Birta Hall, 4 ára, verður 5 ára 18. september. Í kvöld heldur hún með Serbíu.
1. Með hverjum heldur þú í Eurovision og af hverju? Ég hélt með Maríu Ólafsdóttur í forkeppninni en ég hélt með pabba mínum í litlu Eurovision-keppninni. En núna held ég með Serbíu í stóru keppninni. Hún er í flottum kjól og syngur vel.
2. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að fara í tívolí, Ævintýraland, til útlanda að kaupa eitthvað, hjóla, fara á ströndina og fara í sundlaug. Og auðvitað leika við vini mína.
3. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Steinasafnari, veiðari sem veiðir lax, búðarkona og lögreglukona sem setur glæpamenn í fangelsi. Ég ætla líka að dansa ballett, ég er að æfa ballett.
4. Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Fiðrildi, kisa, hundur, mýs og svanir.
5. En uppáhaldssöngkonan þín? María Ólafs af því í stóru Eurovision-keppninni var hún með gull yfir tánum og mér finnst það bara mjög flott. María sendi mér plaköt sem voru mjög flott og ég setti þau upp á vegg.
6. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Fara til Vestmannaeyja að sjá lunda af því ég hef aldrei séð lunda og mig langar svo að sjá lunda. Fara í sveitina með fjölskyldunni, líka sólbað á ströndinni og horfa á teiknimyndir.
Finnst flott að vera með gull á tánum
