Ein af hundrað áhrifamestu konunum Rikka skrifar 24. apríl 2015 10:45 Þorbjörg og starfið, ástríðan, vinnufélagarnir og börnin Vísir/Einkasafn Þorbjörg Ingveldardóttir er fædd og uppalin í miðbæ Reykjavíkur hjá einstæðri og útivinnandi fjögurra barna móður. Foreldrar hennar skildu þegar hún var ung að árum og missti hún þá að mestu niður samskiptin við föður sinn sem áttu þó síðar eftir að glæðast um stund eftir að hún varð sjálf foreldri. „Faðir minn var bryti á Suðurlandinu sem sökk í Atlantshafi á jólanótt 1986. Þarna var ég tuttugu og fimm ára gömul með tvö ung börn og bjó í Danmörku. Þetta var mikið áfall fyrir mig þrátt fyrir að samskiptin hefðu verið af skornum skammti stóran hluta af mínu lífi. Ég sakna þess þó sárt að hafa ekki fengið tækifæri til að kynnast honum betur,“ segir Þorbjörg. Til Vestfjarða á okkar kona ættir að rekja, nánar tiltekið til Sæbóls í Aðalvík sem nú er komið í eyði. Hún sækir reglulega á slóðir forfeðranna til þess að fylla sig af andagift og góðri orku. „Þetta er mjög sérstakur staður í mínum huga og sæki ég þaðan mikinn innblástur í kyrrðina, fegurðina og ekki síður í sagnir móður minnar af oft og tíðum viðburðaríkum uppvaxtarárum hennar.“Móðir Þorbjargar átti og rak til langs tíma hárgreiðslustofuna Ingu á Skólavörðustíg og fleiri stöðum. „Ég fyllist stolti og virðingu þegar ég horfi til baka yfir liðna tíð á móður mína sem bar þennan búskap á höndum sér og okkur systkinin sem aldrei fundum fyrir skorti á nokkrum hlut.“ Þorbjörg breytti nýlega eftirnafni sínu úr Hafsteinsdóttir í Ingveldardóttir en að eigin sögn endurspeglar breytingin virðingu fyrir Ingveldi, móður hennar, og upprunanum. „Það er stór ákvörðun að breyta eftirnafni en þetta gerði ég til þess að upphefja móður mína en hún er mín stærsta og sterkasta fyrirmynd.“Vísir/ErnirÁ undan sinni samtíð Þorbjörg hefur búið í Danmörku í þrjátíu og fimm ár en hennar fyrstu kynni af landinu fékk hún ung að árum. „Þegar ég var fjögurra ára var ég svo lánsöm að fá að vera sumarlangt hjá móðursystur minni á Norður-Sjálandi. Eftir það bjó ég reglulega hjá henni á sumrin en flutti svo alfarið til Kaupmannahafnar átján ára gömul þar sem ég kláraði stúdentsprófið. Að því loknu lagði ég svo land undir fót og ferðaðist um heiminn.“ Í ferðalaginu kviknaði áhugi Þorbjargar á lífsorkunni og ólíkum menningarheimum. „Ég ferðaðist um Marokkó í nokkra mánuði og varð heilluð af krydd- og jurtamörkuðum. Þar lærði ég mikið um hvernig má nota krydd og jurtir til lækninga en þetta var algjörlega nýr heimur fyrir mér,“ segir Þorbjörg. Eftir að Þorbjörg og þáverandi maðurinn hennar sneru heim til Danmerkur eignuðust þau elstu dóttur sína, Ástu Leu, og fljótlega varð Þorbjörg ólétt að miðjudótturinni, Idu Björk. Á svipuðum tíma bauðst þeim einstakt tækifæri sem lífsins ómögulegt var að hafna fyrir fólk sem þyrsti í frekari fróðleik um framandi slóðir. „Föður stelpnanna bauðst starf sem kennari í Alsír og með góðar minningar frá Marokkó var ekki erfitt að þiggja boðið. Við enduðum á því að flytja út með stelpurnar litlar og bjuggum þar í tvö ár. Meðfram því að vera í fæðingarorlofi hélt ég áfram að fræðast um villtar jurtir og lækningamátt þeirra.“ Þorbjörg tók ævintýrið með sér heim og opnaði litla verslun og tehús í hjarta Kaupmannahafnar þar sem hún seldi einungis lífrænar vörur. „Ég hugsa að ég hafi verið langt á undan minni samtíð, fólk áttaði sig ekki á hver munurinn væri á lífrænum vörum og þeim ólífrænu.“ Segja mætti að á þessu tímabili hafi Þorbjörg á vissan hátt endurskapað líf móður sinnar þar sem vinnan var mikil og börnin ung. „Það kom að því tímabili að við Jörgen áttuðum okkur á því að fjölskyldan þyrfti að breyta sínum högum, vera meira saman og komast út úr streituríku umhverfi. Við stækkuðum við okkur og fluttum út á land þar sem við fundum ró í hjarta okkar. Eftir reynslu mína úr búðinni óx ástríða mín fyrir því að tengja saman heilsu og næringu enn frekar og þarna var ljóst hvert leið mín lá.“ Eftir að fjölskyldan kom sér vel fyrir skráði Þorbjörg sig í hjúkrunarfræði og kláraði námið með hæstu einkunn. „Ég valdi hjúkrunarfræðina til þess að hafa sem bestan grunn fyrir næringarþerapíuna sem ég fór í strax að loknu námi. Ég lauk því námi þremur árum síðar og hef unnið við mína ástríðu síðan þá.“VísirStöðuhækkandi heilsa Þorbjörg hefur verið ötull talsmaður heilsu og næringar. Hún hefur skrifað fjöldann allan af bókum og pistlum þess efnis ásamt því að halda námskeið og fyrirlestra víða um heim. „Ég lít á mig sem kennara með það að markmiði að efla vitund um góða heilsu og mataræði og hjálpa fólki á rétta braut.“ Sem viðbót við hjúkrunarfræðina og næringarþerapíuna þá er Þorbjörg markþjálfi að mennt og er um þessar mundir að bæta við sig í hugrænni atferlismeðferð í Háskólanum auk þess sem hún er nýbyrjuð í jógakennaranámi. Það er því nokkuð ljóst að Þorbjörg er uppfull af lífsorku og fagurri framtíðarsýn sem kemur þeim sem sækja sér innblástur í hennar fræði að góðum notum. Nýlega var Þorbjörg valin ein af hundrað áhrifamestu konum í heilsugeiranum í heiminum af hinni virtu heilsuvefsíðu Mind Body Green auk þess sem hún var valin „icon“ ársins hjá vefsíðunni World Wise Beauty. „Þetta er mikill heiður og ég er mjög stolt af þessu en í grunninn er ég bara að vinna mína vinnu sem svo vel vill til að ég hef djúpa ástríðu fyrir. En það er dásamlegt að fá viðurkenningu fyrir því að fólk kunni að meta mín störf,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg er einnig þekkt bæði hér á landi og í Danmörku fyrir vaska framkomu í sjónvarpinu en þar úti stjórnaði hún þættinum „Bótox eða brokkólí“ þar sem hún fékk tækifæri til þess að sanna hvernig túlkun og nálgun hennar á heilsusamlegu líferni skilar frábærum árangri.Þorbjörg HafsteinsdóttirHér heima var hún svo hluti af Heilsugenginu með þeim Völu Matt og Sollu Eiríks en þar fengum við Íslendingar nasaþef af því flotta starfi sem hún stendur fyrir. Þessa dagana eru svo sýndir á Vísi örþættir sem unnir eru upp úr bókum Þorbjargar en þar sýnir hún á einfaldan máta hvernig má stöðuhækka heilsuna. „Heilsa er lífsstíll og þarf ekki að vera flókið mál. Í þessum örþáttum er ég með stuttar og hnitmiðaðar ráðleggingar sem allir ættu að geta tileinkað sér,“ segir þessi orkumikla kona að lokum áður en hún rýkur út á fund með næsta skjólstæðingi sem hefur tekið skrefið með Þorbjörgu í áttina að betri heilsu. Heilsa Tengdar fréttir Ljomandi með Þorbjörgu - Glúten Glútenofnæmi (celiac disease) er sjúkdómur sem framkallar ofnæmisviðbrögð í líkamanum og getur smám saman valdið eyðingu í meltingafærum sé glútens neytt en getur gengið tilbaka sé því hætt. 16. apríl 2015 11:00 Ljómandi með Þorbjörgu - Fita Ljómandi með Þorbjörgu eru nýir örþættir á Heilsuvísi þar sem fjallað verður um heilsuna og hvernig þú getur bætt hana með einföldum og góðum ráðum úr fórum Þorbjargar eða Tobbu. Í fyrsta þættinum fræðir hún okkur um lífsnauðsynlega fitu og hvernig við getum nýtt hana til þess að halda okkur í góðu formi og til þess að halda uppi jafnri orku allan daginn. 9. apríl 2015 13:45 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Þorbjörg Ingveldardóttir er fædd og uppalin í miðbæ Reykjavíkur hjá einstæðri og útivinnandi fjögurra barna móður. Foreldrar hennar skildu þegar hún var ung að árum og missti hún þá að mestu niður samskiptin við föður sinn sem áttu þó síðar eftir að glæðast um stund eftir að hún varð sjálf foreldri. „Faðir minn var bryti á Suðurlandinu sem sökk í Atlantshafi á jólanótt 1986. Þarna var ég tuttugu og fimm ára gömul með tvö ung börn og bjó í Danmörku. Þetta var mikið áfall fyrir mig þrátt fyrir að samskiptin hefðu verið af skornum skammti stóran hluta af mínu lífi. Ég sakna þess þó sárt að hafa ekki fengið tækifæri til að kynnast honum betur,“ segir Þorbjörg. Til Vestfjarða á okkar kona ættir að rekja, nánar tiltekið til Sæbóls í Aðalvík sem nú er komið í eyði. Hún sækir reglulega á slóðir forfeðranna til þess að fylla sig af andagift og góðri orku. „Þetta er mjög sérstakur staður í mínum huga og sæki ég þaðan mikinn innblástur í kyrrðina, fegurðina og ekki síður í sagnir móður minnar af oft og tíðum viðburðaríkum uppvaxtarárum hennar.“Móðir Þorbjargar átti og rak til langs tíma hárgreiðslustofuna Ingu á Skólavörðustíg og fleiri stöðum. „Ég fyllist stolti og virðingu þegar ég horfi til baka yfir liðna tíð á móður mína sem bar þennan búskap á höndum sér og okkur systkinin sem aldrei fundum fyrir skorti á nokkrum hlut.“ Þorbjörg breytti nýlega eftirnafni sínu úr Hafsteinsdóttir í Ingveldardóttir en að eigin sögn endurspeglar breytingin virðingu fyrir Ingveldi, móður hennar, og upprunanum. „Það er stór ákvörðun að breyta eftirnafni en þetta gerði ég til þess að upphefja móður mína en hún er mín stærsta og sterkasta fyrirmynd.“Vísir/ErnirÁ undan sinni samtíð Þorbjörg hefur búið í Danmörku í þrjátíu og fimm ár en hennar fyrstu kynni af landinu fékk hún ung að árum. „Þegar ég var fjögurra ára var ég svo lánsöm að fá að vera sumarlangt hjá móðursystur minni á Norður-Sjálandi. Eftir það bjó ég reglulega hjá henni á sumrin en flutti svo alfarið til Kaupmannahafnar átján ára gömul þar sem ég kláraði stúdentsprófið. Að því loknu lagði ég svo land undir fót og ferðaðist um heiminn.“ Í ferðalaginu kviknaði áhugi Þorbjargar á lífsorkunni og ólíkum menningarheimum. „Ég ferðaðist um Marokkó í nokkra mánuði og varð heilluð af krydd- og jurtamörkuðum. Þar lærði ég mikið um hvernig má nota krydd og jurtir til lækninga en þetta var algjörlega nýr heimur fyrir mér,“ segir Þorbjörg. Eftir að Þorbjörg og þáverandi maðurinn hennar sneru heim til Danmerkur eignuðust þau elstu dóttur sína, Ástu Leu, og fljótlega varð Þorbjörg ólétt að miðjudótturinni, Idu Björk. Á svipuðum tíma bauðst þeim einstakt tækifæri sem lífsins ómögulegt var að hafna fyrir fólk sem þyrsti í frekari fróðleik um framandi slóðir. „Föður stelpnanna bauðst starf sem kennari í Alsír og með góðar minningar frá Marokkó var ekki erfitt að þiggja boðið. Við enduðum á því að flytja út með stelpurnar litlar og bjuggum þar í tvö ár. Meðfram því að vera í fæðingarorlofi hélt ég áfram að fræðast um villtar jurtir og lækningamátt þeirra.“ Þorbjörg tók ævintýrið með sér heim og opnaði litla verslun og tehús í hjarta Kaupmannahafnar þar sem hún seldi einungis lífrænar vörur. „Ég hugsa að ég hafi verið langt á undan minni samtíð, fólk áttaði sig ekki á hver munurinn væri á lífrænum vörum og þeim ólífrænu.“ Segja mætti að á þessu tímabili hafi Þorbjörg á vissan hátt endurskapað líf móður sinnar þar sem vinnan var mikil og börnin ung. „Það kom að því tímabili að við Jörgen áttuðum okkur á því að fjölskyldan þyrfti að breyta sínum högum, vera meira saman og komast út úr streituríku umhverfi. Við stækkuðum við okkur og fluttum út á land þar sem við fundum ró í hjarta okkar. Eftir reynslu mína úr búðinni óx ástríða mín fyrir því að tengja saman heilsu og næringu enn frekar og þarna var ljóst hvert leið mín lá.“ Eftir að fjölskyldan kom sér vel fyrir skráði Þorbjörg sig í hjúkrunarfræði og kláraði námið með hæstu einkunn. „Ég valdi hjúkrunarfræðina til þess að hafa sem bestan grunn fyrir næringarþerapíuna sem ég fór í strax að loknu námi. Ég lauk því námi þremur árum síðar og hef unnið við mína ástríðu síðan þá.“VísirStöðuhækkandi heilsa Þorbjörg hefur verið ötull talsmaður heilsu og næringar. Hún hefur skrifað fjöldann allan af bókum og pistlum þess efnis ásamt því að halda námskeið og fyrirlestra víða um heim. „Ég lít á mig sem kennara með það að markmiði að efla vitund um góða heilsu og mataræði og hjálpa fólki á rétta braut.“ Sem viðbót við hjúkrunarfræðina og næringarþerapíuna þá er Þorbjörg markþjálfi að mennt og er um þessar mundir að bæta við sig í hugrænni atferlismeðferð í Háskólanum auk þess sem hún er nýbyrjuð í jógakennaranámi. Það er því nokkuð ljóst að Þorbjörg er uppfull af lífsorku og fagurri framtíðarsýn sem kemur þeim sem sækja sér innblástur í hennar fræði að góðum notum. Nýlega var Þorbjörg valin ein af hundrað áhrifamestu konum í heilsugeiranum í heiminum af hinni virtu heilsuvefsíðu Mind Body Green auk þess sem hún var valin „icon“ ársins hjá vefsíðunni World Wise Beauty. „Þetta er mikill heiður og ég er mjög stolt af þessu en í grunninn er ég bara að vinna mína vinnu sem svo vel vill til að ég hef djúpa ástríðu fyrir. En það er dásamlegt að fá viðurkenningu fyrir því að fólk kunni að meta mín störf,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg er einnig þekkt bæði hér á landi og í Danmörku fyrir vaska framkomu í sjónvarpinu en þar úti stjórnaði hún þættinum „Bótox eða brokkólí“ þar sem hún fékk tækifæri til þess að sanna hvernig túlkun og nálgun hennar á heilsusamlegu líferni skilar frábærum árangri.Þorbjörg HafsteinsdóttirHér heima var hún svo hluti af Heilsugenginu með þeim Völu Matt og Sollu Eiríks en þar fengum við Íslendingar nasaþef af því flotta starfi sem hún stendur fyrir. Þessa dagana eru svo sýndir á Vísi örþættir sem unnir eru upp úr bókum Þorbjargar en þar sýnir hún á einfaldan máta hvernig má stöðuhækka heilsuna. „Heilsa er lífsstíll og þarf ekki að vera flókið mál. Í þessum örþáttum er ég með stuttar og hnitmiðaðar ráðleggingar sem allir ættu að geta tileinkað sér,“ segir þessi orkumikla kona að lokum áður en hún rýkur út á fund með næsta skjólstæðingi sem hefur tekið skrefið með Þorbjörgu í áttina að betri heilsu.
Heilsa Tengdar fréttir Ljomandi með Þorbjörgu - Glúten Glútenofnæmi (celiac disease) er sjúkdómur sem framkallar ofnæmisviðbrögð í líkamanum og getur smám saman valdið eyðingu í meltingafærum sé glútens neytt en getur gengið tilbaka sé því hætt. 16. apríl 2015 11:00 Ljómandi með Þorbjörgu - Fita Ljómandi með Þorbjörgu eru nýir örþættir á Heilsuvísi þar sem fjallað verður um heilsuna og hvernig þú getur bætt hana með einföldum og góðum ráðum úr fórum Þorbjargar eða Tobbu. Í fyrsta þættinum fræðir hún okkur um lífsnauðsynlega fitu og hvernig við getum nýtt hana til þess að halda okkur í góðu formi og til þess að halda uppi jafnri orku allan daginn. 9. apríl 2015 13:45 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Ljomandi með Þorbjörgu - Glúten Glútenofnæmi (celiac disease) er sjúkdómur sem framkallar ofnæmisviðbrögð í líkamanum og getur smám saman valdið eyðingu í meltingafærum sé glútens neytt en getur gengið tilbaka sé því hætt. 16. apríl 2015 11:00
Ljómandi með Þorbjörgu - Fita Ljómandi með Þorbjörgu eru nýir örþættir á Heilsuvísi þar sem fjallað verður um heilsuna og hvernig þú getur bætt hana með einföldum og góðum ráðum úr fórum Þorbjargar eða Tobbu. Í fyrsta þættinum fræðir hún okkur um lífsnauðsynlega fitu og hvernig við getum nýtt hana til þess að halda okkur í góðu formi og til þess að halda uppi jafnri orku allan daginn. 9. apríl 2015 13:45