Um Suðurnesjalínu 2 Margrét Guðnadóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 Íbúar og landeigendur á Vatnsleysuströnd hafa árum saman barist gegn því að Landsnet hf. leggi um sveitarfélagið okkar, sem nú heitir Sveitarfélagið Vogar (Sv. Vogar) 17,5 km langt og allt að 30 metra hátt loftlínubákn þ.e. þann part af Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hf. ætlar að leggja milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Bæjarstjórn Sv. Voga samþykkti fyrir mörgum árum, í sátt við íbúana og að marg yfirlýstum vilja meirihluta þeirra, að allar nýjar raflínur skyldu lagðar í jörð. Gildandi aðalskipulagi Sv. Voga kveður því á um að nýjar raflínur verði jarðstrengir. Þetta ætlar Landsnet ekki að gera, þó að það geti ekki lengur skotið sér á bak við sinn ýkta verðmun á jarðstrengjum og loftlínum sem forsvarsmenn fyrirtækisins notuðu óspart við undirbúning verksins. Þær ýkjur komst Landsnet hf. upp með, án þess að leggja fyrir eftirlitsaðila reiknaðan samanburð á þessum kostnaðarmun. Verkið er ekki hafið, en Landsnet hf. situr við sinn keip og ætlar eftir sem áður að reisa loftlínubáknið eins og til stóð fyrir 10 árum, og valda þar með eins miklum umhverfisskaða og mögulegt er. Í fyrsta áfanga verksins ætlar Landsnet hf. að reisa yfir 50 möstur á þessum 17,5 km sem liggja um Sv. Voga. Síðan eiga jafnmörg möstur að rísa í 2. áfanga þegar „gamla línan“, sem er reyndar aðeins 24 ára, verður lögð niður og reist annað loftlínubákn jafnstórt hinu fyrra. Þetta tvöfalda loftlínubákn á að reisa rétt ofan við Reykjanesbrautina. Það á að verða fyrsta sýn ferðamanna sem flykkjast hingað fljúgandi til að skoða ósnortna íslenska náttúru og hafa haft gaman af að byrja þá skoðun á sérkennilegu útsýni af Reykjanesbrautinni á leiðinni til Reykjavíkur. Úreltar framkvæmdir Framkvæmdir Landsnets hf. eiga að byrja með því að lagður verður vegur, áætlaður 27-89 metra langur og 6 metra breiður, að hverju masturstæði svo hægt sé að flytja efnið í mastrið þangað sem það á að rísa. Næst þarf að grafa eða sprengja margra metra djúpar holur og hella í þær steypu í undirstöður undir mastrið, svo að það fjúki ekki burt. Í fyrsta áfanga ætlar Landsnet hf. að reisa 8 slík möstur í landi Hvassahrauns, sem er næsti bær við Hafnarfjarðarlandið, og 10 möstur í Vatnsleysulandinu, sem er næsti bær sunnan við Hvassahraun. Þar er reyndar eitt fallegasta byggingaland fyrir mannabústaði sunnan við Hafnarfjarðarmörkin. Í suðurenda sveitarfélagsins, í Vogum, hefur byggð stækkað ört á seinni árum og fólki fjölgað. Þar þóknast Landsneti hf. að ákveða að línustæði fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli liggja yfir vatnsverndarsvæði, sem búið er að ákveða að nota undir nýtt vatnsból fyrir þennan fjölmennasta hluta Sveitarfélagsins Voga. Í seinni tíð hefur fólk þar oft lent í vandræðum með mengað vatn úr núverandi vatnsbólum sem nauðsynlega þarf að endurnýja. Á milli þessara tveggja enda Sveitarfélagsins Voga liggur Strandarheiðin, grösug og gróin. Hún er mjög fallegt útivistarsvæði hér í miðju þéttbýlinu við Faxaflóann. Á Vatnsleysuströnd hefur verið mannabyggð síðan á landnámsöld. Í heiðinni er mikið af mannvistarleyfum frá liðnum öldum. Þar eru gamlar fjárborgir, seljatóftir, kolagrafir og göngustígar liðinna kynslóða að ógleymdum gjám og gljúfrum, hverum, gígum og móbergsfjöllum með Keili í broddi fylkingar. Af Keili er glæsilegt útsýni sem skömm er að eyðileggja með tveimur óþarfa loftlínum sem auðvelt væri, og ekkert dýrara að leggja í jörð meðfram Reykjanesbrautinni. Þar sem svo vill til að hálfur Keilir er í landi undirritaðrar neita ég að taka þátt í að úreltar framkvæmdir Landsnets hf. verði eina útsýnið af því ágæta fjalli í framtíðinni. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Íbúar og landeigendur á Vatnsleysuströnd hafa árum saman barist gegn því að Landsnet hf. leggi um sveitarfélagið okkar, sem nú heitir Sveitarfélagið Vogar (Sv. Vogar) 17,5 km langt og allt að 30 metra hátt loftlínubákn þ.e. þann part af Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hf. ætlar að leggja milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Bæjarstjórn Sv. Voga samþykkti fyrir mörgum árum, í sátt við íbúana og að marg yfirlýstum vilja meirihluta þeirra, að allar nýjar raflínur skyldu lagðar í jörð. Gildandi aðalskipulagi Sv. Voga kveður því á um að nýjar raflínur verði jarðstrengir. Þetta ætlar Landsnet ekki að gera, þó að það geti ekki lengur skotið sér á bak við sinn ýkta verðmun á jarðstrengjum og loftlínum sem forsvarsmenn fyrirtækisins notuðu óspart við undirbúning verksins. Þær ýkjur komst Landsnet hf. upp með, án þess að leggja fyrir eftirlitsaðila reiknaðan samanburð á þessum kostnaðarmun. Verkið er ekki hafið, en Landsnet hf. situr við sinn keip og ætlar eftir sem áður að reisa loftlínubáknið eins og til stóð fyrir 10 árum, og valda þar með eins miklum umhverfisskaða og mögulegt er. Í fyrsta áfanga verksins ætlar Landsnet hf. að reisa yfir 50 möstur á þessum 17,5 km sem liggja um Sv. Voga. Síðan eiga jafnmörg möstur að rísa í 2. áfanga þegar „gamla línan“, sem er reyndar aðeins 24 ára, verður lögð niður og reist annað loftlínubákn jafnstórt hinu fyrra. Þetta tvöfalda loftlínubákn á að reisa rétt ofan við Reykjanesbrautina. Það á að verða fyrsta sýn ferðamanna sem flykkjast hingað fljúgandi til að skoða ósnortna íslenska náttúru og hafa haft gaman af að byrja þá skoðun á sérkennilegu útsýni af Reykjanesbrautinni á leiðinni til Reykjavíkur. Úreltar framkvæmdir Framkvæmdir Landsnets hf. eiga að byrja með því að lagður verður vegur, áætlaður 27-89 metra langur og 6 metra breiður, að hverju masturstæði svo hægt sé að flytja efnið í mastrið þangað sem það á að rísa. Næst þarf að grafa eða sprengja margra metra djúpar holur og hella í þær steypu í undirstöður undir mastrið, svo að það fjúki ekki burt. Í fyrsta áfanga ætlar Landsnet hf. að reisa 8 slík möstur í landi Hvassahrauns, sem er næsti bær við Hafnarfjarðarlandið, og 10 möstur í Vatnsleysulandinu, sem er næsti bær sunnan við Hvassahraun. Þar er reyndar eitt fallegasta byggingaland fyrir mannabústaði sunnan við Hafnarfjarðarmörkin. Í suðurenda sveitarfélagsins, í Vogum, hefur byggð stækkað ört á seinni árum og fólki fjölgað. Þar þóknast Landsneti hf. að ákveða að línustæði fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli liggja yfir vatnsverndarsvæði, sem búið er að ákveða að nota undir nýtt vatnsból fyrir þennan fjölmennasta hluta Sveitarfélagsins Voga. Í seinni tíð hefur fólk þar oft lent í vandræðum með mengað vatn úr núverandi vatnsbólum sem nauðsynlega þarf að endurnýja. Á milli þessara tveggja enda Sveitarfélagsins Voga liggur Strandarheiðin, grösug og gróin. Hún er mjög fallegt útivistarsvæði hér í miðju þéttbýlinu við Faxaflóann. Á Vatnsleysuströnd hefur verið mannabyggð síðan á landnámsöld. Í heiðinni er mikið af mannvistarleyfum frá liðnum öldum. Þar eru gamlar fjárborgir, seljatóftir, kolagrafir og göngustígar liðinna kynslóða að ógleymdum gjám og gljúfrum, hverum, gígum og móbergsfjöllum með Keili í broddi fylkingar. Af Keili er glæsilegt útsýni sem skömm er að eyðileggja með tveimur óþarfa loftlínum sem auðvelt væri, og ekkert dýrara að leggja í jörð meðfram Reykjanesbrautinni. Þar sem svo vill til að hálfur Keilir er í landi undirritaðrar neita ég að taka þátt í að úreltar framkvæmdir Landsnets hf. verði eina útsýnið af því ágæta fjalli í framtíðinni. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun