Mínútumaðurinn 2. júní 2015 07:00 Þegar þingmenn vilja láta líta á sig sem víðsýna, umburðarlynda, rétt þenkjandi og jafnvel sjálfsgagnrýna, grípa þeir oft og tíðum til þess að ræða hofmannlega um virðingu Alþingis. Það þykir bera vott um allt ofangreint að viðra reglulega áhyggjur af því að nú þurfi þingmenn aðeins að líta í eigin barm og skoða hegðun sína og orð með það í huga að auka virðingu þingsins. Oftar en ekki er þetta sett fram undir þeim formerkjum að mælandi sé einnig að líta í eigin barm, en þegar grannt er skoðað á viðkomandi undantekningalítið við að aðrir þingmenn þurfi að skoða sín mál. Það er ekki skrýtið að þingmenn velti fyrir sér virðingarmálum; trauðla er gaman að starfa á vinnustað sem nýtur jafn lítils trausts og virðingar og Alþingi gerir. Það hlýtur að setjast á sálina á fólki. Það er hins vegar ágætt að hafa það í huga að orð skipta engu, nákvæmlega engu, í samhengi við gjörðir. Ef eitt er sagt og annað gert hljóma orðin í besta falli eins og vandræðalegt hjal. Allt logaði á Alþingi í gær. Tilefnið var afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar á tillögu fimmtán af nítján þingmönnum Framsóknarflokksins þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli verði tekið af Reykjavíkurborg og fært ríkinu í hendur. Tillagan ein og sér hefur vakið hörð viðbrögð, enda ekki lítið mál að taka slíkt vald af einu sveitarfélagi. Afgreiðsla nefndarinnar bætti þó í þau viðbrögð, enda bætti meirihlutinn í og skellti tveimur flugvöllum í viðbót inn í frumvarpið; á Akureyri og Egilsstöðum. Hér er ekki um neitt smámál að ræða. Það er verið að ræða um það að ríkisvaldið taki landsvæði sem samkvæmt lögum heyrir undir annað stjórnsýslustig því óviðkomandi. Auðvelt er að færa fyrir því rök að málið snúist öðrum þræði um eignarrétt, því skipulagsvald á flugvöllum og svæðum í kringum hann hefur áhrif á það hvað sveitarfélög geta gert við það land sem þau eiga – óháð því hver á sjálfa flugbrautina. Og hafi þingmenn gert sér grein fyrir því hve málið er af stórum toga má undrast það að meirihluti þingnefndarinnar tók sér tíu mínútur í að afgreiða málið og skella hinum flugvöllunum með í púkkið. Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hefur sagt það feikinægan tíma, löngu hafi átt að vera ljóst að tillagan mundi taka umræddum breytingum og því hafi þingmenn ekki þurft lengri tíma til að fjalla um hana. Litlu skiptir hvort einhver viti af því að kannski komi eitthvað fram, það er ekki hægt að fjalla um það fyrr en það er komið fram. Höskuldur er einn flutningsmanna umrædds frumvarps og stýrði, sem formaður, störfum nefndarinnar í umfjöllun um sína eigin tillögu á þennan hátt. Ef allir gætu unnið jafn hratt og Höskuldur og nefndameirihlutinn væri sennilega hægt að stytta starfstíma Alþingis allverulega og þinga örfáa mánuði á ári. Ef mönnum er alvara með tali um bætt vinnubrögð sem eiga að bæta virðingu þingsins, eru svona vinnubrögð hins vegar varla boðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar þingmenn vilja láta líta á sig sem víðsýna, umburðarlynda, rétt þenkjandi og jafnvel sjálfsgagnrýna, grípa þeir oft og tíðum til þess að ræða hofmannlega um virðingu Alþingis. Það þykir bera vott um allt ofangreint að viðra reglulega áhyggjur af því að nú þurfi þingmenn aðeins að líta í eigin barm og skoða hegðun sína og orð með það í huga að auka virðingu þingsins. Oftar en ekki er þetta sett fram undir þeim formerkjum að mælandi sé einnig að líta í eigin barm, en þegar grannt er skoðað á viðkomandi undantekningalítið við að aðrir þingmenn þurfi að skoða sín mál. Það er ekki skrýtið að þingmenn velti fyrir sér virðingarmálum; trauðla er gaman að starfa á vinnustað sem nýtur jafn lítils trausts og virðingar og Alþingi gerir. Það hlýtur að setjast á sálina á fólki. Það er hins vegar ágætt að hafa það í huga að orð skipta engu, nákvæmlega engu, í samhengi við gjörðir. Ef eitt er sagt og annað gert hljóma orðin í besta falli eins og vandræðalegt hjal. Allt logaði á Alþingi í gær. Tilefnið var afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar á tillögu fimmtán af nítján þingmönnum Framsóknarflokksins þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli verði tekið af Reykjavíkurborg og fært ríkinu í hendur. Tillagan ein og sér hefur vakið hörð viðbrögð, enda ekki lítið mál að taka slíkt vald af einu sveitarfélagi. Afgreiðsla nefndarinnar bætti þó í þau viðbrögð, enda bætti meirihlutinn í og skellti tveimur flugvöllum í viðbót inn í frumvarpið; á Akureyri og Egilsstöðum. Hér er ekki um neitt smámál að ræða. Það er verið að ræða um það að ríkisvaldið taki landsvæði sem samkvæmt lögum heyrir undir annað stjórnsýslustig því óviðkomandi. Auðvelt er að færa fyrir því rök að málið snúist öðrum þræði um eignarrétt, því skipulagsvald á flugvöllum og svæðum í kringum hann hefur áhrif á það hvað sveitarfélög geta gert við það land sem þau eiga – óháð því hver á sjálfa flugbrautina. Og hafi þingmenn gert sér grein fyrir því hve málið er af stórum toga má undrast það að meirihluti þingnefndarinnar tók sér tíu mínútur í að afgreiða málið og skella hinum flugvöllunum með í púkkið. Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hefur sagt það feikinægan tíma, löngu hafi átt að vera ljóst að tillagan mundi taka umræddum breytingum og því hafi þingmenn ekki þurft lengri tíma til að fjalla um hana. Litlu skiptir hvort einhver viti af því að kannski komi eitthvað fram, það er ekki hægt að fjalla um það fyrr en það er komið fram. Höskuldur er einn flutningsmanna umrædds frumvarps og stýrði, sem formaður, störfum nefndarinnar í umfjöllun um sína eigin tillögu á þennan hátt. Ef allir gætu unnið jafn hratt og Höskuldur og nefndameirihlutinn væri sennilega hægt að stytta starfstíma Alþingis allverulega og þinga örfáa mánuði á ári. Ef mönnum er alvara með tali um bætt vinnubrögð sem eiga að bæta virðingu þingsins, eru svona vinnubrögð hins vegar varla boðleg.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun