Prófa fyrir sér með vinnslu á birkisafa Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Safanum safnað. Benjamín hefur komið fyrir áaftöppunarbúnaði á 41 tré í Vaglaskógi. Mynd/Pétur Halldórsson Tekið er að bruma í Vaglaskógi og sætur birkisafinn er því farinn að fljóta. Starfsstöð Skógræktar ríkisins á Akureyri í samstarfi við fyrirtækið Foss Distillery safnar nú birkisafa úr birkitrjám í Vaglaskógi til að nýta í ýmis þróunarverkefni. Verkefnið hefur staðið yfir síðan í fyrravor en í Vaglaskógi hefur verið komið upp aftöppunarbúnaði á 41 tré. Birkisafann má nýta í ýmislegt, en Foss Distillery, nýtir hann til að blanda birkilíkjör. Þá er safinn, sem inniheldur 1 til 2 prósent sykur, tilvalinn í sírópsgerð, ísgerð og bakstur.Sjá einnig: Bændur bora eftir birkisafa Benjamín Örn Davíðsson, aðstoðarskógarvörður í Vaglaskógi, var við aftöppun á trjánum í fyrradag en þá söfnuðust um 30 lítrar. „Það er á þessum árstíma þegar trén eru að vakna úr dvala og draga í sig vatn úr jörðinni sem best er að safna birkisafanum,“ segir Benjamín.Hægt er að nýta safann í bakstur, sýróps- og líkkjöragerð og fleira.Mynd/Pétur Halldórsson„Það er auðvitað algengt um heim allan að sækja vökva í hlyn og birki en þetta er alveg nýtt hér á Íslandi. Þetta opnar augu manns fyrir ýmsum möguleikum,“ segir Benjamín sem segir að safann mætti nýta vel ef fundinn er fyrir hann góður markaður. Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distillery, hefur um nokkurt skeið unnið þróunarvinnu með birkisafa. „Búið er til síróp úr safanum sem við nýtum síðan í líkjöra sem við köllum Björk og Birki. Salan á þeim gengur afar vel og ferðamenn hafa mikinn áhuga á þessu. það er líka mikil nýlunda að nota þetta í kokteilagerð,“ segir Jakob. Benjamín segir að hver sem er geti í raun safnað birkisafa en vanda þarf til verka við að safna honum. Tréð sem safnað er úr þarf að vera stórt og hraustlegt með góða krónu. Þá þarf að bora litla holu og koma fyrir slöngu til að safna safanum. Þegar vatnsupptaka á sér stað í trénu ætti vökvinn að seytla inn í slönguna. Passa verður að nota ekki sama tré mörg sumur í röð. „Ég var sjálfur að prófa að sjóða síróp,“ segir Benjamín, en hægt er að sjóða safann í um þrjá tíma til að úr verði ljúffengt síróp. Vonast er til að safamagnið aukist til muna þegar trén taka að springa út. Þá er engin reynsla komin á hvenær skal hefja safatöku og hvaða tré skuli velja en ekki virðist vera hægt að áætla hvaða þættir hafi áhrif á safamagnið sem hvert tré framleiðir daglega. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Tekið er að bruma í Vaglaskógi og sætur birkisafinn er því farinn að fljóta. Starfsstöð Skógræktar ríkisins á Akureyri í samstarfi við fyrirtækið Foss Distillery safnar nú birkisafa úr birkitrjám í Vaglaskógi til að nýta í ýmis þróunarverkefni. Verkefnið hefur staðið yfir síðan í fyrravor en í Vaglaskógi hefur verið komið upp aftöppunarbúnaði á 41 tré. Birkisafann má nýta í ýmislegt, en Foss Distillery, nýtir hann til að blanda birkilíkjör. Þá er safinn, sem inniheldur 1 til 2 prósent sykur, tilvalinn í sírópsgerð, ísgerð og bakstur.Sjá einnig: Bændur bora eftir birkisafa Benjamín Örn Davíðsson, aðstoðarskógarvörður í Vaglaskógi, var við aftöppun á trjánum í fyrradag en þá söfnuðust um 30 lítrar. „Það er á þessum árstíma þegar trén eru að vakna úr dvala og draga í sig vatn úr jörðinni sem best er að safna birkisafanum,“ segir Benjamín.Hægt er að nýta safann í bakstur, sýróps- og líkkjöragerð og fleira.Mynd/Pétur Halldórsson„Það er auðvitað algengt um heim allan að sækja vökva í hlyn og birki en þetta er alveg nýtt hér á Íslandi. Þetta opnar augu manns fyrir ýmsum möguleikum,“ segir Benjamín sem segir að safann mætti nýta vel ef fundinn er fyrir hann góður markaður. Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distillery, hefur um nokkurt skeið unnið þróunarvinnu með birkisafa. „Búið er til síróp úr safanum sem við nýtum síðan í líkjöra sem við köllum Björk og Birki. Salan á þeim gengur afar vel og ferðamenn hafa mikinn áhuga á þessu. það er líka mikil nýlunda að nota þetta í kokteilagerð,“ segir Jakob. Benjamín segir að hver sem er geti í raun safnað birkisafa en vanda þarf til verka við að safna honum. Tréð sem safnað er úr þarf að vera stórt og hraustlegt með góða krónu. Þá þarf að bora litla holu og koma fyrir slöngu til að safna safanum. Þegar vatnsupptaka á sér stað í trénu ætti vökvinn að seytla inn í slönguna. Passa verður að nota ekki sama tré mörg sumur í röð. „Ég var sjálfur að prófa að sjóða síróp,“ segir Benjamín, en hægt er að sjóða safann í um þrjá tíma til að úr verði ljúffengt síróp. Vonast er til að safamagnið aukist til muna þegar trén taka að springa út. Þá er engin reynsla komin á hvenær skal hefja safatöku og hvaða tré skuli velja en ekki virðist vera hægt að áætla hvaða þættir hafi áhrif á safamagnið sem hvert tré framleiðir daglega.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira