Fimmtán ára handboltastjarna á Nesinu Nadine Yaghi skrifar 15. maí 2015 12:00 Yngsti leikmaður Gróttu. Lovísa Thompson er talin efnileg, tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. Vísir/Stefán „Þetta var ný og skemmtileg tilfinning sem ég hef aldrei upplifað áður. Ég var bara í sjokki eiginlega,“ segir hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson sem tryggði Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. ,,Síðustu dagar eftir leikinn hafa bara einkennst af hamingjuóskum og faðmlögum,“ segir Lovísa. ,,Það er ótrúlegasta fólk búið að vera óska mér til hamingju. Fólk sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að fylgdist með handbolta,“ segir Lovísa en hún skoraði sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru til leiksloka í leik gegn Stjörnunni síðastliðinn þriðjudag. Leiknum lauk 24:23. Þegar nítján sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn var Grótta með boltann og Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stillti upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu. Lovísa skoraði úr færinu við mikinn fögnuð Seltirninga. Lovísa er talin gríðarlega efnileg og er hún yngsti leikmaður liðsins. Tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. „Ég hef spilað handbolta í sex ár eða síðan ég var tíu ára gömul,“ segir Lovísa sem hefur alla tíð spilað með Gróttu. Lovísa segist hafa verið mikill Gróttuunnandi frá því hún var smástelpa. Grótta vann þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Ég hafði tröllatrú á því að við myndum verða Íslandsmeistarar. Það var búið að vera markmið hjá mér síðan við urðum bikarmeistarar í febrúar. Þá fattaði ég í rauninni hvað við værum góðar,“ segir Lovísa. Lovísa er að klára tíunda bekk í Valhúsaskóla og sér framtíðina bjarta fyrir sér. Hún segist ætla að halda áfram í handbolta af fullum krafti. „Markmiðið er að verða ennþá betri.“ Lovísa ætlar í menntaskóla í haust en hefur ekki ákveðið hvaða skóli verður fyrir valinu. „Ég er alveg í pæla í nokkrum skólum og finnst líklegt að ég sæki um í Verzló,“ segir Lovísa og bætir við að í framtíðinni langi hana að læra næringarfræði eða íþróttafræði. Lovísa eyðir miklum tíma í íþróttahúsi Gróttu þar sem hún æfir mikið sjálf. Auk þess er hún handboltaþjálfari og þjálfar yngri krakka. „Ég er að þjálfa stelpur í fyrsta og öðrum bekk og stráka í þriðja og fjórða bekk sem mér finnst mjög gaman,“ segir Lovísa. Lovísa fór eftir sigurleikinn, ásamt liðsfélögum sínum, á Eiðistorg þar sem stuðningsmenn tóku fagnandi á móti þeim. „Við áttum þar mjög góða stund en ég fór snemma heim eða fyrr en aðrir, því ég var svo svakalega þreytt eftir leikinn,“ segir Lovísa sem fór heim og fékk sér vel verðskuldað páskaegg. „Ég var í hálfgerðu nammibindindi fyrir leikinn og ætlaði ekki að borða neitt nammi fyrr en við yrðum Íslandsmeistarar,“ segir Lovísa og flissar. Íslenski handboltinn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta var ný og skemmtileg tilfinning sem ég hef aldrei upplifað áður. Ég var bara í sjokki eiginlega,“ segir hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson sem tryggði Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. ,,Síðustu dagar eftir leikinn hafa bara einkennst af hamingjuóskum og faðmlögum,“ segir Lovísa. ,,Það er ótrúlegasta fólk búið að vera óska mér til hamingju. Fólk sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að fylgdist með handbolta,“ segir Lovísa en hún skoraði sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru til leiksloka í leik gegn Stjörnunni síðastliðinn þriðjudag. Leiknum lauk 24:23. Þegar nítján sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn var Grótta með boltann og Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stillti upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu. Lovísa skoraði úr færinu við mikinn fögnuð Seltirninga. Lovísa er talin gríðarlega efnileg og er hún yngsti leikmaður liðsins. Tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. „Ég hef spilað handbolta í sex ár eða síðan ég var tíu ára gömul,“ segir Lovísa sem hefur alla tíð spilað með Gróttu. Lovísa segist hafa verið mikill Gróttuunnandi frá því hún var smástelpa. Grótta vann þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Ég hafði tröllatrú á því að við myndum verða Íslandsmeistarar. Það var búið að vera markmið hjá mér síðan við urðum bikarmeistarar í febrúar. Þá fattaði ég í rauninni hvað við værum góðar,“ segir Lovísa. Lovísa er að klára tíunda bekk í Valhúsaskóla og sér framtíðina bjarta fyrir sér. Hún segist ætla að halda áfram í handbolta af fullum krafti. „Markmiðið er að verða ennþá betri.“ Lovísa ætlar í menntaskóla í haust en hefur ekki ákveðið hvaða skóli verður fyrir valinu. „Ég er alveg í pæla í nokkrum skólum og finnst líklegt að ég sæki um í Verzló,“ segir Lovísa og bætir við að í framtíðinni langi hana að læra næringarfræði eða íþróttafræði. Lovísa eyðir miklum tíma í íþróttahúsi Gróttu þar sem hún æfir mikið sjálf. Auk þess er hún handboltaþjálfari og þjálfar yngri krakka. „Ég er að þjálfa stelpur í fyrsta og öðrum bekk og stráka í þriðja og fjórða bekk sem mér finnst mjög gaman,“ segir Lovísa. Lovísa fór eftir sigurleikinn, ásamt liðsfélögum sínum, á Eiðistorg þar sem stuðningsmenn tóku fagnandi á móti þeim. „Við áttum þar mjög góða stund en ég fór snemma heim eða fyrr en aðrir, því ég var svo svakalega þreytt eftir leikinn,“ segir Lovísa sem fór heim og fékk sér vel verðskuldað páskaegg. „Ég var í hálfgerðu nammibindindi fyrir leikinn og ætlaði ekki að borða neitt nammi fyrr en við yrðum Íslandsmeistarar,“ segir Lovísa og flissar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði