Flugfélögin krefjast skattalækkana Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2015 08:00 Michael O'Leary segir nauðsynlegt að flugfélögin láti í sér heyra. Þau hafi ekki talað einum rómi. Nordicphotos/afp Æðstu yfirmenn fimm stærstu flugfélaga í Evrópu hafa snúið bökum saman. Þeir hvetja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að styðja við bakið á flugfélögum með því að lækka skatta og minnka kostnað þeirra. Yfirmenn IAG, easyJet, Ryanair, Air France-KLM og Lufthansa hittust í Brussel í gær. Á fundi sínum skoruðu þau á Violetu Bulc, yfirmann samgöngumála hjá Evrópusambandinu, að beita sér fyrir þessu. Telegraph segir að yfirmenn þessara fimm félaga séu vanari því að deila innbyrðis um markaðinn. Auk þess sem þeir vilja lækka skatta vilja þeir að Evrópusambandið beiti sér fyrir því að dregið verði úr þeim skaða sem verkfall flugumferðarstjóra hefur valdið og skera niður gjöld sem flugvellir taka af flugfélögunum. Bulc tók við hlutverki yfirmanns flugmála í nóvember. Búist er við að hún muni kynna stefnumótun í flugmálum síðar á þessu ári. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir að nauðsynlegt sé að flugvélögin láti í sér heyra í aðdragandanum að því. „Við þurfum að láta í okkur heyra vegna þess að við höfum talað ólíkum röddum á liðnum árum,“ sagði hann. O'Leary tók þó fram að flugfélögin væru ekki sammála í einu og öllu. Flugfélögin ætla að stofna ný hagsmunasamtök sem hafi tekið til starfa í október og muni eiga samskipti við Evrópusambandið. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Æðstu yfirmenn fimm stærstu flugfélaga í Evrópu hafa snúið bökum saman. Þeir hvetja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að styðja við bakið á flugfélögum með því að lækka skatta og minnka kostnað þeirra. Yfirmenn IAG, easyJet, Ryanair, Air France-KLM og Lufthansa hittust í Brussel í gær. Á fundi sínum skoruðu þau á Violetu Bulc, yfirmann samgöngumála hjá Evrópusambandinu, að beita sér fyrir þessu. Telegraph segir að yfirmenn þessara fimm félaga séu vanari því að deila innbyrðis um markaðinn. Auk þess sem þeir vilja lækka skatta vilja þeir að Evrópusambandið beiti sér fyrir því að dregið verði úr þeim skaða sem verkfall flugumferðarstjóra hefur valdið og skera niður gjöld sem flugvellir taka af flugfélögunum. Bulc tók við hlutverki yfirmanns flugmála í nóvember. Búist er við að hún muni kynna stefnumótun í flugmálum síðar á þessu ári. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir að nauðsynlegt sé að flugvélögin láti í sér heyra í aðdragandanum að því. „Við þurfum að láta í okkur heyra vegna þess að við höfum talað ólíkum röddum á liðnum árum,“ sagði hann. O'Leary tók þó fram að flugfélögin væru ekki sammála í einu og öllu. Flugfélögin ætla að stofna ný hagsmunasamtök sem hafi tekið til starfa í október og muni eiga samskipti við Evrópusambandið.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira