Sjúkraflug er utan áhættumats Isavia Sveinn arnarsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Áhættumat Isavia tekur sjúkraflug ekki með í útreikninga áhættumats vegna lokunar flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Öll sérhæfð bráðaþjónusta fyrir alla landsmenn er á Landspítalanum við Hringbraut. vísir/pjetur Ekki er hugsað til sjúkraflutninga í áhættumati Isavia á hugsanlegri lokun 06/24 flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Hjartað í Vatnsmýrinni gagnrýnir að sá viðamikli þáttur sé ekki hafður með í áhættumatinu. „Hverfandi líkur eru taldar á að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist,“ segir í áhættumati Isavia vegna lokunar flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, sem sumir hafa viljað kalla neyðarbraut.Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa lengi viljað loka þeirri flugbraut til að liðka fyrir byggð í Vatnsmýri. Vegna þeirra hugmynda bað innanríkisráðuneytið Isavia, sem annast rekstur flugvalla á Íslandi, að gera áhættumat um lokun brautarinnar. Isavia kemst þannig að orði að lokunin yrði „þolanleg og að hverfandi líkur eru taldar á að mannslíf tapist verði flugbrautin aflögð“. Í annmörkum áhættumatsins segir að verkefnið hafi verið að meta breytingu á flugvallarkerfi Reykjavíkurflugvallar út frá flugöryggislegum þáttum. „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallakerfið í landinu, neyðarskipulagi Almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar,“ segir í skýrslunni. Leifur Hallgrímsson Forstjóri MýflugsNjáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og einn forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri, telur þessa annmarka mjög áhrifamikla. „Það orkar tvímælis að sjúkraflug sé ekki tekið með í áhættumatsskýrsluna. Það getur verið að mannslíf tapist ekki við lokun flugbrautarinnar ef þú telur ekki sjúkraflugið með. Þetta snýr að almannahagsmunum. Öryggishagsmunir almennings eru mikilvægir en Isavia skoðar þá ekkert í þessari áhættumatsskýrslu,“ segir Njáll Trausti. Mýflug flaug 538 ferðir í sjúkraflugi í fyrra og var helmingur þeirra ferða í miklum forgangi, svokallað F1- eða F2-flug þar sem líf sjúklings er í húfi. „Ef menn ætla að loka og hafa engar mótvægisaðgerðir, þá mun einhvern tímann koma til þess að við lendum í vandræðum. Ég er ekkert að segja að einhver muni deyja en það verður ekki útilokað. Það eru miklar líkur á að manntjón hljótist af,“ segir Leifur Hallgrímsson, forstjóri Mýflugs. Fréttir af flugi Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Ekki er hugsað til sjúkraflutninga í áhættumati Isavia á hugsanlegri lokun 06/24 flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Hjartað í Vatnsmýrinni gagnrýnir að sá viðamikli þáttur sé ekki hafður með í áhættumatinu. „Hverfandi líkur eru taldar á að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist,“ segir í áhættumati Isavia vegna lokunar flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, sem sumir hafa viljað kalla neyðarbraut.Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa lengi viljað loka þeirri flugbraut til að liðka fyrir byggð í Vatnsmýri. Vegna þeirra hugmynda bað innanríkisráðuneytið Isavia, sem annast rekstur flugvalla á Íslandi, að gera áhættumat um lokun brautarinnar. Isavia kemst þannig að orði að lokunin yrði „þolanleg og að hverfandi líkur eru taldar á að mannslíf tapist verði flugbrautin aflögð“. Í annmörkum áhættumatsins segir að verkefnið hafi verið að meta breytingu á flugvallarkerfi Reykjavíkurflugvallar út frá flugöryggislegum þáttum. „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallakerfið í landinu, neyðarskipulagi Almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar,“ segir í skýrslunni. Leifur Hallgrímsson Forstjóri MýflugsNjáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og einn forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri, telur þessa annmarka mjög áhrifamikla. „Það orkar tvímælis að sjúkraflug sé ekki tekið með í áhættumatsskýrsluna. Það getur verið að mannslíf tapist ekki við lokun flugbrautarinnar ef þú telur ekki sjúkraflugið með. Þetta snýr að almannahagsmunum. Öryggishagsmunir almennings eru mikilvægir en Isavia skoðar þá ekkert í þessari áhættumatsskýrslu,“ segir Njáll Trausti. Mýflug flaug 538 ferðir í sjúkraflugi í fyrra og var helmingur þeirra ferða í miklum forgangi, svokallað F1- eða F2-flug þar sem líf sjúklings er í húfi. „Ef menn ætla að loka og hafa engar mótvægisaðgerðir, þá mun einhvern tímann koma til þess að við lendum í vandræðum. Ég er ekkert að segja að einhver muni deyja en það verður ekki útilokað. Það eru miklar líkur á að manntjón hljótist af,“ segir Leifur Hallgrímsson, forstjóri Mýflugs.
Fréttir af flugi Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira