Andrea Sif: Þetta er mikill sigur fyrir okkur alla Tómas þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2015 06:30 Atjarnan rauf einokun Gerplu og varð Íslandsmeistari. Andrea Sif er fyrir miðri mynd. Mynd/Stjarnan „Það var mjög erfitt að bíða eftir einkunninni, en rosalega gaman þegar úrslitin voru ljós,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem varð Íslandsmeistari í hópfimleikum á föstudagskvöldið. Með sigrinum rauf Stjarnan níu ára sigurgöngu hins ótrúlega liðs Gerplu, en þær þurftu að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Stjarnan fékk 17,300 stig á trampólíní, 21,716 stig fyrir gólfæfingar og 17,500 stig fyrir stökk, en Gerpla þurfti að ná 17,384 stigum á stökki til að vinna titilinn tíunda árið í röð.Okkar tími kominn „Við vissum ekkert hvernig þeim gekk því við horfðum ekki á þær. Þær hefðu getað gert þetta alveg sjúklega vel og unnið, en líklega vorum við með hærra erfiðleikastig,“ segir Andrea Sif. Fyrirliðinn segir Stjörnuna hafa búið til nýtt lið eftir Evrópumótið í haust og stefnt á sigur á Íslandsmótinu. „ Við erum búnar að æfa saman frá því október. Við æfum fjórum sinnum í viku og þrjá tíma í senn,“ segir Andrea, en stelpurnar hafa beðið mislengi eftir titlinum stóra. „Það er ein í liðinu okkar sem er búin að bíða verulega lengi. Flester erum við búnar að vera í þessu í 2-3 ár og margar byrjuðu bara í haust. Þetta er því mikill sigur fyrir okkur allar.“ Samkeppnin er mikil á milli Stjörnunnar og Gerplu og nú loks náðu stúlkurnar úr Garðabænum að hafa betur gegn Íslandsmeisturum síðustu níu ára. „Það hefur alltaf verið smá spenna á milli liðanna, en aðallega á mótum. Við vorum flestar saman í landsliðinu, bæði unglinga og kvenna, og þá standa allir saman en á mótum er rígur,“ segir Andrea Sif sem vonast til að Gerpla þurfi nú að horfa upp á Stjörnuna fagna nokkrum titlum. „Ég held að okkar tími sé kominn,“ segir hún ánægð. „Aldursmunurinn er frekar jafn í liðunum líka. Gerplustelpurnar hafa alltaf verið eldri en nú er þetta jafnara.“Góður vetur í Garðabæ Fyrirliðinn og stelpurnar í Stjörnuliðinu fögnuðu sigrinum á lokahófi fimleikadeildarinnar í gær þar sem var mikil gleði enda árangur tímabilsins í vetur góður. „Þar voru öll Stjörnuliðin saman sem hafa öll staðið sig svo vel. Unglingaliðið náði öllum titlunum og blandaða liðið vann fyrsta mótið og dansinn í gær,“ segir Andrea Sif og heldur áfram að telja upp áfrek vetrarins: „Við urðum Íslands- og deildarmeistarar og unnum svo dýnu og trampólín í keppni á einstökum áhöldum á laugardaginn. Þetta er búið að vera mjög góður vetur hjá Stjörnunni.“ Nú fá Stjörnustelpur smá frí áður en æfingar hefjast á ný. „Við stefnum á Norðurlandamótið í nóvember. Það er langt í það en það tekur langan tíma að æfa nýja hluti,“ segir Andrea Sif. Fimleikar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Sjá meira
„Það var mjög erfitt að bíða eftir einkunninni, en rosalega gaman þegar úrslitin voru ljós,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem varð Íslandsmeistari í hópfimleikum á föstudagskvöldið. Með sigrinum rauf Stjarnan níu ára sigurgöngu hins ótrúlega liðs Gerplu, en þær þurftu að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Stjarnan fékk 17,300 stig á trampólíní, 21,716 stig fyrir gólfæfingar og 17,500 stig fyrir stökk, en Gerpla þurfti að ná 17,384 stigum á stökki til að vinna titilinn tíunda árið í röð.Okkar tími kominn „Við vissum ekkert hvernig þeim gekk því við horfðum ekki á þær. Þær hefðu getað gert þetta alveg sjúklega vel og unnið, en líklega vorum við með hærra erfiðleikastig,“ segir Andrea Sif. Fyrirliðinn segir Stjörnuna hafa búið til nýtt lið eftir Evrópumótið í haust og stefnt á sigur á Íslandsmótinu. „ Við erum búnar að æfa saman frá því október. Við æfum fjórum sinnum í viku og þrjá tíma í senn,“ segir Andrea, en stelpurnar hafa beðið mislengi eftir titlinum stóra. „Það er ein í liðinu okkar sem er búin að bíða verulega lengi. Flester erum við búnar að vera í þessu í 2-3 ár og margar byrjuðu bara í haust. Þetta er því mikill sigur fyrir okkur allar.“ Samkeppnin er mikil á milli Stjörnunnar og Gerplu og nú loks náðu stúlkurnar úr Garðabænum að hafa betur gegn Íslandsmeisturum síðustu níu ára. „Það hefur alltaf verið smá spenna á milli liðanna, en aðallega á mótum. Við vorum flestar saman í landsliðinu, bæði unglinga og kvenna, og þá standa allir saman en á mótum er rígur,“ segir Andrea Sif sem vonast til að Gerpla þurfi nú að horfa upp á Stjörnuna fagna nokkrum titlum. „Ég held að okkar tími sé kominn,“ segir hún ánægð. „Aldursmunurinn er frekar jafn í liðunum líka. Gerplustelpurnar hafa alltaf verið eldri en nú er þetta jafnara.“Góður vetur í Garðabæ Fyrirliðinn og stelpurnar í Stjörnuliðinu fögnuðu sigrinum á lokahófi fimleikadeildarinnar í gær þar sem var mikil gleði enda árangur tímabilsins í vetur góður. „Þar voru öll Stjörnuliðin saman sem hafa öll staðið sig svo vel. Unglingaliðið náði öllum titlunum og blandaða liðið vann fyrsta mótið og dansinn í gær,“ segir Andrea Sif og heldur áfram að telja upp áfrek vetrarins: „Við urðum Íslands- og deildarmeistarar og unnum svo dýnu og trampólín í keppni á einstökum áhöldum á laugardaginn. Þetta er búið að vera mjög góður vetur hjá Stjörnunni.“ Nú fá Stjörnustelpur smá frí áður en æfingar hefjast á ný. „Við stefnum á Norðurlandamótið í nóvember. Það er langt í það en það tekur langan tíma að æfa nýja hluti,“ segir Andrea Sif.
Fimleikar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Sjá meira