Gefur út göngubók og skipuleggur fyrstu göngugarpa útihátíðina Guðrún Ansnes skrifar 6. júní 2015 12:00 Einar Skúlason hefur gengið mikið með gönguklúbbnum Vesen og Vergangur. Hann gaf nýlega út bókina Lóa með strá í nefinu og setur á fót fyrstu gönguútihátíðina á Íslandi um verslunarmannahelgina. „Hugmyndin er að hver gönguleið sé ævintýri, ekki bara fallegt útsýni,“ segir Einar Skúlason göngugarpur, sem nýlega gaf út göngubókina Lóa með strá í nefi og setur á fót fyrstu gönguútihátíðina á Íslandi um verslunarmannahelgina. „Bókin er til þess fallin að gera fólki kleift að fara aðrar leiðir en bara Esjuna og Úlfarsfellið, og bæta þá aðeins kjöti á beinin með upplýsingunum sem fylgja hverri leið,“ segir Einar. Sjálfur hefur hann verið iðinn við kolann og gengið mikið með gönguklúbbnum Vesen og Vergangur, og haft gaman af að segja sögur. „Ég fór að kynna mér staðina betur og grafast fyrir um sögur, svo þaðan spratt hugmyndin að þessari leiðsögubók,“ útskýrir Einar. Auk þess að ýta bókinni úr vör er Einar í óðaönn að undirbúa útihátíð sérsniðna að göngugörpum um verslunarmannahelgina. „Hátíðin verður haldin á Súðavík í samstarfi við heimamenn. Munu heimamenn sjá um leiðsögnina. Það verður ákaflega gaman að fá svona persónulega leiðsögn um svæðið,“ bendir Einar á og segir eitthvað fyrir alla á hátíðinni: „Yfir helgina verður farið í fimmtán gönguferðir, bæði fjölskylduvænar og svo strembnari fyrir þá sem treysta sér í svoleiðis.“ Munu gestir hátíðarinnar geta gist í orlofshúsum í Súðavík auk þess sem gott tjaldstæði er á staðnum. „Mýrarboltinn er svo í gangi hinum megin við fjallið, og verður svona vinahátíðin okkar,“ segir hann, skellir upp úr og bætir við: Engin samkeppni þarna á milli, en annars þarf ekkert alltaf að skilgreina vináttu.“ Einar segir göngusportið býsna fjölskylduvænt og má með sanni segja að göngubakterían hafi hreiðrað um sig hjá sonum hans þremur. Sá yngsti, tólf ára, gekk til að mynda Fimmvörðuháls með pabba sínum og bræðrum í fyrra og hyggjast þeir svo allir leggja Laugaveginn undir fót í sumar. Mýrarboltinn Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
„Hugmyndin er að hver gönguleið sé ævintýri, ekki bara fallegt útsýni,“ segir Einar Skúlason göngugarpur, sem nýlega gaf út göngubókina Lóa með strá í nefi og setur á fót fyrstu gönguútihátíðina á Íslandi um verslunarmannahelgina. „Bókin er til þess fallin að gera fólki kleift að fara aðrar leiðir en bara Esjuna og Úlfarsfellið, og bæta þá aðeins kjöti á beinin með upplýsingunum sem fylgja hverri leið,“ segir Einar. Sjálfur hefur hann verið iðinn við kolann og gengið mikið með gönguklúbbnum Vesen og Vergangur, og haft gaman af að segja sögur. „Ég fór að kynna mér staðina betur og grafast fyrir um sögur, svo þaðan spratt hugmyndin að þessari leiðsögubók,“ útskýrir Einar. Auk þess að ýta bókinni úr vör er Einar í óðaönn að undirbúa útihátíð sérsniðna að göngugörpum um verslunarmannahelgina. „Hátíðin verður haldin á Súðavík í samstarfi við heimamenn. Munu heimamenn sjá um leiðsögnina. Það verður ákaflega gaman að fá svona persónulega leiðsögn um svæðið,“ bendir Einar á og segir eitthvað fyrir alla á hátíðinni: „Yfir helgina verður farið í fimmtán gönguferðir, bæði fjölskylduvænar og svo strembnari fyrir þá sem treysta sér í svoleiðis.“ Munu gestir hátíðarinnar geta gist í orlofshúsum í Súðavík auk þess sem gott tjaldstæði er á staðnum. „Mýrarboltinn er svo í gangi hinum megin við fjallið, og verður svona vinahátíðin okkar,“ segir hann, skellir upp úr og bætir við: Engin samkeppni þarna á milli, en annars þarf ekkert alltaf að skilgreina vináttu.“ Einar segir göngusportið býsna fjölskylduvænt og má með sanni segja að göngubakterían hafi hreiðrað um sig hjá sonum hans þremur. Sá yngsti, tólf ára, gekk til að mynda Fimmvörðuháls með pabba sínum og bræðrum í fyrra og hyggjast þeir svo allir leggja Laugaveginn undir fót í sumar.
Mýrarboltinn Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira