Grísk kreppa í íslensku lífeyrisljósi Jakob Tryggvason skrifar 8. júlí 2015 07:00 Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórnvalda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagnrýna Grikki fyrir kostnaðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyris. Fimmti hver Grikki er orðinn 65 ára og ef tekið er tillit til þeirra sem fara snemma á eftirlaun lætur nærri að lífeyrisvandinn varði allt að þriðjung kjósenda. Svo má bæta við 50% atvinnuleysi ungmenna sem reiða sig í mörgum tilvikum á lífeyri foreldra. Samtök atvinnulífsins í Grikklandi telja að helmingur allra fjölskyldna í landinu reiði sig á almannatryggingakerfið. Lánardrottnar eiga þannig í óbeinum viðræðum við stóran hluta grísku þjóðarinnar, sem sættir sig ekki við frekari niðurskurð. Opinber útgjöld Grikkja hafa verið skorin að beini og nú beinist athygli að lífeyris- og skattamálum.Gjörólík lífeyriskerfi Áður en Grikkir rötuðu í vandræði sín státuðu þeir af örlátasta lífeyriskerfi Evrópu, svokölluðu gegnumstreymiskerfi. Slíkt kerfi er aðallega fjármagnað með sköttum, sem er í grundvallaratriðum ólíkt til dæmis íslenska kerfinu þar sem hver kynslóð leggur á starfsævinni í sjóði til efri áranna. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með gangi mála í Grikklandi. Umbætur voru gerðar á gríska kerfinu 2010 en samt greiða Grikkir um 17,5% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur ríka áherslu á að hlutfallið verði lækkað í 16%, fyrr geti hann ekki samþykkt frekari fyrirgreiðslu. Þess má geta til samanburðar að Íslendingar greiða 6% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Flett var ofan af brotalömum og spillingu í gríska kerfinu 2010. Það er mörgum geymdur en ekki gleymdur ímyndarskellur fyrir Grikki. Á daginn kom að 90.000 greiðslur úr kerfinu runnu að stórum hluta til látinna eða til fólks sem var í fullri vinnu en jafnframt á örorkubótum. Hlutfall bótasvika nam 3,4% af heildargreiðslum lífeyris!Undanþága til að fara fyrr á eftirlaun Þá sæta Grikkir gagnrýni fyrir að hækka lífeyrisaldur í orði en ekki á borði. Lánardrottnar krefjast þess að lífeyrisaldur verði hækkaður í raun til að spara útgjöld. Grikkir hækkuðu vissulega lífeyrisaldur karla í 67 ára en áhrifin láta á sér standa vegna þess að hátt í 600 starfsstéttir njóta undanþágu og fá að fara fyrr á eftirlaun vegna hættulegra eða erfiðra vinnuskilyrða. Slökkviliðsmenn fá til dæmis svona undanþágu, hárgreiðslufólk líka vegna hættulegra efna í vinnuumhverfi sínu og meira segja starfsmenn ljósvakamiðla vegna skaðlegra örvera á hljóðnemum! Gríska hagkerfið hefur skroppið saman og greiðslur til lífeyriskerfisins rýrna að sama skapi. Vandi Grikkja tengist að miklu leyti almannatryggingum. Samanlögð eftirlaun úr almannatryggingum og úr veikburða sjóðasöfnunarkerfi Grikklands eru um 880 evrur á mánuði eða tæplega 130.000 krónur, sem telst ekki ríkulegur lífeyrir. Aðalvandinn er samt sá að kerfið er langt frá því að vera sjálfbært. Grikkir komast ekki upp með að slá enn meiri lán til að fjármagna eftirlaun sín og fyrir liggur að 15-44% skerðing lífeyris frá 2010 dugar hvergi til.„Íslenska kerfið“ talið fyrirmynd Gegnumstreymiskerfi eftirlauna hefur í sér fólgna áhættu sem í hnotskurn er helsti vandi grískra stjórnvalda. Stundum er því samt haldið fram hérlendis að gegnumstreymi sé álitlegra en íslenska kerfið. Því skal þá haldið til haga að OECD, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hvetja aðildarríkin til að koma upp þriggja stoða lífeyriskerfi á borð við það sem Íslendingar þekkja: almannatryggingar, öfluga söfnunarsjóði lífeyris og séreignarsjóði. Um leið og við óskum þess að Grikkjum farnist vel við að leysa ofurvanda sinn vonum við að okkur sjálfum takist að byggja upp lífeyriskerfi sem þolir tímabundin samdráttarskeið og sveiflur á fjármálamörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grikkland Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórnvalda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagnrýna Grikki fyrir kostnaðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyris. Fimmti hver Grikki er orðinn 65 ára og ef tekið er tillit til þeirra sem fara snemma á eftirlaun lætur nærri að lífeyrisvandinn varði allt að þriðjung kjósenda. Svo má bæta við 50% atvinnuleysi ungmenna sem reiða sig í mörgum tilvikum á lífeyri foreldra. Samtök atvinnulífsins í Grikklandi telja að helmingur allra fjölskyldna í landinu reiði sig á almannatryggingakerfið. Lánardrottnar eiga þannig í óbeinum viðræðum við stóran hluta grísku þjóðarinnar, sem sættir sig ekki við frekari niðurskurð. Opinber útgjöld Grikkja hafa verið skorin að beini og nú beinist athygli að lífeyris- og skattamálum.Gjörólík lífeyriskerfi Áður en Grikkir rötuðu í vandræði sín státuðu þeir af örlátasta lífeyriskerfi Evrópu, svokölluðu gegnumstreymiskerfi. Slíkt kerfi er aðallega fjármagnað með sköttum, sem er í grundvallaratriðum ólíkt til dæmis íslenska kerfinu þar sem hver kynslóð leggur á starfsævinni í sjóði til efri áranna. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með gangi mála í Grikklandi. Umbætur voru gerðar á gríska kerfinu 2010 en samt greiða Grikkir um 17,5% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) leggur ríka áherslu á að hlutfallið verði lækkað í 16%, fyrr geti hann ekki samþykkt frekari fyrirgreiðslu. Þess má geta til samanburðar að Íslendingar greiða 6% landsframleiðslu sinnar til lífeyrismála. Flett var ofan af brotalömum og spillingu í gríska kerfinu 2010. Það er mörgum geymdur en ekki gleymdur ímyndarskellur fyrir Grikki. Á daginn kom að 90.000 greiðslur úr kerfinu runnu að stórum hluta til látinna eða til fólks sem var í fullri vinnu en jafnframt á örorkubótum. Hlutfall bótasvika nam 3,4% af heildargreiðslum lífeyris!Undanþága til að fara fyrr á eftirlaun Þá sæta Grikkir gagnrýni fyrir að hækka lífeyrisaldur í orði en ekki á borði. Lánardrottnar krefjast þess að lífeyrisaldur verði hækkaður í raun til að spara útgjöld. Grikkir hækkuðu vissulega lífeyrisaldur karla í 67 ára en áhrifin láta á sér standa vegna þess að hátt í 600 starfsstéttir njóta undanþágu og fá að fara fyrr á eftirlaun vegna hættulegra eða erfiðra vinnuskilyrða. Slökkviliðsmenn fá til dæmis svona undanþágu, hárgreiðslufólk líka vegna hættulegra efna í vinnuumhverfi sínu og meira segja starfsmenn ljósvakamiðla vegna skaðlegra örvera á hljóðnemum! Gríska hagkerfið hefur skroppið saman og greiðslur til lífeyriskerfisins rýrna að sama skapi. Vandi Grikkja tengist að miklu leyti almannatryggingum. Samanlögð eftirlaun úr almannatryggingum og úr veikburða sjóðasöfnunarkerfi Grikklands eru um 880 evrur á mánuði eða tæplega 130.000 krónur, sem telst ekki ríkulegur lífeyrir. Aðalvandinn er samt sá að kerfið er langt frá því að vera sjálfbært. Grikkir komast ekki upp með að slá enn meiri lán til að fjármagna eftirlaun sín og fyrir liggur að 15-44% skerðing lífeyris frá 2010 dugar hvergi til.„Íslenska kerfið“ talið fyrirmynd Gegnumstreymiskerfi eftirlauna hefur í sér fólgna áhættu sem í hnotskurn er helsti vandi grískra stjórnvalda. Stundum er því samt haldið fram hérlendis að gegnumstreymi sé álitlegra en íslenska kerfið. Því skal þá haldið til haga að OECD, Evrópusambandið og Alþjóðabankinn hvetja aðildarríkin til að koma upp þriggja stoða lífeyriskerfi á borð við það sem Íslendingar þekkja: almannatryggingar, öfluga söfnunarsjóði lífeyris og séreignarsjóði. Um leið og við óskum þess að Grikkjum farnist vel við að leysa ofurvanda sinn vonum við að okkur sjálfum takist að byggja upp lífeyriskerfi sem þolir tímabundin samdráttarskeið og sveiflur á fjármálamörkuðum.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun