Ósannað hvor flaug í Vopnafjarðarslysinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. maí 2015 09:15 För eftir rafmagnslínur á væng flugvélarinnar. Myndin er úr skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa. Tryggingamiðstöðin á að greiða Ásgeiri Guðmundssyni, sem flaug á rafmagnslínu í Vopnafirði, fullar slysabætur en ekki aðeins þriðjung. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Lítilli eins hreyfils Cessna-flugvél var 2. júlí 2009 flogið á rafmagnslínu sem strengd var yfir Selá í Vopnafirði og var í 12,5 metra hæð þar sem vélin lenti á honum. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson, sem þá var stjórnarformaður Avion Aircraft Trading. Ásgeir Guðmundsson. Ásgeiri var haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga. Hann var síðar metinn með 66,5 prósent örorku og ófær um að taka upp starf sitt sem atvinnuflugmaður. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða Ásgeiri slysabætur með „vísan til þess að hann hafi sem flugmaður vélarinnar TF-GUN sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar flugvélinni hafi verið flogið á rafmagnslínu rétt yfir jörðu þannig að hún brotlenti“, eins og segir í dómi héraðsdóms. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingamálum greiddi TM þó manninum þriðjung slysabótanna áður en málið endaði í dómsal. Í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa er gengið út frá því að Ásgeir hafi verið flugmaður Cessna-vélarinnar þegar hún fórst. Í stefnu Ásgeirs segir hins vegar að það sé óupplýst hvort hann hafi stýrt flugvélinni þegar henni var flogið á rafmagnslínuna. Þótt ekki leiki vafi á því að hann hafi verið skráður flugmaður vélarinnar í þessari ferð, hafi Hafþór einnig verið flugmaður og getað stýrt vélinni úr farþegasætinu. Þar sem Ásgeir muni ekkert eftir aðdraganda slyssins og Hafþór sé látinn sé ekki hægt að fullyrða hvor hafi stýrt flugvélinni. Héraðsdómur tekur undir þetta og segir Tryggingamiðstöðina ekki hafa axlað sönnunarbyrði sína um að það hafi í reynd verið Ásgeir sem flaug vélinni. „Ekkert verður fullyrt um það hver hafi stýrt vélinni á þeirri stundu, þótt skýrar vísbendingar séu fyrir hendi um að það hafi verið stefnandi [Ásgeir], sem tilkynnt hafði um sjálfan sig sem flugmann vélarinnar,“ segir í dóminum sem jafnframt hafnar því sem Tryggingamiðstöðin hélt fram að um „stórkostlegt gáleysi“ hafi verið að ræða. Mennirnir tveir höfðu verið í heimsókn í veiðihúsi við Selá og voru að fljúga þar yfir í kveðjuskyni á leið sinni frá Vopnafjarðarflugvelli og suður þegar véli rakst á raflínuna sem hékk í tveimur staurum sem 378 metrar eru á milli. Þetta lágflug segir dómurinn hafa verið gáleysislegt og ámælisvert. „Þegar litið er til þess hvernig slysið bar að, í ljósi þess sem fyrr segir um legu raflínunnar, aðstæðna á vettvangi og atvika að öðru leyti, verður þó ekki fallist á það með stefnda [TM] að í háttsemi stefnanda [Ásgeirs] hafi, eins og á stóð, falist slíkt gáleysi að bótaréttur hans verði skertur á grundvelli laga um vátryggingasamninga vegna stórkostlegs gáleysis við stjórn flugvélar,“ segir dómurinn, sem leggur fyrir Tryggingamiðstöðina að greiða Ásgeiri með vöxtum það sem á vantar upp á tæplega 8,5 milljóna króna slysabætur. Skýrslu rannsóknarnefndar má lesa hér. Uppfært: Hæstiréttur tók málið fyrir í maí 2016 og taldi rétt að skerða bæturnar um helming. Fréttir af flugi Dómsmál Tengdar fréttir Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2. júlí 2009 17:05 TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Tryggingamiðstöðin segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. 11. maí 2015 10:20 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Tryggingamiðstöðin á að greiða Ásgeiri Guðmundssyni, sem flaug á rafmagnslínu í Vopnafirði, fullar slysabætur en ekki aðeins þriðjung. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Lítilli eins hreyfils Cessna-flugvél var 2. júlí 2009 flogið á rafmagnslínu sem strengd var yfir Selá í Vopnafirði og var í 12,5 metra hæð þar sem vélin lenti á honum. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson, sem þá var stjórnarformaður Avion Aircraft Trading. Ásgeir Guðmundsson. Ásgeiri var haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga. Hann var síðar metinn með 66,5 prósent örorku og ófær um að taka upp starf sitt sem atvinnuflugmaður. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða Ásgeiri slysabætur með „vísan til þess að hann hafi sem flugmaður vélarinnar TF-GUN sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar flugvélinni hafi verið flogið á rafmagnslínu rétt yfir jörðu þannig að hún brotlenti“, eins og segir í dómi héraðsdóms. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar í vátryggingamálum greiddi TM þó manninum þriðjung slysabótanna áður en málið endaði í dómsal. Í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa er gengið út frá því að Ásgeir hafi verið flugmaður Cessna-vélarinnar þegar hún fórst. Í stefnu Ásgeirs segir hins vegar að það sé óupplýst hvort hann hafi stýrt flugvélinni þegar henni var flogið á rafmagnslínuna. Þótt ekki leiki vafi á því að hann hafi verið skráður flugmaður vélarinnar í þessari ferð, hafi Hafþór einnig verið flugmaður og getað stýrt vélinni úr farþegasætinu. Þar sem Ásgeir muni ekkert eftir aðdraganda slyssins og Hafþór sé látinn sé ekki hægt að fullyrða hvor hafi stýrt flugvélinni. Héraðsdómur tekur undir þetta og segir Tryggingamiðstöðina ekki hafa axlað sönnunarbyrði sína um að það hafi í reynd verið Ásgeir sem flaug vélinni. „Ekkert verður fullyrt um það hver hafi stýrt vélinni á þeirri stundu, þótt skýrar vísbendingar séu fyrir hendi um að það hafi verið stefnandi [Ásgeir], sem tilkynnt hafði um sjálfan sig sem flugmann vélarinnar,“ segir í dóminum sem jafnframt hafnar því sem Tryggingamiðstöðin hélt fram að um „stórkostlegt gáleysi“ hafi verið að ræða. Mennirnir tveir höfðu verið í heimsókn í veiðihúsi við Selá og voru að fljúga þar yfir í kveðjuskyni á leið sinni frá Vopnafjarðarflugvelli og suður þegar véli rakst á raflínuna sem hékk í tveimur staurum sem 378 metrar eru á milli. Þetta lágflug segir dómurinn hafa verið gáleysislegt og ámælisvert. „Þegar litið er til þess hvernig slysið bar að, í ljósi þess sem fyrr segir um legu raflínunnar, aðstæðna á vettvangi og atvika að öðru leyti, verður þó ekki fallist á það með stefnda [TM] að í háttsemi stefnanda [Ásgeirs] hafi, eins og á stóð, falist slíkt gáleysi að bótaréttur hans verði skertur á grundvelli laga um vátryggingasamninga vegna stórkostlegs gáleysis við stjórn flugvélar,“ segir dómurinn, sem leggur fyrir Tryggingamiðstöðina að greiða Ásgeiri með vöxtum það sem á vantar upp á tæplega 8,5 milljóna króna slysabætur. Skýrslu rannsóknarnefndar má lesa hér. Uppfært: Hæstiréttur tók málið fyrir í maí 2016 og taldi rétt að skerða bæturnar um helming.
Fréttir af flugi Dómsmál Tengdar fréttir Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2. júlí 2009 17:05 TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Tryggingamiðstöðin segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. 11. maí 2015 10:20 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Lítil flugvél brotlenti við Vopnafjörð Lítil flugvél brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði nú síðdegis. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar eru á staðnum og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu. 2. júlí 2009 17:05
TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Tryggingamiðstöðin segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. 11. maí 2015 10:20