thor ljósmyndari er á meðal þeirra sem sýna á Ísafirði og hún segir að sýningin sé hluti af einu af markmiðum félagsins, sem er að kynna samtímaljósmyndun fyrir landi og þjóð. „Af einhverjum ástæðum virðist samtímaljósmyndun ekki eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum, ekki síst þegar miðað er við hversu langt við erum komin í mörgum listgreinum. Við viljum því efla kynningu á samtímaljósmyndun og ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig á landsbyggðinni. Við erum undirfélag í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og við sem erum að vinna innan þessa félags erum einkum að vinna að ljósmyndun á listrænum forsendum.“Valdís segir að tæknivæðingin hafi þó vissulega haft mikil áhrif á umhverfi samtímaljósmyndunar, en margir innan félagsins séu enn að vinna á filmu og gera hlutina með gamla laginu. „Að mynda er ekki endilega að taka samtímaljósmyndir en við fengum hingað fyrr á árinu góðan gest, Søren Pagter, danskan kennara í virtum ljósmyndaraskóla, í tengslum við blaðaljósmyndarakeppnina og hann orðaði þetta afskaplega vel. Hann sagði að íslenskir ljósmyndarar þyrftu að ögra sér meira með því að læra að segja sögur með ljósmyndunum sínum. Partur af því er að ljósmyndarar geri meira af því að koma saman og ræða um verkin sín. Það sem við erum með fyrir vestan er hluti af því. Eitt af því sem við viljum svo miðla til fólks er að kenna því að skilja heildarmynd á bak við seríu því þannig nýtur það verkanna best.“ Næstkomandi laugardagur er síðasti sýningardagur en Valdís segir að þeim hafi verið afskaplega vel tekið á Ísafirði. „Við vorum svo heppin að fá styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, 3 x Technology og Landflutningum og erum ákaflega þakklát fyrir það. Vissulega langar okkur til þess að koma sýningunni suður, en hún er viðamikil og rými í Reykjavík eru af skornum skammti. Ef einhver veit um rými þá væri það vel þegið og biðjum við viðkomandi endilega um að hafa samband við félagið. Það yrði afar ánægjulegt ef það gæti gengið eftir.“
Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp