Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2015 06:30 Strákarnir hafa ærna ástæðu til að fagna. Ætli það verði ekki talað um íslenska knattspyrnu fyrir og eftir Lars Lagerbäck eftir nokkur ár, svo ótrúlegum árangri hefur Svíinn náð með hjálp Heimis Hallgrímssonar. Umbreytingin á íslenska karlalandsliðinu undanfarin þrjú ár er hvergi meira áberandi en í valhoppi íslenska liðsins um upp styrkleikalista FIFA. Liðið sem var nokkrum sætum neðar en Færeyjar og Liechtenstein haustið 2011 er nú komið í hóp 25 bestu knattspyrnuþjóða heims. Hinn öflugi spænski knattspyrnutölfræðingur Alexis Martín-Tamayo hefur tekið saman stig landa í næstu útgáfu FIFA-listans og samkvæmt hans útreikningum er íslenska liðið að hoppa upp í 23. sæti listans og er nú aðeins einu sæti á eftir Frökkum og sex sætum á eftir Ítölum.Aftur bestir á Norðurlöndum Ísland hefur hæst komist upp í 28. sæti listans en liðið varð efst Norðurlandaþjóða í október 2014. Danir stukku upp fyrir íslenska liðið á næsta lista en eru nú samkvæmt útreikningum Alexis komnir í annað sætið á ný. Það er langt í bæði Svía (33. sæti) og Norðmenn (neðar en 60. sæti) sem voru sem dæmi meira en hundrað sætum á undan Íslandi fyrir þremur árum síðan. Standist útreikningar Mister Chip sem bregðast nær aldrei, þá er íslenska landsliðið að hoppa um fjórtán sæti á listanum og verður þetta þá í sjöunda sinn í þjálfaratíð Lars Lagerbäck sem liðið tekur stórt stökk upp FIFA-listann á síðustu 34 mánuðum eða frá fyrsta stóra stökkinu í september 2012. Sigurinn á Tékkum á Laugardalsvelli fyrir 26 dögum kom íslenska liðinu ekki aðeins á topp riðilsins í undankeppni EM 2016 allt sumar heldur einnig upp í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM í Sankti Pétursborg í lok mánaðarins.Sextánda sæti innan Evrópu Íslenska liðið verður væntanlega í sextánda sæti af evrópsku þjóðunum á nýjum lista en liðin í sætum tíu til átján fylla annan styrkleikaflokk. Ísland er þriðja síðasta liðið þangað til og er á undan bæði Danmörku og Bosníu samkvæmt útreikningum Martín-Tamayo. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessi sjö stóru stökk íslenska liðsins í þjálfaratíð Lars Lagerbäck en sex af þeim hafa komið eftir flotta sigra í undankeppnum. Auk þess hefur íslenska liðið sex sinnum hækkað sig um fimm til átta sæti milli útgáfu FIFA-listans þessi þrjú mögnuðu ár Lars með íslenska liðið.Vísir EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eftir frækinn endurkomusigur á Tékklandi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. 13. júní 2015 08:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Ætli það verði ekki talað um íslenska knattspyrnu fyrir og eftir Lars Lagerbäck eftir nokkur ár, svo ótrúlegum árangri hefur Svíinn náð með hjálp Heimis Hallgrímssonar. Umbreytingin á íslenska karlalandsliðinu undanfarin þrjú ár er hvergi meira áberandi en í valhoppi íslenska liðsins um upp styrkleikalista FIFA. Liðið sem var nokkrum sætum neðar en Færeyjar og Liechtenstein haustið 2011 er nú komið í hóp 25 bestu knattspyrnuþjóða heims. Hinn öflugi spænski knattspyrnutölfræðingur Alexis Martín-Tamayo hefur tekið saman stig landa í næstu útgáfu FIFA-listans og samkvæmt hans útreikningum er íslenska liðið að hoppa upp í 23. sæti listans og er nú aðeins einu sæti á eftir Frökkum og sex sætum á eftir Ítölum.Aftur bestir á Norðurlöndum Ísland hefur hæst komist upp í 28. sæti listans en liðið varð efst Norðurlandaþjóða í október 2014. Danir stukku upp fyrir íslenska liðið á næsta lista en eru nú samkvæmt útreikningum Alexis komnir í annað sætið á ný. Það er langt í bæði Svía (33. sæti) og Norðmenn (neðar en 60. sæti) sem voru sem dæmi meira en hundrað sætum á undan Íslandi fyrir þremur árum síðan. Standist útreikningar Mister Chip sem bregðast nær aldrei, þá er íslenska landsliðið að hoppa um fjórtán sæti á listanum og verður þetta þá í sjöunda sinn í þjálfaratíð Lars Lagerbäck sem liðið tekur stórt stökk upp FIFA-listann á síðustu 34 mánuðum eða frá fyrsta stóra stökkinu í september 2012. Sigurinn á Tékkum á Laugardalsvelli fyrir 26 dögum kom íslenska liðinu ekki aðeins á topp riðilsins í undankeppni EM 2016 allt sumar heldur einnig upp í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM í Sankti Pétursborg í lok mánaðarins.Sextánda sæti innan Evrópu Íslenska liðið verður væntanlega í sextánda sæti af evrópsku þjóðunum á nýjum lista en liðin í sætum tíu til átján fylla annan styrkleikaflokk. Ísland er þriðja síðasta liðið þangað til og er á undan bæði Danmörku og Bosníu samkvæmt útreikningum Martín-Tamayo. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessi sjö stóru stökk íslenska liðsins í þjálfaratíð Lars Lagerbäck en sex af þeim hafa komið eftir flotta sigra í undankeppnum. Auk þess hefur íslenska liðið sex sinnum hækkað sig um fimm til átta sæti milli útgáfu FIFA-listans þessi þrjú mögnuðu ár Lars með íslenska liðið.Vísir
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eftir frækinn endurkomusigur á Tékklandi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. 13. júní 2015 08:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eftir frækinn endurkomusigur á Tékklandi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. 13. júní 2015 08:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48
Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00