Ertu ekki hress? Allir í stuði? Magnús Guðmundsson skrifar 7. júlí 2015 09:30 Svarið er stundum já og stundum nei. Við erum ekki öll alltaf hress og í stuði og það jafnvel þrátt fyrir að það sé ekkert eitt áþreifanlegt sem amar að. Við erum öll þannig gerð að okkur líður ekki alltaf vel. Það er allt í lagi. Okkur þarf ekki alltaf að líða vel og við þurfum ekki alltaf að vera hress. Það koma betri tímar. Engu að síður virðist samfélagið allt vera mettað af þessari gegndarlausu kröfu um hressleika og lífsgleði hvað sem tautar og raular. Auk þess að eiga að vera hress þá eigum við að sjálfsögðu að njóta velgengni í námi og starfi, eiga hressa vini og ættingja, vera í góðu sambandi við hitt kynið og í líkamlegu formi á við tékkneskan tugþrautarmann. Minna má það ekki vera. Vandinn er að veruleikinn er oft annar en væntingarnar og allar þessar samfélagslegu kröfur. Okkur gengur misvel að fóta okkur á lífsleiðinni og svo líður okkur stundum einfaldlega illa án þess að á því séu einhverjar sérstakar skýringar. Engu að síður virðist sem allar þessar samfélagslegu kröfur leggist þungt á margan ungan manninn – jafnvel enn þyngra en á konur af einhverjum ástæðum. Ein af afleiðingunum, af þessari fjarlægð á milli hugmynda og veruleika, er nefnilega sú dapurlega staðreynd að sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi og sú algengasta í hópi karla á aldrinum 18 til 25 ára. Konur eru vissulega ekki undanskildar þessum vágesti sem sjálfsvíg eru en þær eru þó miklum mun færri sem falla fyrir eigin hendi. Það geta legið ýmsar og ólíkar ástæður að baki því að hugmyndin um að taka sitt eigið líf vaknar í huga ungrar manneskju. Þunglyndi, ástvinamissir, skilnaður, námsörðugleikar, fíkniefnaneysla, afburðahæfileikar, niðurlæging, deilur og svo mætti lengi telja. En það sem einkennir allar þessar aðstæður er að það er hægt að sigrast á þeim. Fyrsta skrefið er að leita sér hjálpar. Þá þurfum við öll að vera vakandi og reiðubúin til þess að taka fólki með opnum huga og opnum örmum. Foreldrar, kennarar, systkini, vinir, samstarfsfélagar o.s.frv. þurfa að leggja frá sér kröfuna um hressleika, stuð og líf án hnökra og hlusta eftir hverju því sem gæti falið í sér vísbendingu um eitthvað annað – eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Við þurfum líka öll að huga að þeim sem eftir standa ef illa fer. Bægja burt úr samfélaginu því tabúi sem sjálfsvígið er og sinna þeim sem eftir standa í sinni sorg með kærleika, nánd og nærgætni. Munum að hjálparlína Rauða krossins í númerinu 1717 er alltaf til staðar og innan seilingar. Rauði krossinn vinnur frábært starf í þessum efnum sem mikilvægt er að við leggjum lið og það getum við til að mynda gert með því að styðja fjárhagslega við starfið í síma 904 1500. Vonandi láta stjórnvöld ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og styrkja þetta góða starf sem bjargar mannslífum. Auk þess sem klárlega er brýn þörf á að auka fræðslu og vitund á meðal almennings um þennan útsmogna vágest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Svarið er stundum já og stundum nei. Við erum ekki öll alltaf hress og í stuði og það jafnvel þrátt fyrir að það sé ekkert eitt áþreifanlegt sem amar að. Við erum öll þannig gerð að okkur líður ekki alltaf vel. Það er allt í lagi. Okkur þarf ekki alltaf að líða vel og við þurfum ekki alltaf að vera hress. Það koma betri tímar. Engu að síður virðist samfélagið allt vera mettað af þessari gegndarlausu kröfu um hressleika og lífsgleði hvað sem tautar og raular. Auk þess að eiga að vera hress þá eigum við að sjálfsögðu að njóta velgengni í námi og starfi, eiga hressa vini og ættingja, vera í góðu sambandi við hitt kynið og í líkamlegu formi á við tékkneskan tugþrautarmann. Minna má það ekki vera. Vandinn er að veruleikinn er oft annar en væntingarnar og allar þessar samfélagslegu kröfur. Okkur gengur misvel að fóta okkur á lífsleiðinni og svo líður okkur stundum einfaldlega illa án þess að á því séu einhverjar sérstakar skýringar. Engu að síður virðist sem allar þessar samfélagslegu kröfur leggist þungt á margan ungan manninn – jafnvel enn þyngra en á konur af einhverjum ástæðum. Ein af afleiðingunum, af þessari fjarlægð á milli hugmynda og veruleika, er nefnilega sú dapurlega staðreynd að sjálfsvíg eru ein algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi og sú algengasta í hópi karla á aldrinum 18 til 25 ára. Konur eru vissulega ekki undanskildar þessum vágesti sem sjálfsvíg eru en þær eru þó miklum mun færri sem falla fyrir eigin hendi. Það geta legið ýmsar og ólíkar ástæður að baki því að hugmyndin um að taka sitt eigið líf vaknar í huga ungrar manneskju. Þunglyndi, ástvinamissir, skilnaður, námsörðugleikar, fíkniefnaneysla, afburðahæfileikar, niðurlæging, deilur og svo mætti lengi telja. En það sem einkennir allar þessar aðstæður er að það er hægt að sigrast á þeim. Fyrsta skrefið er að leita sér hjálpar. Þá þurfum við öll að vera vakandi og reiðubúin til þess að taka fólki með opnum huga og opnum örmum. Foreldrar, kennarar, systkini, vinir, samstarfsfélagar o.s.frv. þurfa að leggja frá sér kröfuna um hressleika, stuð og líf án hnökra og hlusta eftir hverju því sem gæti falið í sér vísbendingu um eitthvað annað – eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Við þurfum líka öll að huga að þeim sem eftir standa ef illa fer. Bægja burt úr samfélaginu því tabúi sem sjálfsvígið er og sinna þeim sem eftir standa í sinni sorg með kærleika, nánd og nærgætni. Munum að hjálparlína Rauða krossins í númerinu 1717 er alltaf til staðar og innan seilingar. Rauði krossinn vinnur frábært starf í þessum efnum sem mikilvægt er að við leggjum lið og það getum við til að mynda gert með því að styðja fjárhagslega við starfið í síma 904 1500. Vonandi láta stjórnvöld ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og styrkja þetta góða starf sem bjargar mannslífum. Auk þess sem klárlega er brýn þörf á að auka fræðslu og vitund á meðal almennings um þennan útsmogna vágest.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun