Þröngþingi Íslendinga Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júní 2015 07:00 Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn einn pistilinn um þá stöðu sem upp er komin á Alþingi Íslendinga. Raunar er sá lækur orðinn svo bakkafullur að úr honum flæðir um tún og haga, götur og stræti og hlustir allra þeirra sem nenna að fylgjast með því sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar taka sér fyrir hendur þessa dagana. Staðan er þannig að engin starfsáætlun er í gildi, reynt er að koma nefndafundum á þegar færi gefst, óvíst er hvenær stór mál koma inn og enginn veit hvernig vinnunni mun fram vinda. Vinnu sem felst í því að setja okkur sem í þessu landi búum lög. Nú er svo komið að búið er að taka rammann, erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar, af dagskrá og óvíst hvað um það verður. Það hefur hins vegar litlu breytt, enda enginn hörgull á stórum málum sem kljúfa þingheim. Þegar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða hvarf af dagskrá birtist fljótlega frumvarp til breytinga á lögum um stjórnarráð. Og nú hafa þingmenn rætt það dögum saman og lítið lát virðist á þeirri umræðu. Málið er samt einfaldara en margur kann að hyggja. Í grunninn snýst deilan um það að ríkisstjórnin vill koma fjöldamörgum málum í gegnum þingið á eins fáum dögum og mögulegt er. Stjórnarandstaðan er á móti mörgum þessara mála og þar sem stjórnarliðum hefur ekki tekist að nýta tímann betur en raun ber vitni er sú staða upp komin að langar umræður um einstök mál stöðva alla afgreiðslu. Þetta gátu allir sagt sér að myndi gerast, hver sá sem fylgst hefur með stjórnmálum í meira en korter veit að þessi staða kemur upp á hverju ári, miserfið þó. Til að gera hana sem auðveldasta gildir að koma málum sem fyrst inn í þingið og afgreiða snemma. Það hafa ráðherrar ekki tileinkað sér. Árangur áfram – ekkert stopp, var eitt sinn kosningaslagorð Framsóknarflokksins. Hafi ætlunin verið að losna við stoppin hefði mátt halda betur á málum í þinginu. Og margir forystumanna flokksins mættu líka hafa það í huga að það er ekki líklegt til að liðka fyrir samningum að snupra hinn samningsaðilann nokkuð reglulega. Eða varla taldi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra það bæta stöðuna að sproksetja Guðmund Steingrímsson á Facebook, eða hvað? En kannski eru menn bara orðnir svona pirraðir. Svo einfalt er það að öllum á að vera ljóst að samningar nást ekki nema með samræðum. Þær hafa litlar farið fram og nú er svo komið að ekki verða þingfundir á mánudag. Í sovésku skákbiblíunni er að finna mörg gullkorn sem lúta að aga og reglum. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa áætlun í öllu sem gert er og á einum stað segir: „Og svörtum er réttilega refsað fyrir að tefla án áætlunar.“ Á Alþingi virðast allir tefla án áætlunar. Alþingi er hætt að verðskulda forskeytið al-, enda trauðla hægt að segja að þar sé hugað að al-menningi, al-mannahagsmunum eða al-mennilegum samskiptavenjum yfir höfuð. Þröngir hagsmunir ráða þar för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn einn pistilinn um þá stöðu sem upp er komin á Alþingi Íslendinga. Raunar er sá lækur orðinn svo bakkafullur að úr honum flæðir um tún og haga, götur og stræti og hlustir allra þeirra sem nenna að fylgjast með því sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar taka sér fyrir hendur þessa dagana. Staðan er þannig að engin starfsáætlun er í gildi, reynt er að koma nefndafundum á þegar færi gefst, óvíst er hvenær stór mál koma inn og enginn veit hvernig vinnunni mun fram vinda. Vinnu sem felst í því að setja okkur sem í þessu landi búum lög. Nú er svo komið að búið er að taka rammann, erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar, af dagskrá og óvíst hvað um það verður. Það hefur hins vegar litlu breytt, enda enginn hörgull á stórum málum sem kljúfa þingheim. Þegar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða hvarf af dagskrá birtist fljótlega frumvarp til breytinga á lögum um stjórnarráð. Og nú hafa þingmenn rætt það dögum saman og lítið lát virðist á þeirri umræðu. Málið er samt einfaldara en margur kann að hyggja. Í grunninn snýst deilan um það að ríkisstjórnin vill koma fjöldamörgum málum í gegnum þingið á eins fáum dögum og mögulegt er. Stjórnarandstaðan er á móti mörgum þessara mála og þar sem stjórnarliðum hefur ekki tekist að nýta tímann betur en raun ber vitni er sú staða upp komin að langar umræður um einstök mál stöðva alla afgreiðslu. Þetta gátu allir sagt sér að myndi gerast, hver sá sem fylgst hefur með stjórnmálum í meira en korter veit að þessi staða kemur upp á hverju ári, miserfið þó. Til að gera hana sem auðveldasta gildir að koma málum sem fyrst inn í þingið og afgreiða snemma. Það hafa ráðherrar ekki tileinkað sér. Árangur áfram – ekkert stopp, var eitt sinn kosningaslagorð Framsóknarflokksins. Hafi ætlunin verið að losna við stoppin hefði mátt halda betur á málum í þinginu. Og margir forystumanna flokksins mættu líka hafa það í huga að það er ekki líklegt til að liðka fyrir samningum að snupra hinn samningsaðilann nokkuð reglulega. Eða varla taldi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra það bæta stöðuna að sproksetja Guðmund Steingrímsson á Facebook, eða hvað? En kannski eru menn bara orðnir svona pirraðir. Svo einfalt er það að öllum á að vera ljóst að samningar nást ekki nema með samræðum. Þær hafa litlar farið fram og nú er svo komið að ekki verða þingfundir á mánudag. Í sovésku skákbiblíunni er að finna mörg gullkorn sem lúta að aga og reglum. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa áætlun í öllu sem gert er og á einum stað segir: „Og svörtum er réttilega refsað fyrir að tefla án áætlunar.“ Á Alþingi virðast allir tefla án áætlunar. Alþingi er hætt að verðskulda forskeytið al-, enda trauðla hægt að segja að þar sé hugað að al-menningi, al-mannahagsmunum eða al-mennilegum samskiptavenjum yfir höfuð. Þröngir hagsmunir ráða þar för.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun