Þarf að vera í sambandi við djúpið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. apríl 2015 11:45 Megas verður sjötugur á þriðjudaginn. vísir/gva Megas. Þeir eru fáir mennirnir sem hafa vakið jafn mikið umtal og hann. Nafnið eitt og sér vekur upp viðbrögð hjá fólki og leitun er að manneskju sem ekki hefur skoðun á Megasi. Fólk elskar hann eða hatar, en fáum er sama um hann. Allt þetta hellist yfir blaðamanninn sem fær það verkefni að taka viðtal við Megas. Tveggja síðna helgarviðtal í tilefni af sjötugsafmælinu sem verður á þriðjudag. Þegar við bætist að blaðamaðurinn hefur verið aðdáandi frá því að hann sem smápúki heyrði fyrst í Megasi hjá foreldrum sínum er ekki laust við að verkefnið vaxi í augum. En verkefni eru til að takast á við þau og í huga þess sem hér ritar þyrfti sá eða sú sem neitaði samverustund með Megasi að fara að endurskoða forgangsröðunina í lífinu. Það er hins vegar með allt þetta í farteskinu sem ég, ásamt ljósmyndara, sæki Megas á Grensás, en þar er hann í endurhæfingu. Og Megas ferðast heldur ekki einn; með í för er ferillinn, plöturnar, lögin og ljóðin í rúma fjóra áratugi. Þegar upp í bílinn er komið, að ég tali nú ekki um þegar sest hefur verið á Hótel Borg yfir kaffi, hverfur þessi tilfinning þó og eftir standa, eða sitja, tveir menn að spjalla um ævi og verk annars þeirra.Tilfelli fær tilfelliÞað er afmæli fram undan. Sjötugur? „Menn eru alltaf að bása og flokka alla hluti, raða og telja. Og ekki síst árin. Ég held ég hafi ekki tilfinninguna gagnvart þessum aldri.“Þú upplifir þig þá ekki sjötugan? „Nei, ég hef ekki þá tilfinningu sem mér finnst ég ætti að hafa en ég hef hins vegar ekki hugmynd um hver eða hvers konar hún er. Miðað við mínar ranghugmyndir þá hélt ég að þetta væri öðruvísi. Það á þó kannski ekki við um allan aldur en gaman væri að finna þann aldur hvar allir fíla sig þegar að honum kemur.“ Megas er ekki með tónleika í tilefni af afmælinu á prjónunum, segir svo mikið af tónleikum í gangi að síst sé á það bætandi. En er hann hættur að performera? „Nei, ég er ekki hættur því. Ég er bara ekki alveg í því stuði um þessar mundir. Maður er aðeins að byrja á því að hreyfa sig, en maður dansar ekki alveg eins liðugt og áður.“ Líkt og áður segir er Megas í endurhæfingu á Grensás og ber hann því vel söguna. Þar inni sé allt eins og best verði á kosið. Þar séu ungir og gamlir að endurræsa sig eftir ýmiss konar áföll.Þú hefur nú ort um einhverjar heilbrigðisstofnanir… „Já, reyndar aðallega þær sem ég hef minnst af að segja. Þetta er partur af lífinu. Menn þurfa af og til að losna úr umferð og menn geta alltaf dottið af baki. Hjá mér var það æð í höfði sem gaf sig. Ég veit ekki alveg hvað það heitir, en í gamla daga hét það „tilfelli“. Það kom af stað einhverju illu ferli í heilanum sem kostaði einhverjar stöðvar starfsgetuna. En á meðan maður heldur lífi má alltaf fá til baka það sem maður missir að einhverju leyti.“ Megas, eitt alræmdasta tilfellið í íslenskum menningarheimi, fékk því tilfelli, en gengur vel að vinna úr því og líður vel með lífið og tilveruna í dag.Hafnar ekki handanlífinuNú ertu að verða sjötugur og nýbúinn að fá tilfelli, setur þetta þig í þær stellingar að fara að velta tilverunni fyrir þér, líta yfir farinn veg og hvernig gangan verður fram undan, eða er þetta bara enn einn dagurinn? „Ég held að þetta sé bara enn einn dagurinn. Að svo miklu leyti sem maður þarf að skipuleggja sig fram í tímann þá gerir maður það. Ekkert frekar eða síður nú en endranær. Að líta yfir farinn veg, ég er held ég bara ekki í því.“ „Eina retróspektívið er að syngja gamalt efni og ég ligg ekki mikið í því að rannsaka ferlið. Þetta er bara ein samfella, engin þróun, engin prógressjón, þetta er allt sami kanóninn. Nema þá helst að mér hafi fleygt fram í einhverjum tæknilegum smáatriðum. En það sem ég var að semja þegar ég var barn stendur fyllilega jafnfætis því sem ég sem í dag.“ „Menn fóstra auðvitað hin ólíkustu verkefni, en það er alltaf gjarnan einhver brú yfir í það næsta. En eins og ég sagði, menn flokka og bása, skilgreina og búa til tímabil.“ Þannig að þú situr ekki þessa dagana og veltir fyrir þér tilvistinni og ódauðleikanum? „Ekki meir en hver annar.“En handanlífið, trúirðu á það? „Ég myndi halda að meiri en minni líkur séu á framhaldslífi.“„En á meðan maður heldur lífi þá á maður ekki svo óafturkvæmt að maður komi ekki til baka með því að hafa reynt á það sem fyrir skakkaföllum varð.“vísir/gvaEdrúlífið flatti eitthvað útTalandi um tímabil, þú áttir þitt edrútímabil, en því lauk. „Edrúlíf er klisja sem menn hafa kosið að misskilja á allan mögulegan hátt. En þarna er átt við árin sem ég stundaði AA-fundi. Af þeim mætti segja margar sögur til næsta bæjar en nafnleyndin bannar það. Ég held ég hafi fengið þar gott veganesti til seinni tíma.“Þú fannst þig ekki í edrúlífinu? „Þarna voru æði margar hliðar en svo kom að því að mér fannst sumar þeirra fletja út og rjúfa tengsl. Það var eitthvað sem ég saknaði. Eitthvert sambandsleysi við djúpið.“Efnin hafa alltaf verið hluti af þínu lífi, eða kannski það að vera ekki í efnaleysi? „Efnin eru partur af efnisheiminum en þær eru ýmsar aðferðirnar við sköpun og þar má segja að sérhver drepi sínar flær með sínu lagi.“Er þetta partur af þinni lífssköpun, eða kannski lífsstíl? „Nei, þetta er bara partur af umferðarmöguleikum.“Nýr tónn sem skar í fín eyru Fyrsta plata Megasar, samnefnd honum, kom út árið 1972. Óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli og umtal.Ef þú hefðir sem ungur maður þá horft til ársins 2015, ertu þá á svipuðum stað nú og þú hélst að þú yrðir, eða varstu ekkert að hugsa út í það? „Mitt hugmyndaflug náði ekki svo langt að höndla slíkt. Nei. Ég hafði verið að dunda mér við að búa til smálög við mína texta og annarra frá því ég var 11 ára gamall. Það hafði lengi verið gnægð af trúbadorum erlendis en ég hafði við litla hefð að styðjast. Sá vísnasöngur sem þar tíðkaðist gekk ekki í útgefendur hér á landi. Enda var mín fyrsta plata gerð og gefin út í Noregi.“Hún vakti mikla athygli og umtal, áttirðu von á því? „Maður skilur það betur í dag, þegar maður lítur á umhverfið sem hún kom út í, hvaða plötur voru yfirleitt gefnar út, hvernig á því stóð. Hún þótti gróf þótt mér fyndist hún blíðleg á sínum tíma. Þýðlegur díalógur. Það var mín ranghugmynd ef ég tek mið af því sem þá var efst á baugi. Það voru einkum námsmenn sem þekktu Åkeström og Vreeswijk og þeir óskuðu eftir hliðstæðu heima fyrir. Það fjölgaði í hópnum eftir næstu plötu, þá kveiktu poppararnir. Ég fékk t.d. mjög góða dóma hjá Pétri Kristjáns.“En það er alltaf einhver angi samfélagsins sem hefur átt erfitt með að akseptera þig og margar plötur hafa vakið mikið umtal? „Já. Það eru alltaf til einhverjir sem vilja ekki vita af einhverju í kringum sig og láta sem það sé ekki til og nýlundan styggir.“Ekki vísvitandi að hneykslaEn varstu vísvitandi að takast á við einhverjar mýtur? „Takast á er fullrausnarlega til orða tekið. Það klisjusafn sem Íslandssagan er var farin að valda óþoli. En Jónas og Ragnheiður urðu mörgum drjúg átylla til fordæmingar.“Fleiri plötur þínar og lög hafa valdið hneykslan, til dæmis Litlir sætir strákar. Ertu vísvitandi að hneyksla? „Nei, það er nú þannig að ég er ekki vísvitandi að hneyksla. En ef mér finnst eitthvað fallegt og eiga erindi þá birti ég það. Fallegt getur átt við bæði element í lagi og texta nú eða flutningi og í þessu tilfelli átti Kenneth Knudsen píanóleikari útsetninguna sem varð stór partur af karakter lagsins. Ég var meðvitaður um að lagið Litlir sætir strákar gat mætt versta misskilningi og fyrst í stað hugðist ég taka það upp eingöngu fyrir sjálfan mig en útkoman var slík að mér fannst að það jaðraði við glæp gegn mannkyni að sitja á því.“ „En ég man ekki betur en að á sínum tíma hafi Litlir sætir strákar og Tvær stjörnur verið í svipuðum flokki en enginn kannast við það í dag að Tvær stjörnur hafi verið litnar hornauga, en það var þannig. Þetta var álitið ergi og öfuguggaháttur.“Nú eru Tvær stjörnur sungnar í brúðkaupum og jarðarförum og Orfeus og Efridís líka. Ertu orðinn jarðarfararskáld? „Ég er auðvitað jarðarfari og skiljanlega dauðvona en prótókollinn var stífari hér áður fyrr.“En þú ert kominn inn í virðulegar stofnanir, hefur verið verðlaunaður og fleira. Upplifirðu það að nú sértu viðurkenndur? „Ég sagði einhvern tíma að ég hefði aldrei komist svo langt inn að það væri ekki auðfarið út. Og viðurkenningar og svoleiðis dót eru léttar í vasa og eru enginn passi, enginn VIP-passi eða þvíumlíkt.“Þannig að þú ert ekkert að setjast í helgan stein? „Ég hef alltaf verið þar. Setið á helgum steini.“Megas upplifir sig sem þægan mann sem sé alltaf að reyna að fara mjúkum höndum um hlutina í kringum hann þannig að enginn verði sár.vísir/gvaViðreisn, ekki uppreisnÞú segist ekki hafa verið að ögra vísvitandi, en það hefur óneitanlega verið sláttur á þér. Upplifirðu þig sem uppreisnarmann? „Nei, ég upplifi mig sem mjög þægan mann sem er alltaf að reyna að fara mjúkum höndum um hlutina í kringum mig þannig að enginn verði sár. En þegar ég söng Passíusálmana fyrst með mínum eigum lögum, árið 1973, þá voru fluttir leiknir tveir sálmar í útvarpinu með gítarundirleik og munnhörpu. Það urðu allar símalínur rauðglóandi. Mönnum fannst þetta slík helgispjöll.“ „Síðan voru panelumræður um þetta í lok vikunnar, um efni útvarpsins, og einn af þátttakendum var Jakob Jónsson, klerkur í Hallgrímskirkju. Fulltrúar útvarpsins áttu von á því að fá ægilegar vítur yfir sig frá kirkjunnar manni og voru viðbúnir hinu versta. Jakob sagði hins vegar að þetta sýndi fram á að Passíusálmarnir ættu erindi hvenær sem væri í hvaða búningi sem væri. Tímarnir breyttust en sálmarnir væru sígildir.“ „Ýmsir af þjóðkirkjunnar geistlegu voru þó ekki alveg sáttir við þessa meðferð og eru ekki enn þann dag í dag.“Bókfylli af óútgefnu efniErtu alltaf að semja? „Það er svona mismikið. Ef plata er í smíðum þá er maður sífellt að klára og fínpússa, en eins og stendur dreg ég lappirnar. Það kemur svona lag og lag, sérstaklega ef tilefni krefur. Á 17. júní síðastliðnum dvaldi ég á Hrafnseyri og söng prógramm á þjóðhátíðardaginn og ég komst ekki hjá því að gera eitthvað með Hrafnseyrarundrið. Það var eiginlega, ja, ekki samkvæmt pöntun, jú, ég pantaði það hjá sjálfum mér. Mér fannst ég ekki geta gripið til þess sem áður var gert af minni hálfu um Jón. Mér þótti það ekki við hæfi. Það væri ekki við hæfi.“Sú saga gengur fjöllum hærra að þú eigir heilu skápfyllin af óútgefnum lögum, er það rétt? „Ég segi nú ekki skápfylli, en allavega bókfylli til úrvals. Það er afskaplega margt í svörtu bókinni sem aldrei komst í hljóðritun, sumt reyndar voru tilraunir sem ekki áttu erindi.“Þú talar í þátíð eins og það muni aldrei verða? „Textarnir voru til og finnanlegir en það var erfiðara að finna lögin. Mikið af þessu er því undir glötuðum lögum. Lag var skrifað á sínum tíma en varð viðskila við textann og týndist.“Er eitthvað í farvatninu varðandi útgáfu? „Eins og á stendur er ekkert hægt að fullyrða um útgáfur. Þar er allt í lausu lofti og sér ekki fyrir endann á. En það er ýmislegt að gera í hljóðveri, t.d. að fínpússa upptökur sem voru gerðar af Passíusálmunum frá því í Grafarvogskirkju í fyrra. Það er ýmislegt sem betur má fara og þar sem það var svo rándýrt fyrirtæki að setja upp svona hljómleika verður maður að leyfa sér þann munað að taka þær upptökur sem eru og laga þær, heldur en að kalla saman alla útgerðina aftur. Það er auðveldara að standa í því, þetta var kostnaðarsamt og mikið fyrirtæki, allir þessir músíkantar og kórraddir.“ „Einhvers staðar í framtíðinni sé ég eigin verk en enn er allt á huldu. En mig langar til að gera prógramm með tónlist og textum Þorvaldar Þorsteinssonar. Skömmu áður en hann kvaddi dúkkaði upp diskur með demóupptökum sem hann hafði gert í Maastricht í Hollandi á námsárum sínum. Og það voru slíkar perlur, þessi lög og textar. Og óþekkt. Eitt lagið var sungið við jarðarförina og var mjög áhrifaríkt. Við Skúli Sverrisson ræddum það okkar á milli að það væri gaman að taka þetta betur upp við betri skilyrði og meiri kunnáttu. En þetta er sá hluti af verkum Þorvaldar sem er síst aðgengilegur. Það er hægt að komast í fyrirlestrana og myndlistin er alltaf möguleg til sýningar, en engum datt í hug að hann væri þetta góður kompónisti.“Svo er Óttar Guðmundsson búinn að skrifa um þig bók? „Já, ég lagði blessun mína yfir hana.“Ýmislegt fram undan, heldurðu að þú verðir alltaf að? „Afi Nóa sáluga, Metúsalem, varð tæplega þúsund ára. Maður gerir ekki ráð fyrir því að fara fyrr en maður fer.“ Með það kveð ég Megas. Enfant terrible íslenskrar menningar sem hefur ort ein fegurstu ástarljóð sem til eru á íslenskri tungu. Manninn sem hefur reynt á þanþol íslenskunnar og sýnt fram á að hún getur verið síkvik en um leið haldið hefðinni á lofti. Manninn sem sagði þegar hann hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2000 að fyrst og fremst þýddu þau „bönns af monní“ fyrir hann. Þannig hefur hann leikið sér að helgimyndunum og dregið þær niður á okkar eðlislæga plan á rabelaiskan máta. Og kannski fyrst og fremst sýnt okkur fram á að ekkert er heilagt, allra síst við sjálf og skoðanir okkar. Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira
Megas. Þeir eru fáir mennirnir sem hafa vakið jafn mikið umtal og hann. Nafnið eitt og sér vekur upp viðbrögð hjá fólki og leitun er að manneskju sem ekki hefur skoðun á Megasi. Fólk elskar hann eða hatar, en fáum er sama um hann. Allt þetta hellist yfir blaðamanninn sem fær það verkefni að taka viðtal við Megas. Tveggja síðna helgarviðtal í tilefni af sjötugsafmælinu sem verður á þriðjudag. Þegar við bætist að blaðamaðurinn hefur verið aðdáandi frá því að hann sem smápúki heyrði fyrst í Megasi hjá foreldrum sínum er ekki laust við að verkefnið vaxi í augum. En verkefni eru til að takast á við þau og í huga þess sem hér ritar þyrfti sá eða sú sem neitaði samverustund með Megasi að fara að endurskoða forgangsröðunina í lífinu. Það er hins vegar með allt þetta í farteskinu sem ég, ásamt ljósmyndara, sæki Megas á Grensás, en þar er hann í endurhæfingu. Og Megas ferðast heldur ekki einn; með í för er ferillinn, plöturnar, lögin og ljóðin í rúma fjóra áratugi. Þegar upp í bílinn er komið, að ég tali nú ekki um þegar sest hefur verið á Hótel Borg yfir kaffi, hverfur þessi tilfinning þó og eftir standa, eða sitja, tveir menn að spjalla um ævi og verk annars þeirra.Tilfelli fær tilfelliÞað er afmæli fram undan. Sjötugur? „Menn eru alltaf að bása og flokka alla hluti, raða og telja. Og ekki síst árin. Ég held ég hafi ekki tilfinninguna gagnvart þessum aldri.“Þú upplifir þig þá ekki sjötugan? „Nei, ég hef ekki þá tilfinningu sem mér finnst ég ætti að hafa en ég hef hins vegar ekki hugmynd um hver eða hvers konar hún er. Miðað við mínar ranghugmyndir þá hélt ég að þetta væri öðruvísi. Það á þó kannski ekki við um allan aldur en gaman væri að finna þann aldur hvar allir fíla sig þegar að honum kemur.“ Megas er ekki með tónleika í tilefni af afmælinu á prjónunum, segir svo mikið af tónleikum í gangi að síst sé á það bætandi. En er hann hættur að performera? „Nei, ég er ekki hættur því. Ég er bara ekki alveg í því stuði um þessar mundir. Maður er aðeins að byrja á því að hreyfa sig, en maður dansar ekki alveg eins liðugt og áður.“ Líkt og áður segir er Megas í endurhæfingu á Grensás og ber hann því vel söguna. Þar inni sé allt eins og best verði á kosið. Þar séu ungir og gamlir að endurræsa sig eftir ýmiss konar áföll.Þú hefur nú ort um einhverjar heilbrigðisstofnanir… „Já, reyndar aðallega þær sem ég hef minnst af að segja. Þetta er partur af lífinu. Menn þurfa af og til að losna úr umferð og menn geta alltaf dottið af baki. Hjá mér var það æð í höfði sem gaf sig. Ég veit ekki alveg hvað það heitir, en í gamla daga hét það „tilfelli“. Það kom af stað einhverju illu ferli í heilanum sem kostaði einhverjar stöðvar starfsgetuna. En á meðan maður heldur lífi má alltaf fá til baka það sem maður missir að einhverju leyti.“ Megas, eitt alræmdasta tilfellið í íslenskum menningarheimi, fékk því tilfelli, en gengur vel að vinna úr því og líður vel með lífið og tilveruna í dag.Hafnar ekki handanlífinuNú ertu að verða sjötugur og nýbúinn að fá tilfelli, setur þetta þig í þær stellingar að fara að velta tilverunni fyrir þér, líta yfir farinn veg og hvernig gangan verður fram undan, eða er þetta bara enn einn dagurinn? „Ég held að þetta sé bara enn einn dagurinn. Að svo miklu leyti sem maður þarf að skipuleggja sig fram í tímann þá gerir maður það. Ekkert frekar eða síður nú en endranær. Að líta yfir farinn veg, ég er held ég bara ekki í því.“ „Eina retróspektívið er að syngja gamalt efni og ég ligg ekki mikið í því að rannsaka ferlið. Þetta er bara ein samfella, engin þróun, engin prógressjón, þetta er allt sami kanóninn. Nema þá helst að mér hafi fleygt fram í einhverjum tæknilegum smáatriðum. En það sem ég var að semja þegar ég var barn stendur fyllilega jafnfætis því sem ég sem í dag.“ „Menn fóstra auðvitað hin ólíkustu verkefni, en það er alltaf gjarnan einhver brú yfir í það næsta. En eins og ég sagði, menn flokka og bása, skilgreina og búa til tímabil.“ Þannig að þú situr ekki þessa dagana og veltir fyrir þér tilvistinni og ódauðleikanum? „Ekki meir en hver annar.“En handanlífið, trúirðu á það? „Ég myndi halda að meiri en minni líkur séu á framhaldslífi.“„En á meðan maður heldur lífi þá á maður ekki svo óafturkvæmt að maður komi ekki til baka með því að hafa reynt á það sem fyrir skakkaföllum varð.“vísir/gvaEdrúlífið flatti eitthvað útTalandi um tímabil, þú áttir þitt edrútímabil, en því lauk. „Edrúlíf er klisja sem menn hafa kosið að misskilja á allan mögulegan hátt. En þarna er átt við árin sem ég stundaði AA-fundi. Af þeim mætti segja margar sögur til næsta bæjar en nafnleyndin bannar það. Ég held ég hafi fengið þar gott veganesti til seinni tíma.“Þú fannst þig ekki í edrúlífinu? „Þarna voru æði margar hliðar en svo kom að því að mér fannst sumar þeirra fletja út og rjúfa tengsl. Það var eitthvað sem ég saknaði. Eitthvert sambandsleysi við djúpið.“Efnin hafa alltaf verið hluti af þínu lífi, eða kannski það að vera ekki í efnaleysi? „Efnin eru partur af efnisheiminum en þær eru ýmsar aðferðirnar við sköpun og þar má segja að sérhver drepi sínar flær með sínu lagi.“Er þetta partur af þinni lífssköpun, eða kannski lífsstíl? „Nei, þetta er bara partur af umferðarmöguleikum.“Nýr tónn sem skar í fín eyru Fyrsta plata Megasar, samnefnd honum, kom út árið 1972. Óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli og umtal.Ef þú hefðir sem ungur maður þá horft til ársins 2015, ertu þá á svipuðum stað nú og þú hélst að þú yrðir, eða varstu ekkert að hugsa út í það? „Mitt hugmyndaflug náði ekki svo langt að höndla slíkt. Nei. Ég hafði verið að dunda mér við að búa til smálög við mína texta og annarra frá því ég var 11 ára gamall. Það hafði lengi verið gnægð af trúbadorum erlendis en ég hafði við litla hefð að styðjast. Sá vísnasöngur sem þar tíðkaðist gekk ekki í útgefendur hér á landi. Enda var mín fyrsta plata gerð og gefin út í Noregi.“Hún vakti mikla athygli og umtal, áttirðu von á því? „Maður skilur það betur í dag, þegar maður lítur á umhverfið sem hún kom út í, hvaða plötur voru yfirleitt gefnar út, hvernig á því stóð. Hún þótti gróf þótt mér fyndist hún blíðleg á sínum tíma. Þýðlegur díalógur. Það var mín ranghugmynd ef ég tek mið af því sem þá var efst á baugi. Það voru einkum námsmenn sem þekktu Åkeström og Vreeswijk og þeir óskuðu eftir hliðstæðu heima fyrir. Það fjölgaði í hópnum eftir næstu plötu, þá kveiktu poppararnir. Ég fékk t.d. mjög góða dóma hjá Pétri Kristjáns.“En það er alltaf einhver angi samfélagsins sem hefur átt erfitt með að akseptera þig og margar plötur hafa vakið mikið umtal? „Já. Það eru alltaf til einhverjir sem vilja ekki vita af einhverju í kringum sig og láta sem það sé ekki til og nýlundan styggir.“Ekki vísvitandi að hneykslaEn varstu vísvitandi að takast á við einhverjar mýtur? „Takast á er fullrausnarlega til orða tekið. Það klisjusafn sem Íslandssagan er var farin að valda óþoli. En Jónas og Ragnheiður urðu mörgum drjúg átylla til fordæmingar.“Fleiri plötur þínar og lög hafa valdið hneykslan, til dæmis Litlir sætir strákar. Ertu vísvitandi að hneyksla? „Nei, það er nú þannig að ég er ekki vísvitandi að hneyksla. En ef mér finnst eitthvað fallegt og eiga erindi þá birti ég það. Fallegt getur átt við bæði element í lagi og texta nú eða flutningi og í þessu tilfelli átti Kenneth Knudsen píanóleikari útsetninguna sem varð stór partur af karakter lagsins. Ég var meðvitaður um að lagið Litlir sætir strákar gat mætt versta misskilningi og fyrst í stað hugðist ég taka það upp eingöngu fyrir sjálfan mig en útkoman var slík að mér fannst að það jaðraði við glæp gegn mannkyni að sitja á því.“ „En ég man ekki betur en að á sínum tíma hafi Litlir sætir strákar og Tvær stjörnur verið í svipuðum flokki en enginn kannast við það í dag að Tvær stjörnur hafi verið litnar hornauga, en það var þannig. Þetta var álitið ergi og öfuguggaháttur.“Nú eru Tvær stjörnur sungnar í brúðkaupum og jarðarförum og Orfeus og Efridís líka. Ertu orðinn jarðarfararskáld? „Ég er auðvitað jarðarfari og skiljanlega dauðvona en prótókollinn var stífari hér áður fyrr.“En þú ert kominn inn í virðulegar stofnanir, hefur verið verðlaunaður og fleira. Upplifirðu það að nú sértu viðurkenndur? „Ég sagði einhvern tíma að ég hefði aldrei komist svo langt inn að það væri ekki auðfarið út. Og viðurkenningar og svoleiðis dót eru léttar í vasa og eru enginn passi, enginn VIP-passi eða þvíumlíkt.“Þannig að þú ert ekkert að setjast í helgan stein? „Ég hef alltaf verið þar. Setið á helgum steini.“Megas upplifir sig sem þægan mann sem sé alltaf að reyna að fara mjúkum höndum um hlutina í kringum hann þannig að enginn verði sár.vísir/gvaViðreisn, ekki uppreisnÞú segist ekki hafa verið að ögra vísvitandi, en það hefur óneitanlega verið sláttur á þér. Upplifirðu þig sem uppreisnarmann? „Nei, ég upplifi mig sem mjög þægan mann sem er alltaf að reyna að fara mjúkum höndum um hlutina í kringum mig þannig að enginn verði sár. En þegar ég söng Passíusálmana fyrst með mínum eigum lögum, árið 1973, þá voru fluttir leiknir tveir sálmar í útvarpinu með gítarundirleik og munnhörpu. Það urðu allar símalínur rauðglóandi. Mönnum fannst þetta slík helgispjöll.“ „Síðan voru panelumræður um þetta í lok vikunnar, um efni útvarpsins, og einn af þátttakendum var Jakob Jónsson, klerkur í Hallgrímskirkju. Fulltrúar útvarpsins áttu von á því að fá ægilegar vítur yfir sig frá kirkjunnar manni og voru viðbúnir hinu versta. Jakob sagði hins vegar að þetta sýndi fram á að Passíusálmarnir ættu erindi hvenær sem væri í hvaða búningi sem væri. Tímarnir breyttust en sálmarnir væru sígildir.“ „Ýmsir af þjóðkirkjunnar geistlegu voru þó ekki alveg sáttir við þessa meðferð og eru ekki enn þann dag í dag.“Bókfylli af óútgefnu efniErtu alltaf að semja? „Það er svona mismikið. Ef plata er í smíðum þá er maður sífellt að klára og fínpússa, en eins og stendur dreg ég lappirnar. Það kemur svona lag og lag, sérstaklega ef tilefni krefur. Á 17. júní síðastliðnum dvaldi ég á Hrafnseyri og söng prógramm á þjóðhátíðardaginn og ég komst ekki hjá því að gera eitthvað með Hrafnseyrarundrið. Það var eiginlega, ja, ekki samkvæmt pöntun, jú, ég pantaði það hjá sjálfum mér. Mér fannst ég ekki geta gripið til þess sem áður var gert af minni hálfu um Jón. Mér þótti það ekki við hæfi. Það væri ekki við hæfi.“Sú saga gengur fjöllum hærra að þú eigir heilu skápfyllin af óútgefnum lögum, er það rétt? „Ég segi nú ekki skápfylli, en allavega bókfylli til úrvals. Það er afskaplega margt í svörtu bókinni sem aldrei komst í hljóðritun, sumt reyndar voru tilraunir sem ekki áttu erindi.“Þú talar í þátíð eins og það muni aldrei verða? „Textarnir voru til og finnanlegir en það var erfiðara að finna lögin. Mikið af þessu er því undir glötuðum lögum. Lag var skrifað á sínum tíma en varð viðskila við textann og týndist.“Er eitthvað í farvatninu varðandi útgáfu? „Eins og á stendur er ekkert hægt að fullyrða um útgáfur. Þar er allt í lausu lofti og sér ekki fyrir endann á. En það er ýmislegt að gera í hljóðveri, t.d. að fínpússa upptökur sem voru gerðar af Passíusálmunum frá því í Grafarvogskirkju í fyrra. Það er ýmislegt sem betur má fara og þar sem það var svo rándýrt fyrirtæki að setja upp svona hljómleika verður maður að leyfa sér þann munað að taka þær upptökur sem eru og laga þær, heldur en að kalla saman alla útgerðina aftur. Það er auðveldara að standa í því, þetta var kostnaðarsamt og mikið fyrirtæki, allir þessir músíkantar og kórraddir.“ „Einhvers staðar í framtíðinni sé ég eigin verk en enn er allt á huldu. En mig langar til að gera prógramm með tónlist og textum Þorvaldar Þorsteinssonar. Skömmu áður en hann kvaddi dúkkaði upp diskur með demóupptökum sem hann hafði gert í Maastricht í Hollandi á námsárum sínum. Og það voru slíkar perlur, þessi lög og textar. Og óþekkt. Eitt lagið var sungið við jarðarförina og var mjög áhrifaríkt. Við Skúli Sverrisson ræddum það okkar á milli að það væri gaman að taka þetta betur upp við betri skilyrði og meiri kunnáttu. En þetta er sá hluti af verkum Þorvaldar sem er síst aðgengilegur. Það er hægt að komast í fyrirlestrana og myndlistin er alltaf möguleg til sýningar, en engum datt í hug að hann væri þetta góður kompónisti.“Svo er Óttar Guðmundsson búinn að skrifa um þig bók? „Já, ég lagði blessun mína yfir hana.“Ýmislegt fram undan, heldurðu að þú verðir alltaf að? „Afi Nóa sáluga, Metúsalem, varð tæplega þúsund ára. Maður gerir ekki ráð fyrir því að fara fyrr en maður fer.“ Með það kveð ég Megas. Enfant terrible íslenskrar menningar sem hefur ort ein fegurstu ástarljóð sem til eru á íslenskri tungu. Manninn sem hefur reynt á þanþol íslenskunnar og sýnt fram á að hún getur verið síkvik en um leið haldið hefðinni á lofti. Manninn sem sagði þegar hann hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2000 að fyrst og fremst þýddu þau „bönns af monní“ fyrir hann. Þannig hefur hann leikið sér að helgimyndunum og dregið þær niður á okkar eðlislæga plan á rabelaiskan máta. Og kannski fyrst og fremst sýnt okkur fram á að ekkert er heilagt, allra síst við sjálf og skoðanir okkar.
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira