Sautján pottaplöntur og eldhús með útsýni yfir Esjuna Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2015 16:45 Uppáhaldsstaðurinn er rúmgott og bjart eldhúsið. Vísir/Stefán Tónlistarmaðurinn Gunnar Tynes er áhugamaður um matseld og pottaplöntur. Hann býr ásamt meðleigjanda sínum í bjartri íbúð á Skúlagötu sem er full af pottaplöntum og spennandi eldhústólum. Það er hátt til lofts á heimilinu enda er íbúðin á efstu hæð fjölbýlishúss. Eldhúsið og stofan eru samtengd og rúmgott rými þar sem stórir eldhúsgluggarnir vísa í átt að Esjunni. Sautján pottaplöntur dreifa úr sér í íbúðinni enda hefur Gunni gaman af plöntum en segist einu sinni hafa verið mikill plöntubani. Það hefur þó greinilega breyst til hins betra því plönturnar eru allar við hestaheilsu.Plöntuna fékk Gunni frá vini sínum.„Mér finnst þetta stundum vera eins og þegar fólk fær sér tattú, mér finnst aldrei vera nóg. Mig langar alltaf í meira og meira af plöntum,“ segir Gunni glaður í bragði. Tónlist ómar úr plötuspilara um íbúðina þegar hann tekur til við að sýna okkur nokkrar af uppáhaldshlutunum sínum. Stórir gluggarnir hleypa birtu inn í rúmgott eldhúsið. Við eldhúsvaskinn er útsýni yfir Esjuna og á eldhúsbekknum standa nokkrar af fjölmörgum plöntum heimilisins. Eldhúsið Eldhúsið er uppáhaldsstaður Gunna. „Það er svo gaman að elda og svo er svo gott útsýni,“ segir hann og bætir við: „Það er æðislegt að koma fram á morgnana og sjá Esjuna.“PlantanPlöntuna fékk Gunni frá vini sínum og þá var hún talsvert minni í sniðum. „Svo allt í einu þremur árum seinna óx upp sproti og það kom rautt blóm. Þegar það opnaði sig fékk ég símtal frá honum og þá hafði hann eignast barn. Alveg klikkað.“ Logsuðutækið Logsuðutækið keypti hann fyrir rúmu hálfu ári og notar það talsvert. „Þetta er mjög sniðugt, ég held að það höfði svolítið til mín með matargerðina hvað það er mikið af trikkum. Hvernig er best að gera eitt eða annað,“ segir hann brosandi.Góður hnífur er nauðsynlegur í eldhúsinu.Hnífurinn Gunni á mikið af alls kyns eldhústækjum og tólum enda hefur hann gaman af því að elda og í eldhúsinu er góður hnífur nauðsynlegur. „Ég trúi ekki á að maður þurfi að eiga sjö hnífa eða eitthvað. Einn góðan stóran og einn góðan lítinn. Og búið.“Gunni heldur hér á myndinni eftir Söru Riel.Mynd eftir Söru Riel Listaverk eftir myndlistarkonuna Söru Riel er eitt af því sem er í uppáhaldi. „Þetta er mynd sem Sara Riel málaði fyrir síðustu útgáfu hjá hljómsveitinni Múm og gaf mér síðan í jólagjöf. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunni. Myndin prýðir plötuna Smilewound sem kom út árið 2013.Gluggarnir í eldhúsinu á Skúlagötunni eru stórir og útsýnið stórgott. Gunni stefnir á að sá fyrir kryddjurtum og hengja þær upp í stóra gluggann en birtan skapar kjörskilyrði til ræktunar. Garðyrkja Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gunnar Tynes er áhugamaður um matseld og pottaplöntur. Hann býr ásamt meðleigjanda sínum í bjartri íbúð á Skúlagötu sem er full af pottaplöntum og spennandi eldhústólum. Það er hátt til lofts á heimilinu enda er íbúðin á efstu hæð fjölbýlishúss. Eldhúsið og stofan eru samtengd og rúmgott rými þar sem stórir eldhúsgluggarnir vísa í átt að Esjunni. Sautján pottaplöntur dreifa úr sér í íbúðinni enda hefur Gunni gaman af plöntum en segist einu sinni hafa verið mikill plöntubani. Það hefur þó greinilega breyst til hins betra því plönturnar eru allar við hestaheilsu.Plöntuna fékk Gunni frá vini sínum.„Mér finnst þetta stundum vera eins og þegar fólk fær sér tattú, mér finnst aldrei vera nóg. Mig langar alltaf í meira og meira af plöntum,“ segir Gunni glaður í bragði. Tónlist ómar úr plötuspilara um íbúðina þegar hann tekur til við að sýna okkur nokkrar af uppáhaldshlutunum sínum. Stórir gluggarnir hleypa birtu inn í rúmgott eldhúsið. Við eldhúsvaskinn er útsýni yfir Esjuna og á eldhúsbekknum standa nokkrar af fjölmörgum plöntum heimilisins. Eldhúsið Eldhúsið er uppáhaldsstaður Gunna. „Það er svo gaman að elda og svo er svo gott útsýni,“ segir hann og bætir við: „Það er æðislegt að koma fram á morgnana og sjá Esjuna.“PlantanPlöntuna fékk Gunni frá vini sínum og þá var hún talsvert minni í sniðum. „Svo allt í einu þremur árum seinna óx upp sproti og það kom rautt blóm. Þegar það opnaði sig fékk ég símtal frá honum og þá hafði hann eignast barn. Alveg klikkað.“ Logsuðutækið Logsuðutækið keypti hann fyrir rúmu hálfu ári og notar það talsvert. „Þetta er mjög sniðugt, ég held að það höfði svolítið til mín með matargerðina hvað það er mikið af trikkum. Hvernig er best að gera eitt eða annað,“ segir hann brosandi.Góður hnífur er nauðsynlegur í eldhúsinu.Hnífurinn Gunni á mikið af alls kyns eldhústækjum og tólum enda hefur hann gaman af því að elda og í eldhúsinu er góður hnífur nauðsynlegur. „Ég trúi ekki á að maður þurfi að eiga sjö hnífa eða eitthvað. Einn góðan stóran og einn góðan lítinn. Og búið.“Gunni heldur hér á myndinni eftir Söru Riel.Mynd eftir Söru Riel Listaverk eftir myndlistarkonuna Söru Riel er eitt af því sem er í uppáhaldi. „Þetta er mynd sem Sara Riel málaði fyrir síðustu útgáfu hjá hljómsveitinni Múm og gaf mér síðan í jólagjöf. Ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunni. Myndin prýðir plötuna Smilewound sem kom út árið 2013.Gluggarnir í eldhúsinu á Skúlagötunni eru stórir og útsýnið stórgott. Gunni stefnir á að sá fyrir kryddjurtum og hengja þær upp í stóra gluggann en birtan skapar kjörskilyrði til ræktunar.
Garðyrkja Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira