Fólk og fjármagn Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. júlí 2015 07:00 Miklar pólitískar hræringar hafa orðið eftir efnahagskreppuna, ekki einungis á Íslandi heldur um alla Evrópu. Sumir vilja nú meina að vinstri og hægri séu ekki lengur gild hugtök í pólitísku landslagi samtímans. Ég er ósammála því. Fyrir mér snúast átök vinstri og hægri um átök fólks og fjármagns. Þar er hlutverk vinstrimanna að vera þjónar fólksins; stuðla að almannahag í öllum sínum störfum en þjóna ekki aðeins fjármagninu. Fjármagnsöflin hafa náð æ sterkari tökum á samfélaginu seinustu áratugi. Það hefur til dæmis gerst með einkavæðingu almannaþjónustu, regluverk hefur verið sniðið að þörfum stórfyrirtækja og lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafa veigrað sér við að stíga mikilvæg skref, t.d. til að sporna gegn loftslagsbreytingum, til að styggja ekki stórfyrirtæki. Núna þegar Grikkir standa frammi fyrir örlagaríkum ákvörðunum um framtíð sína er mikilvægt að hafa í huga að það er stjórnmálamannanna að tryggja að fólkið sjálft ráði framtíð sinni, ekki einvörðungu stórfyrirtæki og fjármagnsöfl. Þessi átakalína gæti dýpkað enn í framtíðinni. Þegar eignir og auður safnast á æ færri hendur mun að sjálfsögðu verða tekist á um þann ójöfnuð og misrétti. Ríkasta eina prósent heimsins á nú þegar helming alls auðs mannkyns. Ríkustu tíu prósent Íslendinga eiga meira en 70% alls auðsins þannig að þróunin hefur verið sú sama hér á landi. Það er eðlilegt að almenningur berjist gegn þessu ranglæti. Á sama tíma mun almenningur þurfa að takast á við loftslagsbreytingar þar sem erfiðara verður en áður að nýta auðlindir jarðar til að sjá öllum farborða. Ef við viljum aukna sátt og velsæld í samfélaginu ætti það að vera brýnasta verkefni stjórnmálanna að endurútdeila auðæfum. Taka afstöðu með fólki gegn fjármagnsöflum þannig að auðæfin dreifist með jafnari hætti, almannahagur verði tryggður og um leið almenn hagsæld því aukinn jöfnuður og öflugt velferðarkerfi tryggja hana. Á sama tíma þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda til þess að skapa traustan grunn til framtíðar. Um þetta snúast hugmyndafræðileg átök samtímans. Hvort sem við köllum þau átök hægri og vinstri eða átök fólks og fjármagns. Þar þarf leiðarljósið að vera almannahagur en ekki hagur fjármagnsaflanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Miklar pólitískar hræringar hafa orðið eftir efnahagskreppuna, ekki einungis á Íslandi heldur um alla Evrópu. Sumir vilja nú meina að vinstri og hægri séu ekki lengur gild hugtök í pólitísku landslagi samtímans. Ég er ósammála því. Fyrir mér snúast átök vinstri og hægri um átök fólks og fjármagns. Þar er hlutverk vinstrimanna að vera þjónar fólksins; stuðla að almannahag í öllum sínum störfum en þjóna ekki aðeins fjármagninu. Fjármagnsöflin hafa náð æ sterkari tökum á samfélaginu seinustu áratugi. Það hefur til dæmis gerst með einkavæðingu almannaþjónustu, regluverk hefur verið sniðið að þörfum stórfyrirtækja og lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafa veigrað sér við að stíga mikilvæg skref, t.d. til að sporna gegn loftslagsbreytingum, til að styggja ekki stórfyrirtæki. Núna þegar Grikkir standa frammi fyrir örlagaríkum ákvörðunum um framtíð sína er mikilvægt að hafa í huga að það er stjórnmálamannanna að tryggja að fólkið sjálft ráði framtíð sinni, ekki einvörðungu stórfyrirtæki og fjármagnsöfl. Þessi átakalína gæti dýpkað enn í framtíðinni. Þegar eignir og auður safnast á æ færri hendur mun að sjálfsögðu verða tekist á um þann ójöfnuð og misrétti. Ríkasta eina prósent heimsins á nú þegar helming alls auðs mannkyns. Ríkustu tíu prósent Íslendinga eiga meira en 70% alls auðsins þannig að þróunin hefur verið sú sama hér á landi. Það er eðlilegt að almenningur berjist gegn þessu ranglæti. Á sama tíma mun almenningur þurfa að takast á við loftslagsbreytingar þar sem erfiðara verður en áður að nýta auðlindir jarðar til að sjá öllum farborða. Ef við viljum aukna sátt og velsæld í samfélaginu ætti það að vera brýnasta verkefni stjórnmálanna að endurútdeila auðæfum. Taka afstöðu með fólki gegn fjármagnsöflum þannig að auðæfin dreifist með jafnari hætti, almannahagur verði tryggður og um leið almenn hagsæld því aukinn jöfnuður og öflugt velferðarkerfi tryggja hana. Á sama tíma þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda til þess að skapa traustan grunn til framtíðar. Um þetta snúast hugmyndafræðileg átök samtímans. Hvort sem við köllum þau átök hægri og vinstri eða átök fólks og fjármagns. Þar þarf leiðarljósið að vera almannahagur en ekki hagur fjármagnsaflanna.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun