Að flækja sig í makríltrollinu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 27. maí 2015 07:00 Þegar þetta er skrifað hafa ríflega 39.000 manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina Þjóðareign. Með því skora þeir á forseta Íslands að „vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“. Tilefni undirskriftasöfnunarinnar er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um makrílkvóta, en það er nú á borði atvinnuveganefndar. Ljóst er að nefndarinnar bíður nokkuð erfitt hlutverk, því auk þeirra sem krefjast þess að frumvarpinu verði vísað til staðfestingar í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur útgerðin gagnrýnt að það gangi ekki nógu langt til að fastsetja nýtingu veiðiheimilda og gjaldið fyrir þær sé of hátt. Undirskriftasöfnuninni er beint að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og því ekki úr vegi að líta til orða hans sjálfs, hvað álíka safnanir varðar. Fyrst er kannski ekki úr vegi að minna á að þegar Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti höfðu 30.733 skrifað undir áskorun þess efnis. Ólafur Ragnar braut blað í sögu íslenskrar stjórnskipunar þegar hann neitaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um staðfestingu. Þá höfðu 31.752 skrifað undir áskorun til forsetans um slíkt og forsetinn rökstuddi ákvörðun sína með orðum sem síðar urðu fleyg, þegar hann vísaði til gjár milli þings og þjóðar: „Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.“ Og lausnin var einföld fyrir forsetanum þá: „Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það er vandséð að Ólafur Ragnar líti á eign og yfirráð yfir náttúruauðlindum sem minna mikilvægt mál en hvernig reglum um fjölmiðla er háttað. Það er sagt með fullri virðingu fyrir fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, en því hættir oft til að gera fullmikið úr eigin mikilvægi. Og miðað við orð forsetans áður er langlíklegast að hann geri einmitt það; vísi makrílfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að svo verði þarf Alþingi hins vegar fyrst að samþykkja frumvarpið. Þar er ekki á vísan að róa, deilur eru um frumvarpið í flestum ef ekki öllum flokkum. Sporin hljóta líka að hræða. Það er trauðla efst á óskalista sjávarútvegsráðherra að horfa á eftir frumvarpi sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa ríflega 39.000 manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina Þjóðareign. Með því skora þeir á forseta Íslands að „vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“. Tilefni undirskriftasöfnunarinnar er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um makrílkvóta, en það er nú á borði atvinnuveganefndar. Ljóst er að nefndarinnar bíður nokkuð erfitt hlutverk, því auk þeirra sem krefjast þess að frumvarpinu verði vísað til staðfestingar í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur útgerðin gagnrýnt að það gangi ekki nógu langt til að fastsetja nýtingu veiðiheimilda og gjaldið fyrir þær sé of hátt. Undirskriftasöfnuninni er beint að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og því ekki úr vegi að líta til orða hans sjálfs, hvað álíka safnanir varðar. Fyrst er kannski ekki úr vegi að minna á að þegar Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti höfðu 30.733 skrifað undir áskorun þess efnis. Ólafur Ragnar braut blað í sögu íslenskrar stjórnskipunar þegar hann neitaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um staðfestingu. Þá höfðu 31.752 skrifað undir áskorun til forsetans um slíkt og forsetinn rökstuddi ákvörðun sína með orðum sem síðar urðu fleyg, þegar hann vísaði til gjár milli þings og þjóðar: „Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.“ Og lausnin var einföld fyrir forsetanum þá: „Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það er vandséð að Ólafur Ragnar líti á eign og yfirráð yfir náttúruauðlindum sem minna mikilvægt mál en hvernig reglum um fjölmiðla er háttað. Það er sagt með fullri virðingu fyrir fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, en því hættir oft til að gera fullmikið úr eigin mikilvægi. Og miðað við orð forsetans áður er langlíklegast að hann geri einmitt það; vísi makrílfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að svo verði þarf Alþingi hins vegar fyrst að samþykkja frumvarpið. Þar er ekki á vísan að róa, deilur eru um frumvarpið í flestum ef ekki öllum flokkum. Sporin hljóta líka að hræða. Það er trauðla efst á óskalista sjávarútvegsráðherra að horfa á eftir frumvarpi sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun