Skilar ekki árangri Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2015 00:00 Fróðlegt er að fylgjast með endurskoðun á viðhorfum hagfræðinga seinustu misserin. Þar hefur hæst borið metsölubók franska hagfræðingsins Thomas Piketty sem greinir m.a. forsendur þess að ójöfnuður hefur aukist í heiminum öllum og bendir á að hagfræðin geti ekki verið í tómarúmi, innan hagfræðinnar þurfi að taka tillit til samfélagsins, félagsfræðilegra þátta og ytri aðstæðna. Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar fræðimanna við Cambridge-háskóla um efnahagslegar afleiðingar stjórnarstefnu Margrétar Thatcher sem gegndi embætti forsætisráðherra í Bretlandi á níunda áratug 20. aldar. Thatcher var eins og kunnugt er merkisberi nýfrjálshyggjunnar; réðst í stórfellda einkavæðingu ríkisstofnana, dró úr regluverki í kringum fjármálamarkaðinn og lækkaði skatta, ekki síst á hina efnameiri. Allt var þetta gert að sögn til að auka hagvöxt og verðmætasköpun en samkvæmt þessari nýju rannsókn skilaði stjórnarstefna Thatcher ekki þeim árangri sem henni var ætlað. Í stuttu máli jókst ójöfnuður á Bretlandseyjum, atvinnuleysi jókst en vöxtur og framleiðni jukust mun hægar en þau höfðu gert áratugina á undan. Frjálshyggjuaðferðir á borð við lækkun á tollum og sköttum, frjálst flæði verkafólks, skerðingu á stöðu verkalýðsfélaga, einkavæðingu og rýmra regluverk fyrir viðskiptalífið skiluðu ekki árangri í aukinni landsframleiðslu miðað við áratugina á undan. Fræðimennirnir sem standa að rannsókninni benda á að talsmenn nýfrjálshyggjunnar verði að geta sýnt fram á að stefnan hafi í raun skilað meiri velsæld og vexti en raunin hefði orðið með annars konar stefnu. Þessi rannsókn bendir til þess að árangur nýfrjálshyggjunnar sé í raun aukinn ójöfnuður, meira atvinnuleysi og minni vöxtur og velsæld. Margir íslenskir stjórnmálamenn og jafnvel heilu ungliðahreyfingarnar sitja samt enn fastar í blindri trú á þessar sömu aðfarir en er ekki kominn tími til að endurskoða þær meðal annars með tilliti til breyttra sjónarmiða í hagfræði? Ef ríkisstjórnin vill hafa almannahag að leiðarljósi þarf að styðjast við gögn og staðreyndir – ekki aðeins hugmyndafræðilega kennisetningu. Því miður virðist núverandi ríkisstjórn föst í kviksyndinu; boðar einkavæðingu, skattalækkanir og beitir lagasetningu á verkföll í stað þess að byggja upp heilbrigt samband við verkalýðshreyfinguna sem byggist á gagnkvæmri virðingu. Þetta lofar ekki góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fróðlegt er að fylgjast með endurskoðun á viðhorfum hagfræðinga seinustu misserin. Þar hefur hæst borið metsölubók franska hagfræðingsins Thomas Piketty sem greinir m.a. forsendur þess að ójöfnuður hefur aukist í heiminum öllum og bendir á að hagfræðin geti ekki verið í tómarúmi, innan hagfræðinnar þurfi að taka tillit til samfélagsins, félagsfræðilegra þátta og ytri aðstæðna. Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar fræðimanna við Cambridge-háskóla um efnahagslegar afleiðingar stjórnarstefnu Margrétar Thatcher sem gegndi embætti forsætisráðherra í Bretlandi á níunda áratug 20. aldar. Thatcher var eins og kunnugt er merkisberi nýfrjálshyggjunnar; réðst í stórfellda einkavæðingu ríkisstofnana, dró úr regluverki í kringum fjármálamarkaðinn og lækkaði skatta, ekki síst á hina efnameiri. Allt var þetta gert að sögn til að auka hagvöxt og verðmætasköpun en samkvæmt þessari nýju rannsókn skilaði stjórnarstefna Thatcher ekki þeim árangri sem henni var ætlað. Í stuttu máli jókst ójöfnuður á Bretlandseyjum, atvinnuleysi jókst en vöxtur og framleiðni jukust mun hægar en þau höfðu gert áratugina á undan. Frjálshyggjuaðferðir á borð við lækkun á tollum og sköttum, frjálst flæði verkafólks, skerðingu á stöðu verkalýðsfélaga, einkavæðingu og rýmra regluverk fyrir viðskiptalífið skiluðu ekki árangri í aukinni landsframleiðslu miðað við áratugina á undan. Fræðimennirnir sem standa að rannsókninni benda á að talsmenn nýfrjálshyggjunnar verði að geta sýnt fram á að stefnan hafi í raun skilað meiri velsæld og vexti en raunin hefði orðið með annars konar stefnu. Þessi rannsókn bendir til þess að árangur nýfrjálshyggjunnar sé í raun aukinn ójöfnuður, meira atvinnuleysi og minni vöxtur og velsæld. Margir íslenskir stjórnmálamenn og jafnvel heilu ungliðahreyfingarnar sitja samt enn fastar í blindri trú á þessar sömu aðfarir en er ekki kominn tími til að endurskoða þær meðal annars með tilliti til breyttra sjónarmiða í hagfræði? Ef ríkisstjórnin vill hafa almannahag að leiðarljósi þarf að styðjast við gögn og staðreyndir – ekki aðeins hugmyndafræðilega kennisetningu. Því miður virðist núverandi ríkisstjórn föst í kviksyndinu; boðar einkavæðingu, skattalækkanir og beitir lagasetningu á verkföll í stað þess að byggja upp heilbrigt samband við verkalýðshreyfinguna sem byggist á gagnkvæmri virðingu. Þetta lofar ekki góðu.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun