Á hundrað kaktusa en segist ekki vera með græna fingur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2015 10:00 Hér sést glitta í nokkra af kaktusum Þórðar. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Þórður Magnússon á myndarlegt safn af kaktusum og er áhugamaður um þessa tilteknu tegund pottaplantna. „Ég hef verið alveg forfallinn kaktusaáhugamaður frá því ég var 19 til 20 ára gamall, þá kom ég mér upp ansi góðu safni og var með góða aðstöðu, stóran suðurglugga,“ segir hann en á þeim tíma átti hann rúmlega þrjúhundruð stykki en gaf þá til Garðyrkjuskólans í Hveragerði þegar hann flutti utan í nám. Það liggur í eðli safna að við þau er sífellt hægt að bæta og þegar Þórður er spurður að því hverjar uppáhaldskaktusategundir hans séu svarar hann hlæjandi að þær séu að sjálfsögðu þær sem hann eigi ekki. Kaktusar eru meðal þeirra pottaplantna sem krefjast hvað minnstrar umhirðu og því segir Þórður áhugamál sitt ekki sérlega tímafrekt. „Þetta er ekki áhugamál sem tekur neinn rosalegan tíma, þetta er ekkert eins og að eiga hund eða eitthvað,“ segir hann hress. Kaktusarnir krefjast þó að sjálfsögðu umhirðu upp að einhverju marki, þá þarf að vökva og þeim þarf að umpotta. „Á sumrin þarf maður að vökva þá svona tvisvar í viku og svo þarf maður að taka svona einn heilan vinnudag á ári í að umpotta.“Kaktusarnir sóma sér vel margir saman í hóp og hér má sjá hluta af kaktusum Þórðar, sem eru um hundrað talsins.Vísir/ErnirÞeir sem gert hafa tilraun til þess að umpotta kaktusum vita að það getur verið áhættusamt verk enda óþægilegt að stinga sig á kaktusanálum. „Aðaltrikkið er að vera með dagblöð sem þú vefur utan um kaktusinn, nærð góðu taki á honum og svo losar maður hann úr pottinum,“ segir Þórður. Önnur algeng mistök í kaktusarækt samkvæmt Þórði eru að færast of mikið í fang við umpottun þeirra og planta þeim í of stóra potta. „Það hættulegasta sem þú gerir við kaktusa er að setja þá í of stóran pott. Þannig að maður þarf að gæta þess að setja þá í örlítið stærri pott í hvert sinn sem maður umpottar þeim.“ Þrátt fyrir að takast að halda rúmlega hundrað kaktusum á lífi vill Þórður ekki meina að hann sé sérlega lunkinn við ræktun. „Ég er ekki einu sinni með græna fingur held ég, ég hef bara gaman af þessu en ég hef ekkert sérstakt „touch“ á þessu.“ Garðyrkja Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Þórður Magnússon á myndarlegt safn af kaktusum og er áhugamaður um þessa tilteknu tegund pottaplantna. „Ég hef verið alveg forfallinn kaktusaáhugamaður frá því ég var 19 til 20 ára gamall, þá kom ég mér upp ansi góðu safni og var með góða aðstöðu, stóran suðurglugga,“ segir hann en á þeim tíma átti hann rúmlega þrjúhundruð stykki en gaf þá til Garðyrkjuskólans í Hveragerði þegar hann flutti utan í nám. Það liggur í eðli safna að við þau er sífellt hægt að bæta og þegar Þórður er spurður að því hverjar uppáhaldskaktusategundir hans séu svarar hann hlæjandi að þær séu að sjálfsögðu þær sem hann eigi ekki. Kaktusar eru meðal þeirra pottaplantna sem krefjast hvað minnstrar umhirðu og því segir Þórður áhugamál sitt ekki sérlega tímafrekt. „Þetta er ekki áhugamál sem tekur neinn rosalegan tíma, þetta er ekkert eins og að eiga hund eða eitthvað,“ segir hann hress. Kaktusarnir krefjast þó að sjálfsögðu umhirðu upp að einhverju marki, þá þarf að vökva og þeim þarf að umpotta. „Á sumrin þarf maður að vökva þá svona tvisvar í viku og svo þarf maður að taka svona einn heilan vinnudag á ári í að umpotta.“Kaktusarnir sóma sér vel margir saman í hóp og hér má sjá hluta af kaktusum Þórðar, sem eru um hundrað talsins.Vísir/ErnirÞeir sem gert hafa tilraun til þess að umpotta kaktusum vita að það getur verið áhættusamt verk enda óþægilegt að stinga sig á kaktusanálum. „Aðaltrikkið er að vera með dagblöð sem þú vefur utan um kaktusinn, nærð góðu taki á honum og svo losar maður hann úr pottinum,“ segir Þórður. Önnur algeng mistök í kaktusarækt samkvæmt Þórði eru að færast of mikið í fang við umpottun þeirra og planta þeim í of stóra potta. „Það hættulegasta sem þú gerir við kaktusa er að setja þá í of stóran pott. Þannig að maður þarf að gæta þess að setja þá í örlítið stærri pott í hvert sinn sem maður umpottar þeim.“ Þrátt fyrir að takast að halda rúmlega hundrað kaktusum á lífi vill Þórður ekki meina að hann sé sérlega lunkinn við ræktun. „Ég er ekki einu sinni með græna fingur held ég, ég hef bara gaman af þessu en ég hef ekkert sérstakt „touch“ á þessu.“
Garðyrkja Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira