Andrea Sif: Þetta er mikill sigur fyrir okkur alla Tómas þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2015 06:30 Atjarnan rauf einokun Gerplu og varð Íslandsmeistari. Andrea Sif er fyrir miðri mynd. Mynd/Stjarnan „Það var mjög erfitt að bíða eftir einkunninni, en rosalega gaman þegar úrslitin voru ljós,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem varð Íslandsmeistari í hópfimleikum á föstudagskvöldið. Með sigrinum rauf Stjarnan níu ára sigurgöngu hins ótrúlega liðs Gerplu, en þær þurftu að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Stjarnan fékk 17,300 stig á trampólíní, 21,716 stig fyrir gólfæfingar og 17,500 stig fyrir stökk, en Gerpla þurfti að ná 17,384 stigum á stökki til að vinna titilinn tíunda árið í röð.Okkar tími kominn „Við vissum ekkert hvernig þeim gekk því við horfðum ekki á þær. Þær hefðu getað gert þetta alveg sjúklega vel og unnið, en líklega vorum við með hærra erfiðleikastig,“ segir Andrea Sif. Fyrirliðinn segir Stjörnuna hafa búið til nýtt lið eftir Evrópumótið í haust og stefnt á sigur á Íslandsmótinu. „ Við erum búnar að æfa saman frá því október. Við æfum fjórum sinnum í viku og þrjá tíma í senn,“ segir Andrea, en stelpurnar hafa beðið mislengi eftir titlinum stóra. „Það er ein í liðinu okkar sem er búin að bíða verulega lengi. Flester erum við búnar að vera í þessu í 2-3 ár og margar byrjuðu bara í haust. Þetta er því mikill sigur fyrir okkur allar.“ Samkeppnin er mikil á milli Stjörnunnar og Gerplu og nú loks náðu stúlkurnar úr Garðabænum að hafa betur gegn Íslandsmeisturum síðustu níu ára. „Það hefur alltaf verið smá spenna á milli liðanna, en aðallega á mótum. Við vorum flestar saman í landsliðinu, bæði unglinga og kvenna, og þá standa allir saman en á mótum er rígur,“ segir Andrea Sif sem vonast til að Gerpla þurfi nú að horfa upp á Stjörnuna fagna nokkrum titlum. „Ég held að okkar tími sé kominn,“ segir hún ánægð. „Aldursmunurinn er frekar jafn í liðunum líka. Gerplustelpurnar hafa alltaf verið eldri en nú er þetta jafnara.“Góður vetur í Garðabæ Fyrirliðinn og stelpurnar í Stjörnuliðinu fögnuðu sigrinum á lokahófi fimleikadeildarinnar í gær þar sem var mikil gleði enda árangur tímabilsins í vetur góður. „Þar voru öll Stjörnuliðin saman sem hafa öll staðið sig svo vel. Unglingaliðið náði öllum titlunum og blandaða liðið vann fyrsta mótið og dansinn í gær,“ segir Andrea Sif og heldur áfram að telja upp áfrek vetrarins: „Við urðum Íslands- og deildarmeistarar og unnum svo dýnu og trampólín í keppni á einstökum áhöldum á laugardaginn. Þetta er búið að vera mjög góður vetur hjá Stjörnunni.“ Nú fá Stjörnustelpur smá frí áður en æfingar hefjast á ný. „Við stefnum á Norðurlandamótið í nóvember. Það er langt í það en það tekur langan tíma að æfa nýja hluti,“ segir Andrea Sif. Fimleikar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
„Það var mjög erfitt að bíða eftir einkunninni, en rosalega gaman þegar úrslitin voru ljós,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem varð Íslandsmeistari í hópfimleikum á föstudagskvöldið. Með sigrinum rauf Stjarnan níu ára sigurgöngu hins ótrúlega liðs Gerplu, en þær þurftu að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Stjarnan fékk 17,300 stig á trampólíní, 21,716 stig fyrir gólfæfingar og 17,500 stig fyrir stökk, en Gerpla þurfti að ná 17,384 stigum á stökki til að vinna titilinn tíunda árið í röð.Okkar tími kominn „Við vissum ekkert hvernig þeim gekk því við horfðum ekki á þær. Þær hefðu getað gert þetta alveg sjúklega vel og unnið, en líklega vorum við með hærra erfiðleikastig,“ segir Andrea Sif. Fyrirliðinn segir Stjörnuna hafa búið til nýtt lið eftir Evrópumótið í haust og stefnt á sigur á Íslandsmótinu. „ Við erum búnar að æfa saman frá því október. Við æfum fjórum sinnum í viku og þrjá tíma í senn,“ segir Andrea, en stelpurnar hafa beðið mislengi eftir titlinum stóra. „Það er ein í liðinu okkar sem er búin að bíða verulega lengi. Flester erum við búnar að vera í þessu í 2-3 ár og margar byrjuðu bara í haust. Þetta er því mikill sigur fyrir okkur allar.“ Samkeppnin er mikil á milli Stjörnunnar og Gerplu og nú loks náðu stúlkurnar úr Garðabænum að hafa betur gegn Íslandsmeisturum síðustu níu ára. „Það hefur alltaf verið smá spenna á milli liðanna, en aðallega á mótum. Við vorum flestar saman í landsliðinu, bæði unglinga og kvenna, og þá standa allir saman en á mótum er rígur,“ segir Andrea Sif sem vonast til að Gerpla þurfi nú að horfa upp á Stjörnuna fagna nokkrum titlum. „Ég held að okkar tími sé kominn,“ segir hún ánægð. „Aldursmunurinn er frekar jafn í liðunum líka. Gerplustelpurnar hafa alltaf verið eldri en nú er þetta jafnara.“Góður vetur í Garðabæ Fyrirliðinn og stelpurnar í Stjörnuliðinu fögnuðu sigrinum á lokahófi fimleikadeildarinnar í gær þar sem var mikil gleði enda árangur tímabilsins í vetur góður. „Þar voru öll Stjörnuliðin saman sem hafa öll staðið sig svo vel. Unglingaliðið náði öllum titlunum og blandaða liðið vann fyrsta mótið og dansinn í gær,“ segir Andrea Sif og heldur áfram að telja upp áfrek vetrarins: „Við urðum Íslands- og deildarmeistarar og unnum svo dýnu og trampólín í keppni á einstökum áhöldum á laugardaginn. Þetta er búið að vera mjög góður vetur hjá Stjörnunni.“ Nú fá Stjörnustelpur smá frí áður en æfingar hefjast á ný. „Við stefnum á Norðurlandamótið í nóvember. Það er langt í það en það tekur langan tíma að æfa nýja hluti,“ segir Andrea Sif.
Fimleikar Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira