Geislavirk efni í tóbaksreyk Lára G. Sigurðardóttir og læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins skrifa 29. maí 2015 14:00 visir/vilhelm Siðmenntuð samfélög setja lög og reglur til að gæta hagsmuna þjóðfélagsþegna. Sem dæmi er ekki svo langt síðan algjört bann var lagt við því að flytja inn og nota asbest. Engin undanþága er leyfð. Asbest þótti gott einangrunarefni sem notað var meðal annars til húsbygginga þangað til menn áttuðu sig á að asbest getur valdið lungnakrabbameini. Nú eru gerðar þær kröfur að þegar unnið er í húsum þar sem asbest hefur verið notað sem byggingarefni eiga menn klæðast hlífðarfatnaði og nota öndunargrímur af viðurkenndri gerð. Það má enginn vinna við asbestniðurrif nema með tilskilin leyfi.Fellt fleiri en asbest Það er ekki bara asbest sem er hættulegt heilsu okkar heldur er tóbaksreykur aðalorsök lungnakrabbameins auk fjölda annarra krabbameina og sjúkdóma. Tóbaksreykur hefur fellt margfalt fleiri en asbest nokkurn tíma. Samt er enginn sem segir okkur að setja upp öndunargrímur þegar við nálgumst einhvern sem spúir frá sér tóbaksreyk. Það er til dæmis enginn sem bankar á bílrúðuna hjá fólki sem reykir í bíl þar sem börn eru.Póloníum-210 í tóbaksreyk Að anda að sér litlu magni af tóbaksreyk getur verið skaðlegt. Í tóbaksreyk eru 7.000 efni og efnasambönd og þar af eru 250 skaðleg, eins og kolsýringur og ammoníak. Af þessum 250 efnum og efnasamböndum eru um 70 sem eru krabbameinsvaldandi, svo sem asetaldehýð, arsenik, króm og formaldehýð. Í tóbaksreyk er einnig að finna geislavirka efnið póloníum-210 sem er hvað þekktast fyrir að rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko var byrlað það árið 2006. Þau dreifast um líkamann Eiturefnin í tóbaksreyk dreifast ekki aðeins um lungun heldur flytjast þau gegnum lungnablöðrurnar í blóðið og dreifast þannig um líkamann. Sem dæmi þá finnst nikótín í öllum vefjum og vessum líkamans, þar á meðal sáðvökva, slímhúð kvenkynfæra og brjóstamjólk. Valda þessi efni skaða? Þau ryðja burt súrefni og því berst minna af því um líkamann. Það leiðir til úthaldsleysis ásamt ótímabærri öldrun, t.d. hrukkumyndun á húð. Þau geta valdið skemmdum á erfðaefni (DNA) og leitt þannig til krabbameinsmyndunar. Þau veikja ónæmiskerfið ásamt fleiri neikvæðum áhrifum á heilsu.Áhrifin koma strax fram Meðan maður andar að sér tóbaksreyk þá er hann að fylla líkamann af 250 skaðlegum efnum. Það jákvæða er að það er aldrei of seint að hætta að reykja: -Eftir tvær klukkustundir hafa blóðþrýstingur og púls lækkað og blóðflæði til húðar aukist. -Eftir tólf klukkustundir hefur kolsýringur lækkað í blóði og súrefnismagn orðið næstum því eðlilegt. -Eftir sólarhring hafa líkur á að fá hjartaáfall minnkað og lungun byrja að hreinsa sig. -Eftir tvo sólarhringa byrjar bragð- og lyktarskyn að aukast. -Eftir þrjá sólarhringa er nikótínið farið úr líkamanum og fráhvarfseinkenni magnast. Þá er gagnlegt að fara reglulega út að ganga eða skokka. -Eftir tvær til þrjár vikur færðu meiri orku til að hreyfa þig. -Eftir eitt til fimmtán ár minnkar hættan á hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og fleiri sjúkdómum ásamt því að lífslíkur aukast.Andvirðið í skemmtisjóð Fyrir þá sem vilja hætta að reykja þá er mikilvægt að gera eitthvað annað í staðinn. Eins og að fá sér ávöxt eða grænmeti í stað sígarettu. Einnig er hægt að setja andvirði sígarettupakka í krukku og safna í skemmtisjóð. Ef börn eru á heimilinu þá hjálpar að segja þeim að krukkan innihaldi skemmtisjóð fjölskyldunnar. Þau munu fylgjast vel með hvernig gengur að safna. Mikilvægast er þó að muna að það er eðlilegt að mistakast og það er allt í lagi. Þá er maður samt kominn á rétta braut og líklegra að manni takist betur upp næst. Ráðgjöf í reykbindindiHægt er að fá ráðgjöf í reykbindindi í síma 800 6030. Krabbameinsfélagið stendur fyrir námskeiðum til að hjálpa fólki að hætta að nota tóbak. Hægt er að senda tölvupóst á reykleysi@krabb.is eða hringja í síma 540 1900. Einnig er hægt að ráðfæra sig við lækni og eru til lyf sem hjálpa fólki að hætta að reykja. Dagur á tóbaks er haldinn ár hvert 31. maí til að minna okkur á að það er aldrei of seint að hætta. Þeir sem reykja pakka á dag stytta ævilíkur sínar að meðaltali um 14 ár. Er það þess virði? Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Siðmenntuð samfélög setja lög og reglur til að gæta hagsmuna þjóðfélagsþegna. Sem dæmi er ekki svo langt síðan algjört bann var lagt við því að flytja inn og nota asbest. Engin undanþága er leyfð. Asbest þótti gott einangrunarefni sem notað var meðal annars til húsbygginga þangað til menn áttuðu sig á að asbest getur valdið lungnakrabbameini. Nú eru gerðar þær kröfur að þegar unnið er í húsum þar sem asbest hefur verið notað sem byggingarefni eiga menn klæðast hlífðarfatnaði og nota öndunargrímur af viðurkenndri gerð. Það má enginn vinna við asbestniðurrif nema með tilskilin leyfi.Fellt fleiri en asbest Það er ekki bara asbest sem er hættulegt heilsu okkar heldur er tóbaksreykur aðalorsök lungnakrabbameins auk fjölda annarra krabbameina og sjúkdóma. Tóbaksreykur hefur fellt margfalt fleiri en asbest nokkurn tíma. Samt er enginn sem segir okkur að setja upp öndunargrímur þegar við nálgumst einhvern sem spúir frá sér tóbaksreyk. Það er til dæmis enginn sem bankar á bílrúðuna hjá fólki sem reykir í bíl þar sem börn eru.Póloníum-210 í tóbaksreyk Að anda að sér litlu magni af tóbaksreyk getur verið skaðlegt. Í tóbaksreyk eru 7.000 efni og efnasambönd og þar af eru 250 skaðleg, eins og kolsýringur og ammoníak. Af þessum 250 efnum og efnasamböndum eru um 70 sem eru krabbameinsvaldandi, svo sem asetaldehýð, arsenik, króm og formaldehýð. Í tóbaksreyk er einnig að finna geislavirka efnið póloníum-210 sem er hvað þekktast fyrir að rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko var byrlað það árið 2006. Þau dreifast um líkamann Eiturefnin í tóbaksreyk dreifast ekki aðeins um lungun heldur flytjast þau gegnum lungnablöðrurnar í blóðið og dreifast þannig um líkamann. Sem dæmi þá finnst nikótín í öllum vefjum og vessum líkamans, þar á meðal sáðvökva, slímhúð kvenkynfæra og brjóstamjólk. Valda þessi efni skaða? Þau ryðja burt súrefni og því berst minna af því um líkamann. Það leiðir til úthaldsleysis ásamt ótímabærri öldrun, t.d. hrukkumyndun á húð. Þau geta valdið skemmdum á erfðaefni (DNA) og leitt þannig til krabbameinsmyndunar. Þau veikja ónæmiskerfið ásamt fleiri neikvæðum áhrifum á heilsu.Áhrifin koma strax fram Meðan maður andar að sér tóbaksreyk þá er hann að fylla líkamann af 250 skaðlegum efnum. Það jákvæða er að það er aldrei of seint að hætta að reykja: -Eftir tvær klukkustundir hafa blóðþrýstingur og púls lækkað og blóðflæði til húðar aukist. -Eftir tólf klukkustundir hefur kolsýringur lækkað í blóði og súrefnismagn orðið næstum því eðlilegt. -Eftir sólarhring hafa líkur á að fá hjartaáfall minnkað og lungun byrja að hreinsa sig. -Eftir tvo sólarhringa byrjar bragð- og lyktarskyn að aukast. -Eftir þrjá sólarhringa er nikótínið farið úr líkamanum og fráhvarfseinkenni magnast. Þá er gagnlegt að fara reglulega út að ganga eða skokka. -Eftir tvær til þrjár vikur færðu meiri orku til að hreyfa þig. -Eftir eitt til fimmtán ár minnkar hættan á hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og fleiri sjúkdómum ásamt því að lífslíkur aukast.Andvirðið í skemmtisjóð Fyrir þá sem vilja hætta að reykja þá er mikilvægt að gera eitthvað annað í staðinn. Eins og að fá sér ávöxt eða grænmeti í stað sígarettu. Einnig er hægt að setja andvirði sígarettupakka í krukku og safna í skemmtisjóð. Ef börn eru á heimilinu þá hjálpar að segja þeim að krukkan innihaldi skemmtisjóð fjölskyldunnar. Þau munu fylgjast vel með hvernig gengur að safna. Mikilvægast er þó að muna að það er eðlilegt að mistakast og það er allt í lagi. Þá er maður samt kominn á rétta braut og líklegra að manni takist betur upp næst. Ráðgjöf í reykbindindiHægt er að fá ráðgjöf í reykbindindi í síma 800 6030. Krabbameinsfélagið stendur fyrir námskeiðum til að hjálpa fólki að hætta að nota tóbak. Hægt er að senda tölvupóst á reykleysi@krabb.is eða hringja í síma 540 1900. Einnig er hægt að ráðfæra sig við lækni og eru til lyf sem hjálpa fólki að hætta að reykja. Dagur á tóbaks er haldinn ár hvert 31. maí til að minna okkur á að það er aldrei of seint að hætta. Þeir sem reykja pakka á dag stytta ævilíkur sínar að meðaltali um 14 ár. Er það þess virði?
Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira