Andrea Sif: Þetta er mikill sigur fyrir okkur alla Tómas þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2015 06:30 Atjarnan rauf einokun Gerplu og varð Íslandsmeistari. Andrea Sif er fyrir miðri mynd. Mynd/Stjarnan „Það var mjög erfitt að bíða eftir einkunninni, en rosalega gaman þegar úrslitin voru ljós,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem varð Íslandsmeistari í hópfimleikum á föstudagskvöldið. Með sigrinum rauf Stjarnan níu ára sigurgöngu hins ótrúlega liðs Gerplu, en þær þurftu að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Stjarnan fékk 17,300 stig á trampólíní, 21,716 stig fyrir gólfæfingar og 17,500 stig fyrir stökk, en Gerpla þurfti að ná 17,384 stigum á stökki til að vinna titilinn tíunda árið í röð.Okkar tími kominn „Við vissum ekkert hvernig þeim gekk því við horfðum ekki á þær. Þær hefðu getað gert þetta alveg sjúklega vel og unnið, en líklega vorum við með hærra erfiðleikastig,“ segir Andrea Sif. Fyrirliðinn segir Stjörnuna hafa búið til nýtt lið eftir Evrópumótið í haust og stefnt á sigur á Íslandsmótinu. „ Við erum búnar að æfa saman frá því október. Við æfum fjórum sinnum í viku og þrjá tíma í senn,“ segir Andrea, en stelpurnar hafa beðið mislengi eftir titlinum stóra. „Það er ein í liðinu okkar sem er búin að bíða verulega lengi. Flester erum við búnar að vera í þessu í 2-3 ár og margar byrjuðu bara í haust. Þetta er því mikill sigur fyrir okkur allar.“ Samkeppnin er mikil á milli Stjörnunnar og Gerplu og nú loks náðu stúlkurnar úr Garðabænum að hafa betur gegn Íslandsmeisturum síðustu níu ára. „Það hefur alltaf verið smá spenna á milli liðanna, en aðallega á mótum. Við vorum flestar saman í landsliðinu, bæði unglinga og kvenna, og þá standa allir saman en á mótum er rígur,“ segir Andrea Sif sem vonast til að Gerpla þurfi nú að horfa upp á Stjörnuna fagna nokkrum titlum. „Ég held að okkar tími sé kominn,“ segir hún ánægð. „Aldursmunurinn er frekar jafn í liðunum líka. Gerplustelpurnar hafa alltaf verið eldri en nú er þetta jafnara.“Góður vetur í Garðabæ Fyrirliðinn og stelpurnar í Stjörnuliðinu fögnuðu sigrinum á lokahófi fimleikadeildarinnar í gær þar sem var mikil gleði enda árangur tímabilsins í vetur góður. „Þar voru öll Stjörnuliðin saman sem hafa öll staðið sig svo vel. Unglingaliðið náði öllum titlunum og blandaða liðið vann fyrsta mótið og dansinn í gær,“ segir Andrea Sif og heldur áfram að telja upp áfrek vetrarins: „Við urðum Íslands- og deildarmeistarar og unnum svo dýnu og trampólín í keppni á einstökum áhöldum á laugardaginn. Þetta er búið að vera mjög góður vetur hjá Stjörnunni.“ Nú fá Stjörnustelpur smá frí áður en æfingar hefjast á ný. „Við stefnum á Norðurlandamótið í nóvember. Það er langt í það en það tekur langan tíma að æfa nýja hluti,“ segir Andrea Sif. Fimleikar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sjá meira
„Það var mjög erfitt að bíða eftir einkunninni, en rosalega gaman þegar úrslitin voru ljós,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem varð Íslandsmeistari í hópfimleikum á föstudagskvöldið. Með sigrinum rauf Stjarnan níu ára sigurgöngu hins ótrúlega liðs Gerplu, en þær þurftu að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Stjarnan fékk 17,300 stig á trampólíní, 21,716 stig fyrir gólfæfingar og 17,500 stig fyrir stökk, en Gerpla þurfti að ná 17,384 stigum á stökki til að vinna titilinn tíunda árið í röð.Okkar tími kominn „Við vissum ekkert hvernig þeim gekk því við horfðum ekki á þær. Þær hefðu getað gert þetta alveg sjúklega vel og unnið, en líklega vorum við með hærra erfiðleikastig,“ segir Andrea Sif. Fyrirliðinn segir Stjörnuna hafa búið til nýtt lið eftir Evrópumótið í haust og stefnt á sigur á Íslandsmótinu. „ Við erum búnar að æfa saman frá því október. Við æfum fjórum sinnum í viku og þrjá tíma í senn,“ segir Andrea, en stelpurnar hafa beðið mislengi eftir titlinum stóra. „Það er ein í liðinu okkar sem er búin að bíða verulega lengi. Flester erum við búnar að vera í þessu í 2-3 ár og margar byrjuðu bara í haust. Þetta er því mikill sigur fyrir okkur allar.“ Samkeppnin er mikil á milli Stjörnunnar og Gerplu og nú loks náðu stúlkurnar úr Garðabænum að hafa betur gegn Íslandsmeisturum síðustu níu ára. „Það hefur alltaf verið smá spenna á milli liðanna, en aðallega á mótum. Við vorum flestar saman í landsliðinu, bæði unglinga og kvenna, og þá standa allir saman en á mótum er rígur,“ segir Andrea Sif sem vonast til að Gerpla þurfi nú að horfa upp á Stjörnuna fagna nokkrum titlum. „Ég held að okkar tími sé kominn,“ segir hún ánægð. „Aldursmunurinn er frekar jafn í liðunum líka. Gerplustelpurnar hafa alltaf verið eldri en nú er þetta jafnara.“Góður vetur í Garðabæ Fyrirliðinn og stelpurnar í Stjörnuliðinu fögnuðu sigrinum á lokahófi fimleikadeildarinnar í gær þar sem var mikil gleði enda árangur tímabilsins í vetur góður. „Þar voru öll Stjörnuliðin saman sem hafa öll staðið sig svo vel. Unglingaliðið náði öllum titlunum og blandaða liðið vann fyrsta mótið og dansinn í gær,“ segir Andrea Sif og heldur áfram að telja upp áfrek vetrarins: „Við urðum Íslands- og deildarmeistarar og unnum svo dýnu og trampólín í keppni á einstökum áhöldum á laugardaginn. Þetta er búið að vera mjög góður vetur hjá Stjörnunni.“ Nú fá Stjörnustelpur smá frí áður en æfingar hefjast á ný. „Við stefnum á Norðurlandamótið í nóvember. Það er langt í það en það tekur langan tíma að æfa nýja hluti,“ segir Andrea Sif.
Fimleikar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sjá meira