Hefst titilbaráttan á KR-velli? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2015 08:00 Óskar Örn Hauksson fer líklega beint í byrjunarlið KR gegn FH en hann er nýkominn heim eftir vetrardvöl hjá FC Edmonton. fréttablaðið/daníel Tímabilið í Pepsi-deild karla fór af stað með fjórum leikjum í gær en augu margra beinast að viðureign KR og FH í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Liðunum var spáð efstu tveimur sætunum í Pepsi-deild karla í Fréttablaðinu, sem og víðar, en flestir sparkspekingar landsins eru sammála um að FH standi uppi sem Íslandsmeistarar í haust, enda er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og uppalinn KR-ingur, með ógnarsterkan leikmannahóp í höndunum. KR mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi með sinn gamla fyrirliða, Bjarna Guðjónsson, fremstan í flokki. Félagið hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum, rétt eins og FH, en liðið þurfti tíma til að slípa sig saman á undirbúningstímabilinu. Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, hefur þó ekki áhyggjur af því að lærisveinar Bjarna mæti ekki tilbúnir til leiks í kvöld. „Það hefur verið stígandi í liði KR og leikurinn gegn Stjörnunni [í Meistarakeppni KSÍ] var ekki alslæmur þrátt fyrir 1-0 tap,“ segir Hjörvar.Einn verður ósáttur Líkleg byrjunarlið liðanna má sjá hér til hliðar en Hjörvar útilokar ekki að Þorsteinn Már Ragnarsson verði í byrjunarliði KR í kvöld. „Það er spurning hvort Þorsteinn eða Sören [Fredriksen] byrji. Gary Martin, markahæsti leikmaður síðustu leiktíðar, gæti svo annaðhvort spilað í stöðu framherja eða á hægri kantinum.“ Hvað sem verður segir Hjörvar að Bjarni þurfi að taka erfiða ákvörðun. „Hann þarf að velja á milli Sörens, Gary, Þorsteins og Óskars [Arnar Haukssonar] um þessar þrjár stöður og það er ljóst að einn þeirra verður ekki sáttur.“ Það má búast við því að FH stilli upp öflugu sóknarliði að venju en Hjörvar hefur þó ekki áhyggjur af varnarleik Vesturbæjarliðsins. „KR endurheimti Skúla Jón Friðgeirsson en þar fer einn allra öflugasti miðvörður Pepsi-deildarinnar.“Spilar FH með tvo sóknarmenn? „Stóra spurningin um FH er hvort Heimir haldi sér við hið fræga 4-3-3 kerfi FH-inga sem liðið hefur spilað undanfarin ár eða haldi sér við 4-4-2 eins og liðið hefur gert á undirbúningstímabilinu,“ segir Hjörvar, sem segir að það muni mikið mæða á Böðvari Böðvarssyni, bakverði FH-inga. „Böðvar er að leysa hinn meidda Sam Tillen af hólmi og það er spurning hvort Bjarni freistist til að hafa Gary á hægri kantinum til að keyra á bakvörðinn unga.“FH-ingum virðist þó líka vel að mæta KR á útivelli snemma móts. Í fyrra áttust liðin við í 3. umferð, þá reyndar á gervigrasinu í Laugardal, þar sem áðurnefndur Böðvar lagði upp sigurmark FH sem Kristján Gauti Emilsson skoraði. Þessi lið áttust svo við í fyrstu umferðinni á Íslandsmótinu 2004 og svo aftur 2006. Í bæði skiptin á KR-vellinum og í bæði skipti hafði FH betur og stóð svo uppi sem Íslandsmeistari um haustið. Atli Viðar Björnsson skoraði í báðum leikjum en hann verður líklega á varamannabekk FH í kvöld. „Það lið sem skorar fyrst mun vinna þennan leik,“ segir Hjörvar. „Ég á ekki von á markamiklum leik enda verður leikið við nokkuð erfiðar aðstæður. Gæði knattspyrnunnar gætu liðið nokkuð fyrir það.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrir leik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. 2. maí 2015 10:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Tímabilið í Pepsi-deild karla fór af stað með fjórum leikjum í gær en augu margra beinast að viðureign KR og FH í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Liðunum var spáð efstu tveimur sætunum í Pepsi-deild karla í Fréttablaðinu, sem og víðar, en flestir sparkspekingar landsins eru sammála um að FH standi uppi sem Íslandsmeistarar í haust, enda er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og uppalinn KR-ingur, með ógnarsterkan leikmannahóp í höndunum. KR mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi með sinn gamla fyrirliða, Bjarna Guðjónsson, fremstan í flokki. Félagið hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum, rétt eins og FH, en liðið þurfti tíma til að slípa sig saman á undirbúningstímabilinu. Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, hefur þó ekki áhyggjur af því að lærisveinar Bjarna mæti ekki tilbúnir til leiks í kvöld. „Það hefur verið stígandi í liði KR og leikurinn gegn Stjörnunni [í Meistarakeppni KSÍ] var ekki alslæmur þrátt fyrir 1-0 tap,“ segir Hjörvar.Einn verður ósáttur Líkleg byrjunarlið liðanna má sjá hér til hliðar en Hjörvar útilokar ekki að Þorsteinn Már Ragnarsson verði í byrjunarliði KR í kvöld. „Það er spurning hvort Þorsteinn eða Sören [Fredriksen] byrji. Gary Martin, markahæsti leikmaður síðustu leiktíðar, gæti svo annaðhvort spilað í stöðu framherja eða á hægri kantinum.“ Hvað sem verður segir Hjörvar að Bjarni þurfi að taka erfiða ákvörðun. „Hann þarf að velja á milli Sörens, Gary, Þorsteins og Óskars [Arnar Haukssonar] um þessar þrjár stöður og það er ljóst að einn þeirra verður ekki sáttur.“ Það má búast við því að FH stilli upp öflugu sóknarliði að venju en Hjörvar hefur þó ekki áhyggjur af varnarleik Vesturbæjarliðsins. „KR endurheimti Skúla Jón Friðgeirsson en þar fer einn allra öflugasti miðvörður Pepsi-deildarinnar.“Spilar FH með tvo sóknarmenn? „Stóra spurningin um FH er hvort Heimir haldi sér við hið fræga 4-3-3 kerfi FH-inga sem liðið hefur spilað undanfarin ár eða haldi sér við 4-4-2 eins og liðið hefur gert á undirbúningstímabilinu,“ segir Hjörvar, sem segir að það muni mikið mæða á Böðvari Böðvarssyni, bakverði FH-inga. „Böðvar er að leysa hinn meidda Sam Tillen af hólmi og það er spurning hvort Bjarni freistist til að hafa Gary á hægri kantinum til að keyra á bakvörðinn unga.“FH-ingum virðist þó líka vel að mæta KR á útivelli snemma móts. Í fyrra áttust liðin við í 3. umferð, þá reyndar á gervigrasinu í Laugardal, þar sem áðurnefndur Böðvar lagði upp sigurmark FH sem Kristján Gauti Emilsson skoraði. Þessi lið áttust svo við í fyrstu umferðinni á Íslandsmótinu 2004 og svo aftur 2006. Í bæði skiptin á KR-vellinum og í bæði skipti hafði FH betur og stóð svo uppi sem Íslandsmeistari um haustið. Atli Viðar Björnsson skoraði í báðum leikjum en hann verður líklega á varamannabekk FH í kvöld. „Það lið sem skorar fyrst mun vinna þennan leik,“ segir Hjörvar. „Ég á ekki von á markamiklum leik enda verður leikið við nokkuð erfiðar aðstæður. Gæði knattspyrnunnar gætu liðið nokkuð fyrir það.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrir leik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. 2. maí 2015 10:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00
Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. 2. maí 2015 10:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00