Hilmar Árni komið að 91 prósent marka nýliðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2015 07:00 HIlmar Árni matar liðsfélaga sína í gríð og erg. vísir/Stefán Leiknismenn hafa skorað ellefu mörk í fyrstu níu umferðum Pepsi-deildar karla í sumar og þar með ellefu mörk í efstu deild frá upphafi. Í tíu þeirra hefur 23 ára Breiðhyltingur verið annaðhvort sá sem batt endahnútinn á sóknina eða átti þátt í að búa til færið fyrir félaga sína. Hilmar Árni Halldórsson hefur komið að tíu mörkum Leiknis í Pepsi-deildinni í sumar og auk þess að vera markahæsti leikmaður Leiknisliðsins (ásamt Ólafi Hrannari Kristjánssyni) er hann sá leikmaður deildarinnar sem hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu níu umferðum tímabilsins. Hilmar Árni hefur gefið fimm stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild – einni fleiri en næstu menn sem eru Blikinn Kristinn Jónsson og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason. Eina markið sem Hilmar Árni hefur ekki komið að var mark Ólafs Hrannars úti í Eyjum en það mark lagði Amath Diedhiou upp. Auk þriggja marka og fimm stoðsendinga átti Hilmar Árni sendingu sem átti þátt í undirbúningi án þess að vera stoðsending og Hilmar Árni fiskaði einnig aukaspyrnu sem Charley Fomen skoraði beint úr. Hilmar Árni hefur átt þátt í fimm síðustu mörkum Leiknisliðsins í Pepsi-deildinni eða öllum mörkum liðsins í undanförnum fimm leikjum. Hilmar Árni tók fram úr Kristni með því að leggja upp mark fyrir Ólaf Hrannar Kristjánsson í 1-1 jafntefli Leiknis og Fylkis í 9. umferð en þeir voru jafnir fyrir leiki umferðarinnar. Jón Vilhelm Ákason lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri Skagamanna á Keflvíkingum og hefur nú átt stoðsendingu í helmingi marka Skagaliðsins til þessa í sumar. Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason hafa verið óberandi í efstu sætum þessa lista undanfarin sumur enda hafa þeir skipst á að vinna undanfarin fjögur sumur og eru svo sem ekki langt undan með þrjár stoðsendingar hvor. Ólaf vantar nú aðeins tvær stoðsendingar til að ná Tryggva Guðmundssyni í 2. sætinu yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar síðan að þær voru fyrst teknar saman sumarið 1992.Allt úr hornspyrnum Hilmar Árni Halldórsson hefur gefið allar fimm stoðsendingar sínar beint úr hornspyrnum en bæði Kristinn og Jón Vilhelm hafa gefið allar sínar stoðsendingar í opnum leik. Aðeins einn annar leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri en eina stoðsendingu úr hornspyrnu til þess í sumar en það er FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson sem hefur gefið tvær stoðsendingar beint úr horni. Í raun hefur Hilmar Árni gefið helming þeirra stoðsendinga í Pepsi-deildinni sem hafa komið úr hornspyrnum í fyrstu níu umferðunum og það er ljóst á þessu að það er stórhættulegt að fá á sig horn á móti Leikni í Pepsi-deildinni. Það skiptir ekki máli hvort Hilmar Árni tekur hornspyrnuna vinstra megin eða hægra megin því þrjú hornanna voru frá vinstri og tvö frá hægri. Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skorað tvö þessara marka en hin hafa skorað þeir Kolbeinn Kárason, Halldór Kristinn Halldórsson og Sindri Björnsson. Ólafur Hrannar er kannski ekki sá hæsti í Leiknisliðinu en gullnar hornspyrnur Hilmars Árna hafa fundið hann tvisvar sinnum. Leiknismenn „földu“ Hilmar Árna í 1. deildinni síðustu ár og hefði hann eflaust getað stigið mun fyrr þetta skref. Hann hélt hins vegar trúnaði við sitt félag og er heldur betur mikilvægur í frumraun Leiknisliðsins meðal þeirra bestu.Stoðsendingahæstir í Pepsi-deildinni: Hilmar Árni Halldórsson, Leikni - 5 Kristinn Jónsson, Breiðabliki - 4 Jón Vilhelm Ákason, ÍA - 4 Sören Frederiksen, KR - 3 Jacob Toppel Schoop, KR - 3 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 3 Heiðar Ægisson, Stjörnunni - 3 Atli Guðnason, FH3 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 3 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 3 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Leiknismenn hafa skorað ellefu mörk í fyrstu níu umferðum Pepsi-deildar karla í sumar og þar með ellefu mörk í efstu deild frá upphafi. Í tíu þeirra hefur 23 ára Breiðhyltingur verið annaðhvort sá sem batt endahnútinn á sóknina eða átti þátt í að búa til færið fyrir félaga sína. Hilmar Árni Halldórsson hefur komið að tíu mörkum Leiknis í Pepsi-deildinni í sumar og auk þess að vera markahæsti leikmaður Leiknisliðsins (ásamt Ólafi Hrannari Kristjánssyni) er hann sá leikmaður deildarinnar sem hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu níu umferðum tímabilsins. Hilmar Árni hefur gefið fimm stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild – einni fleiri en næstu menn sem eru Blikinn Kristinn Jónsson og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason. Eina markið sem Hilmar Árni hefur ekki komið að var mark Ólafs Hrannars úti í Eyjum en það mark lagði Amath Diedhiou upp. Auk þriggja marka og fimm stoðsendinga átti Hilmar Árni sendingu sem átti þátt í undirbúningi án þess að vera stoðsending og Hilmar Árni fiskaði einnig aukaspyrnu sem Charley Fomen skoraði beint úr. Hilmar Árni hefur átt þátt í fimm síðustu mörkum Leiknisliðsins í Pepsi-deildinni eða öllum mörkum liðsins í undanförnum fimm leikjum. Hilmar Árni tók fram úr Kristni með því að leggja upp mark fyrir Ólaf Hrannar Kristjánsson í 1-1 jafntefli Leiknis og Fylkis í 9. umferð en þeir voru jafnir fyrir leiki umferðarinnar. Jón Vilhelm Ákason lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri Skagamanna á Keflvíkingum og hefur nú átt stoðsendingu í helmingi marka Skagaliðsins til þessa í sumar. Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason hafa verið óberandi í efstu sætum þessa lista undanfarin sumur enda hafa þeir skipst á að vinna undanfarin fjögur sumur og eru svo sem ekki langt undan með þrjár stoðsendingar hvor. Ólaf vantar nú aðeins tvær stoðsendingar til að ná Tryggva Guðmundssyni í 2. sætinu yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar síðan að þær voru fyrst teknar saman sumarið 1992.Allt úr hornspyrnum Hilmar Árni Halldórsson hefur gefið allar fimm stoðsendingar sínar beint úr hornspyrnum en bæði Kristinn og Jón Vilhelm hafa gefið allar sínar stoðsendingar í opnum leik. Aðeins einn annar leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri en eina stoðsendingu úr hornspyrnu til þess í sumar en það er FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson sem hefur gefið tvær stoðsendingar beint úr horni. Í raun hefur Hilmar Árni gefið helming þeirra stoðsendinga í Pepsi-deildinni sem hafa komið úr hornspyrnum í fyrstu níu umferðunum og það er ljóst á þessu að það er stórhættulegt að fá á sig horn á móti Leikni í Pepsi-deildinni. Það skiptir ekki máli hvort Hilmar Árni tekur hornspyrnuna vinstra megin eða hægra megin því þrjú hornanna voru frá vinstri og tvö frá hægri. Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skorað tvö þessara marka en hin hafa skorað þeir Kolbeinn Kárason, Halldór Kristinn Halldórsson og Sindri Björnsson. Ólafur Hrannar er kannski ekki sá hæsti í Leiknisliðinu en gullnar hornspyrnur Hilmars Árna hafa fundið hann tvisvar sinnum. Leiknismenn „földu“ Hilmar Árna í 1. deildinni síðustu ár og hefði hann eflaust getað stigið mun fyrr þetta skref. Hann hélt hins vegar trúnaði við sitt félag og er heldur betur mikilvægur í frumraun Leiknisliðsins meðal þeirra bestu.Stoðsendingahæstir í Pepsi-deildinni: Hilmar Árni Halldórsson, Leikni - 5 Kristinn Jónsson, Breiðabliki - 4 Jón Vilhelm Ákason, ÍA - 4 Sören Frederiksen, KR - 3 Jacob Toppel Schoop, KR - 3 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 3 Heiðar Ægisson, Stjörnunni - 3 Atli Guðnason, FH3 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 3 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 3
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira