Um Suðurnesjalínu 2 Margrét Guðnadóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 Íbúar og landeigendur á Vatnsleysuströnd hafa árum saman barist gegn því að Landsnet hf. leggi um sveitarfélagið okkar, sem nú heitir Sveitarfélagið Vogar (Sv. Vogar) 17,5 km langt og allt að 30 metra hátt loftlínubákn þ.e. þann part af Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hf. ætlar að leggja milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Bæjarstjórn Sv. Voga samþykkti fyrir mörgum árum, í sátt við íbúana og að marg yfirlýstum vilja meirihluta þeirra, að allar nýjar raflínur skyldu lagðar í jörð. Gildandi aðalskipulagi Sv. Voga kveður því á um að nýjar raflínur verði jarðstrengir. Þetta ætlar Landsnet ekki að gera, þó að það geti ekki lengur skotið sér á bak við sinn ýkta verðmun á jarðstrengjum og loftlínum sem forsvarsmenn fyrirtækisins notuðu óspart við undirbúning verksins. Þær ýkjur komst Landsnet hf. upp með, án þess að leggja fyrir eftirlitsaðila reiknaðan samanburð á þessum kostnaðarmun. Verkið er ekki hafið, en Landsnet hf. situr við sinn keip og ætlar eftir sem áður að reisa loftlínubáknið eins og til stóð fyrir 10 árum, og valda þar með eins miklum umhverfisskaða og mögulegt er. Í fyrsta áfanga verksins ætlar Landsnet hf. að reisa yfir 50 möstur á þessum 17,5 km sem liggja um Sv. Voga. Síðan eiga jafnmörg möstur að rísa í 2. áfanga þegar „gamla línan“, sem er reyndar aðeins 24 ára, verður lögð niður og reist annað loftlínubákn jafnstórt hinu fyrra. Þetta tvöfalda loftlínubákn á að reisa rétt ofan við Reykjanesbrautina. Það á að verða fyrsta sýn ferðamanna sem flykkjast hingað fljúgandi til að skoða ósnortna íslenska náttúru og hafa haft gaman af að byrja þá skoðun á sérkennilegu útsýni af Reykjanesbrautinni á leiðinni til Reykjavíkur. Úreltar framkvæmdir Framkvæmdir Landsnets hf. eiga að byrja með því að lagður verður vegur, áætlaður 27-89 metra langur og 6 metra breiður, að hverju masturstæði svo hægt sé að flytja efnið í mastrið þangað sem það á að rísa. Næst þarf að grafa eða sprengja margra metra djúpar holur og hella í þær steypu í undirstöður undir mastrið, svo að það fjúki ekki burt. Í fyrsta áfanga ætlar Landsnet hf. að reisa 8 slík möstur í landi Hvassahrauns, sem er næsti bær við Hafnarfjarðarlandið, og 10 möstur í Vatnsleysulandinu, sem er næsti bær sunnan við Hvassahraun. Þar er reyndar eitt fallegasta byggingaland fyrir mannabústaði sunnan við Hafnarfjarðarmörkin. Í suðurenda sveitarfélagsins, í Vogum, hefur byggð stækkað ört á seinni árum og fólki fjölgað. Þar þóknast Landsneti hf. að ákveða að línustæði fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli liggja yfir vatnsverndarsvæði, sem búið er að ákveða að nota undir nýtt vatnsból fyrir þennan fjölmennasta hluta Sveitarfélagsins Voga. Í seinni tíð hefur fólk þar oft lent í vandræðum með mengað vatn úr núverandi vatnsbólum sem nauðsynlega þarf að endurnýja. Á milli þessara tveggja enda Sveitarfélagsins Voga liggur Strandarheiðin, grösug og gróin. Hún er mjög fallegt útivistarsvæði hér í miðju þéttbýlinu við Faxaflóann. Á Vatnsleysuströnd hefur verið mannabyggð síðan á landnámsöld. Í heiðinni er mikið af mannvistarleyfum frá liðnum öldum. Þar eru gamlar fjárborgir, seljatóftir, kolagrafir og göngustígar liðinna kynslóða að ógleymdum gjám og gljúfrum, hverum, gígum og móbergsfjöllum með Keili í broddi fylkingar. Af Keili er glæsilegt útsýni sem skömm er að eyðileggja með tveimur óþarfa loftlínum sem auðvelt væri, og ekkert dýrara að leggja í jörð meðfram Reykjanesbrautinni. Þar sem svo vill til að hálfur Keilir er í landi undirritaðrar neita ég að taka þátt í að úreltar framkvæmdir Landsnets hf. verði eina útsýnið af því ágæta fjalli í framtíðinni. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Íbúar og landeigendur á Vatnsleysuströnd hafa árum saman barist gegn því að Landsnet hf. leggi um sveitarfélagið okkar, sem nú heitir Sveitarfélagið Vogar (Sv. Vogar) 17,5 km langt og allt að 30 metra hátt loftlínubákn þ.e. þann part af Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hf. ætlar að leggja milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Bæjarstjórn Sv. Voga samþykkti fyrir mörgum árum, í sátt við íbúana og að marg yfirlýstum vilja meirihluta þeirra, að allar nýjar raflínur skyldu lagðar í jörð. Gildandi aðalskipulagi Sv. Voga kveður því á um að nýjar raflínur verði jarðstrengir. Þetta ætlar Landsnet ekki að gera, þó að það geti ekki lengur skotið sér á bak við sinn ýkta verðmun á jarðstrengjum og loftlínum sem forsvarsmenn fyrirtækisins notuðu óspart við undirbúning verksins. Þær ýkjur komst Landsnet hf. upp með, án þess að leggja fyrir eftirlitsaðila reiknaðan samanburð á þessum kostnaðarmun. Verkið er ekki hafið, en Landsnet hf. situr við sinn keip og ætlar eftir sem áður að reisa loftlínubáknið eins og til stóð fyrir 10 árum, og valda þar með eins miklum umhverfisskaða og mögulegt er. Í fyrsta áfanga verksins ætlar Landsnet hf. að reisa yfir 50 möstur á þessum 17,5 km sem liggja um Sv. Voga. Síðan eiga jafnmörg möstur að rísa í 2. áfanga þegar „gamla línan“, sem er reyndar aðeins 24 ára, verður lögð niður og reist annað loftlínubákn jafnstórt hinu fyrra. Þetta tvöfalda loftlínubákn á að reisa rétt ofan við Reykjanesbrautina. Það á að verða fyrsta sýn ferðamanna sem flykkjast hingað fljúgandi til að skoða ósnortna íslenska náttúru og hafa haft gaman af að byrja þá skoðun á sérkennilegu útsýni af Reykjanesbrautinni á leiðinni til Reykjavíkur. Úreltar framkvæmdir Framkvæmdir Landsnets hf. eiga að byrja með því að lagður verður vegur, áætlaður 27-89 metra langur og 6 metra breiður, að hverju masturstæði svo hægt sé að flytja efnið í mastrið þangað sem það á að rísa. Næst þarf að grafa eða sprengja margra metra djúpar holur og hella í þær steypu í undirstöður undir mastrið, svo að það fjúki ekki burt. Í fyrsta áfanga ætlar Landsnet hf. að reisa 8 slík möstur í landi Hvassahrauns, sem er næsti bær við Hafnarfjarðarlandið, og 10 möstur í Vatnsleysulandinu, sem er næsti bær sunnan við Hvassahraun. Þar er reyndar eitt fallegasta byggingaland fyrir mannabústaði sunnan við Hafnarfjarðarmörkin. Í suðurenda sveitarfélagsins, í Vogum, hefur byggð stækkað ört á seinni árum og fólki fjölgað. Þar þóknast Landsneti hf. að ákveða að línustæði fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli liggja yfir vatnsverndarsvæði, sem búið er að ákveða að nota undir nýtt vatnsból fyrir þennan fjölmennasta hluta Sveitarfélagsins Voga. Í seinni tíð hefur fólk þar oft lent í vandræðum með mengað vatn úr núverandi vatnsbólum sem nauðsynlega þarf að endurnýja. Á milli þessara tveggja enda Sveitarfélagsins Voga liggur Strandarheiðin, grösug og gróin. Hún er mjög fallegt útivistarsvæði hér í miðju þéttbýlinu við Faxaflóann. Á Vatnsleysuströnd hefur verið mannabyggð síðan á landnámsöld. Í heiðinni er mikið af mannvistarleyfum frá liðnum öldum. Þar eru gamlar fjárborgir, seljatóftir, kolagrafir og göngustígar liðinna kynslóða að ógleymdum gjám og gljúfrum, hverum, gígum og móbergsfjöllum með Keili í broddi fylkingar. Af Keili er glæsilegt útsýni sem skömm er að eyðileggja með tveimur óþarfa loftlínum sem auðvelt væri, og ekkert dýrara að leggja í jörð meðfram Reykjanesbrautinni. Þar sem svo vill til að hálfur Keilir er í landi undirritaðrar neita ég að taka þátt í að úreltar framkvæmdir Landsnets hf. verði eina útsýnið af því ágæta fjalli í framtíðinni. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun