Hildur getur kvatt sem meistari í Hólminum í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hildur Sigurðardóttir getur kvatt sem meistari. vísir/Ernir Snæfell getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í kvöld annað árið í röð, en liðið tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi og er 2-0 yfir í lokaúrslitunum. Aðeins einu sinni í 22 ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur lið komið til baka eftir að lenda 2-0 undir og unnið, 3-2.* Það var árið 2002 þegar KR lagði ÍS í oddaleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Tveir leikmenn Snæfells; Alda Leif Jónsdóttir og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir, hvor í sínu liðinu. Alda þurfti að játa sig sigraða en Hildur skoraði þrettán stig í oddaleiknum og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð með KR. „Ég man ekki svona langt aftur. Ég er ekkert að spá í þetta,“ segir Hildur hlæjandi við Fréttablaðið. Þessi magnaði leikstjórnandi bætti þriðja Íslandsmeistaratitlinum í sarpinn með KR 2010 og þeim fjórða með Snæfelli í fyrra. Hún og stöllur hennar í Snæfellsliðinu ætla sér að verja titilinn.Ekki búið „Við erum vel stemmdar fyrir þetta verkefni á morgun [í kvöld],“ segir Hildur. „Við tókum fína æfingum og ætlum svo að hittast í kvöld [gærkvöld] og borða saman. Gera eitthvað skemmtilegt.“ Snæfell vann fyrsta leikinn í Hólminum með einu stigi og leik tvö með níu stigum á föstudagskvöldið. „Við erum ánægðar með þessa tvo sigra en þetta er ekkert búið þó við séum 2-0 yfir. Við erum búnar að fara yfir það sem þarf að laga sem er varnarleikurinn. Þær eru að skora of mikið á okkur,“ segir Hildur, en í báðum leikjunum náði Snæfell miklu forskoti. „Fyrsti leikurinn hér heima var mjög sveiflukenndur eins og leikur tvö. Við náðum miklu forskoti en misstum það niður. Við verðum bara að halda áfram þó þær komi með áhlaup. Við getum ekki ætlað að svara með tíu stigum í hverri sókn. Við verðum að halda yfirvegun,“ segir Hildur.Skórnir á hilluna Hildur hefur verið lengi að og unnið marga titla, en nú fara skórnir að öllum líkindum á hilluna frægu. „Ég reikna með því að þetta verði síðustu leikirnir mínir. Ég er búin að hugsa þetta mikið en þó líkaminn sé í ágætisstandi og mér gangi vel er kominn tími á að gera eitthvað annað,“ segir Hildur. Lyfti hún Íslandsbikarnum annað árið í röð sem fyrirliði Snæfells verður það því líklega kveðjustund hjá henni sem leikmaður. Stór stund fyrir hana og íslenskan kvennakörfubolta. „Það er allavega stefnan, en ég hef svo sem aldrei tekið mér meira en vikupásu þannig ég veit ekkert hvernig ég verð án körfuboltans. Mér finnst þetta komið gott. Þetta er búinn að vera langur tími og ég hef unnið mikið af titlum. Þetta er bara ljómandi tími til að leggja skóna á hilluna,“ segir Hildur Sigurðardóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Í beinni: Liverpool - Tottenham | Gestirnir með forskot Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan: Við erum að vaða á liðin Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Leik lokið: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Sjá meira
Snæfell getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í kvöld annað árið í röð, en liðið tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi og er 2-0 yfir í lokaúrslitunum. Aðeins einu sinni í 22 ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur lið komið til baka eftir að lenda 2-0 undir og unnið, 3-2.* Það var árið 2002 þegar KR lagði ÍS í oddaleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Tveir leikmenn Snæfells; Alda Leif Jónsdóttir og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir, hvor í sínu liðinu. Alda þurfti að játa sig sigraða en Hildur skoraði þrettán stig í oddaleiknum og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð með KR. „Ég man ekki svona langt aftur. Ég er ekkert að spá í þetta,“ segir Hildur hlæjandi við Fréttablaðið. Þessi magnaði leikstjórnandi bætti þriðja Íslandsmeistaratitlinum í sarpinn með KR 2010 og þeim fjórða með Snæfelli í fyrra. Hún og stöllur hennar í Snæfellsliðinu ætla sér að verja titilinn.Ekki búið „Við erum vel stemmdar fyrir þetta verkefni á morgun [í kvöld],“ segir Hildur. „Við tókum fína æfingum og ætlum svo að hittast í kvöld [gærkvöld] og borða saman. Gera eitthvað skemmtilegt.“ Snæfell vann fyrsta leikinn í Hólminum með einu stigi og leik tvö með níu stigum á föstudagskvöldið. „Við erum ánægðar með þessa tvo sigra en þetta er ekkert búið þó við séum 2-0 yfir. Við erum búnar að fara yfir það sem þarf að laga sem er varnarleikurinn. Þær eru að skora of mikið á okkur,“ segir Hildur, en í báðum leikjunum náði Snæfell miklu forskoti. „Fyrsti leikurinn hér heima var mjög sveiflukenndur eins og leikur tvö. Við náðum miklu forskoti en misstum það niður. Við verðum bara að halda áfram þó þær komi með áhlaup. Við getum ekki ætlað að svara með tíu stigum í hverri sókn. Við verðum að halda yfirvegun,“ segir Hildur.Skórnir á hilluna Hildur hefur verið lengi að og unnið marga titla, en nú fara skórnir að öllum líkindum á hilluna frægu. „Ég reikna með því að þetta verði síðustu leikirnir mínir. Ég er búin að hugsa þetta mikið en þó líkaminn sé í ágætisstandi og mér gangi vel er kominn tími á að gera eitthvað annað,“ segir Hildur. Lyfti hún Íslandsbikarnum annað árið í röð sem fyrirliði Snæfells verður það því líklega kveðjustund hjá henni sem leikmaður. Stór stund fyrir hana og íslenskan kvennakörfubolta. „Það er allavega stefnan, en ég hef svo sem aldrei tekið mér meira en vikupásu þannig ég veit ekkert hvernig ég verð án körfuboltans. Mér finnst þetta komið gott. Þetta er búinn að vera langur tími og ég hef unnið mikið af titlum. Þetta er bara ljómandi tími til að leggja skóna á hilluna,“ segir Hildur Sigurðardóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Í beinni: Liverpool - Tottenham | Gestirnir með forskot Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan: Við erum að vaða á liðin Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Leik lokið: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Sjá meira