Til hamingju með daginn! Sóley Tómasdóttir skrifar 19. júní 2015 07:00 Í dag hafa konur haft kosningarétt á Íslandi í 100 ár. Kvenfrelsisbaráttan er enn eldri. Hún hefur skilað okkur mikilvægum lýðræðislegum réttindum og samfélagi þar sem konur og karlar hafa sama rétt og sömu skyldur. Að minnsta kosti að forminu til.Jafnrétti á heimsmælikvarða Hvergi mælist meira jafnrétti en á Íslandi. Það er vissulega fagnaðarefni, þó enn sé langt í land. Á Íslandi er kynbundinn launamunur, það hallar á konur í stjórnmálum, í fjölmiðlum og í atvinnulífi og kynbundið ofbeldi er daglegt brauð. Þessu verður að breyta.Áhrif kvenna Kvennabaráttan hefur verið háð frá örófi alda með ólíkum aðferðum og vegna ólíkra mála. Kosningarétturinn var stórt og þýðingarmikið skref, en konur hafa í gegnum tíðina haft margslungin áhrif á samfélagið og samfélagsgerðina. Heilbrigðiskerfið væri ekki eins og það er í dag án vaskrar framgöngu kvenna sem á sínum tíma beittu sér fyrir byggingu spítala. Fæðingarorlof væri ekki eins og það er í dag. Fóstureyðingalöggjöfin væri varla til, ekki frekar en leikskólar svo einhver dæmi séu nefnd. Með auknum áhrifum kvenna hafa áherslur samfélagsins breyst – okkur öllum til góða.Samtíminn Enn er margt ógert og það getur reynt á þolinmæðina. Í dag er þó fullt tilefni til bjartsýni. Ungir og kraftmiklir femínistar stíga fram um þessar mundir og breyta og bylta á áhrifaríkan hátt. Í vetur hafa þær hafnað skilgreiningum klámvæðingarinnar á líkömum kvenna, þær hafa afhjúpað og mótmælt hversdagslegu misrétti og þær hafa talað upphátt og opinskátt um reynslu sína af kynbundnu ofbeldi. Þessi barátta er eðlilegt framhald af baráttu formæðra okkar fyrir kosningaréttinum og baráttu rauðsokkanna, kvennaframboðs og kvennalista undir lok síðustu aldar.Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg mun fagna árunum 100 með 100 viðburðum. Markmiðið er að fagna þeim árangri sem náðst hefur með fjölbreyttum hætti, en hvetja á sama tíma til frekari framfara. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að gera fjölbreytileika kvenna og verka þeirra sýnilegri í samfélaginu.Afmælisdagurinn Í dag verður afmælinu fagnað með fjölbreyttum hætti í miðborginni. Framlag Reykjavíkurborgar verður í anda þess sem hér hefur verið rakið, til heiðurs formæðrum okkar en með áherslu á frekari framfarir. Samkvæmt hefð verður blómsveigur frá Reykvíkingum lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og í eftirmiðdaginn verður opnuð vegleg sýning á Kjarvalsstöðum í tilefni dagsins. Dagskráin í Ráðhúsinu verður þó alfarið í höndum ungra femínista sem hafa hannað og skipulagt dagskrána í anda málefna líðandi stundar. Þannig heiðrum við formæður okkar og lýðræðis- og frelsishetjur framtíðar á sama tíma. Til hamingju með daginn. Áfram stelpur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hafa konur haft kosningarétt á Íslandi í 100 ár. Kvenfrelsisbaráttan er enn eldri. Hún hefur skilað okkur mikilvægum lýðræðislegum réttindum og samfélagi þar sem konur og karlar hafa sama rétt og sömu skyldur. Að minnsta kosti að forminu til.Jafnrétti á heimsmælikvarða Hvergi mælist meira jafnrétti en á Íslandi. Það er vissulega fagnaðarefni, þó enn sé langt í land. Á Íslandi er kynbundinn launamunur, það hallar á konur í stjórnmálum, í fjölmiðlum og í atvinnulífi og kynbundið ofbeldi er daglegt brauð. Þessu verður að breyta.Áhrif kvenna Kvennabaráttan hefur verið háð frá örófi alda með ólíkum aðferðum og vegna ólíkra mála. Kosningarétturinn var stórt og þýðingarmikið skref, en konur hafa í gegnum tíðina haft margslungin áhrif á samfélagið og samfélagsgerðina. Heilbrigðiskerfið væri ekki eins og það er í dag án vaskrar framgöngu kvenna sem á sínum tíma beittu sér fyrir byggingu spítala. Fæðingarorlof væri ekki eins og það er í dag. Fóstureyðingalöggjöfin væri varla til, ekki frekar en leikskólar svo einhver dæmi séu nefnd. Með auknum áhrifum kvenna hafa áherslur samfélagsins breyst – okkur öllum til góða.Samtíminn Enn er margt ógert og það getur reynt á þolinmæðina. Í dag er þó fullt tilefni til bjartsýni. Ungir og kraftmiklir femínistar stíga fram um þessar mundir og breyta og bylta á áhrifaríkan hátt. Í vetur hafa þær hafnað skilgreiningum klámvæðingarinnar á líkömum kvenna, þær hafa afhjúpað og mótmælt hversdagslegu misrétti og þær hafa talað upphátt og opinskátt um reynslu sína af kynbundnu ofbeldi. Þessi barátta er eðlilegt framhald af baráttu formæðra okkar fyrir kosningaréttinum og baráttu rauðsokkanna, kvennaframboðs og kvennalista undir lok síðustu aldar.Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg mun fagna árunum 100 með 100 viðburðum. Markmiðið er að fagna þeim árangri sem náðst hefur með fjölbreyttum hætti, en hvetja á sama tíma til frekari framfara. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að gera fjölbreytileika kvenna og verka þeirra sýnilegri í samfélaginu.Afmælisdagurinn Í dag verður afmælinu fagnað með fjölbreyttum hætti í miðborginni. Framlag Reykjavíkurborgar verður í anda þess sem hér hefur verið rakið, til heiðurs formæðrum okkar en með áherslu á frekari framfarir. Samkvæmt hefð verður blómsveigur frá Reykvíkingum lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og í eftirmiðdaginn verður opnuð vegleg sýning á Kjarvalsstöðum í tilefni dagsins. Dagskráin í Ráðhúsinu verður þó alfarið í höndum ungra femínista sem hafa hannað og skipulagt dagskrána í anda málefna líðandi stundar. Þannig heiðrum við formæður okkar og lýðræðis- og frelsishetjur framtíðar á sama tíma. Til hamingju með daginn. Áfram stelpur!
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun