Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. apríl 2015 07:15 Á hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra situr Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en á vinstri hönd eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. VÍSIR/ERNIR „Ég er ekki búin að sjá útfærslu á skattinum og get ekki svarað því hvort hann eigi bara við um erlenda kröfuhafa,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, um stöðugleikaskattinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að yrði lagður á erlenda kröfuhafa við afnám gjaldeyrishaftanna. Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarmanna síðastliðinn föstudag að ráðist yrði í að afnema gjaldeyrishöft áður en þingið lyki störfum í vor. Þá sagði hann að lagður yrði á stöðugleikaskattur sem myndi skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Einnig kom fram að skatturinn ásamt öðrum aðgerðum gerði stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika yrði ógnað. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur heldur ekki séð útfærslu á stöðugleikaskattinum. „Þetta er ekki enn þá komið til nefndarinnar minnar. Sigmundur og Bjarni eru þeir einu sem vita eitthvað um málið,“ segir Frosti og bætir því við að afnámshaftavinnan sé formlega ekki komin á borð þingsins. „Þetta er í vinnu hjá framkvæmdarvaldinu enn þá,“ segir Frosti. Ekki náðist í Sigmund Davíð né Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en sá síðarnefndi er sagður væntanlegur til landsins í dag. Sigmundur fór hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn til þess að verja gríðarlegar eignir sínar hér á landi. Þá talaði hann um leyniskýrslur og lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum kröfuhafanna. Auk þess sagði hann að kröfuhafar hefðu framan af stefnt að því að Ísland gengi í Evrópusambandið og fjármagnaði tap bankanna með lánum frá Evrópska seðlabankanum. Fyrri ríkisstjórn hefði unnið eftir þeirri línu. Þannig hefði ekki verið hægt að stíga næsta skref við losun haftanna nema skýra afstöðuna til umsóknarinnar að Evrópusambandinu. Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa. Því mátti skilja að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum. Hins vegar er það upplýst í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis, sem leit dagsins ljós eftir ræðu Sigmundar á föstudag, að orðin eru sótt í grein Ásmundar Einars Daðasonar, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Ég er ekki búin að sjá útfærslu á skattinum og get ekki svarað því hvort hann eigi bara við um erlenda kröfuhafa,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, um stöðugleikaskattinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að yrði lagður á erlenda kröfuhafa við afnám gjaldeyrishaftanna. Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarmanna síðastliðinn föstudag að ráðist yrði í að afnema gjaldeyrishöft áður en þingið lyki störfum í vor. Þá sagði hann að lagður yrði á stöðugleikaskattur sem myndi skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Einnig kom fram að skatturinn ásamt öðrum aðgerðum gerði stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika yrði ógnað. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur heldur ekki séð útfærslu á stöðugleikaskattinum. „Þetta er ekki enn þá komið til nefndarinnar minnar. Sigmundur og Bjarni eru þeir einu sem vita eitthvað um málið,“ segir Frosti og bætir því við að afnámshaftavinnan sé formlega ekki komin á borð þingsins. „Þetta er í vinnu hjá framkvæmdarvaldinu enn þá,“ segir Frosti. Ekki náðist í Sigmund Davíð né Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en sá síðarnefndi er sagður væntanlegur til landsins í dag. Sigmundur fór hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn til þess að verja gríðarlegar eignir sínar hér á landi. Þá talaði hann um leyniskýrslur og lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum kröfuhafanna. Auk þess sagði hann að kröfuhafar hefðu framan af stefnt að því að Ísland gengi í Evrópusambandið og fjármagnaði tap bankanna með lánum frá Evrópska seðlabankanum. Fyrri ríkisstjórn hefði unnið eftir þeirri línu. Þannig hefði ekki verið hægt að stíga næsta skref við losun haftanna nema skýra afstöðuna til umsóknarinnar að Evrópusambandinu. Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa. Því mátti skilja að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum. Hins vegar er það upplýst í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis, sem leit dagsins ljós eftir ræðu Sigmundar á föstudag, að orðin eru sótt í grein Ásmundar Einars Daðasonar, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira