Aprílgabb Fréttablaðsins: Vildu næla sér í úlfalda en fengu fiskibollur 2. apríl 2015 12:00 Ekkert var um skóflustungu en fólk gat skóflað í sig fiskibollum í staðinn Fréttablaðið/Ernir „Þetta gekk svo vel upp að pabbi hringdi í mig í morgun og vildi að ég tæki frá úlfaldakjöt fyrir sig,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði tekið fyrstu skóflustungu að mosku á lóðinni við Sogamýri. Í athöfninni átti Félag múslima að hafa fórnað úlfalda til að halda óvinveittum öflum frá moskunni og gæfi kjötið í Fiskikónginum við Sogaveg. Ekkert varð þó af fórninni né skóflustungunni þar sem um aprílgabb Fréttablaðsins var að ræða. „Hér mættu um 40 til 50 manns,“ segir Kristján. „Fólk var í fyrstu pirrað en við leystum það út með tveimur kílóum af fiskibollum, síðan fór fólk bara út í bíl og hló að þessu. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og fiskibollufatið er alveg tómt,“ segir hann. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, var ein þeirra sem féllu fyrir gabbinu en á Facebook-síðu sína setti hún eftirfarandi stöðufærslu: „Ég hélt að það þyrfti að liggja fyrir byggingarleyfi áður en „fyrstu skóflustungur“ væru teknar – en það er kannski bara misskilningur. Best að gúggla það,“ skömmu síðar áttaði hún sig á því að um aprílgabb var að ræða og gantaðist með það sjálf. Fréttablaðið áréttar að frétt gærdagsins var aprílgabb og biður þá sem hlupu apríl velvirðingar. Aprílgabb Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Rúta rann yfir rangan vegarhelming og út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Sjá meira
„Þetta gekk svo vel upp að pabbi hringdi í mig í morgun og vildi að ég tæki frá úlfaldakjöt fyrir sig,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefði tekið fyrstu skóflustungu að mosku á lóðinni við Sogamýri. Í athöfninni átti Félag múslima að hafa fórnað úlfalda til að halda óvinveittum öflum frá moskunni og gæfi kjötið í Fiskikónginum við Sogaveg. Ekkert varð þó af fórninni né skóflustungunni þar sem um aprílgabb Fréttablaðsins var að ræða. „Hér mættu um 40 til 50 manns,“ segir Kristján. „Fólk var í fyrstu pirrað en við leystum það út með tveimur kílóum af fiskibollum, síðan fór fólk bara út í bíl og hló að þessu. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og fiskibollufatið er alveg tómt,“ segir hann. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, var ein þeirra sem féllu fyrir gabbinu en á Facebook-síðu sína setti hún eftirfarandi stöðufærslu: „Ég hélt að það þyrfti að liggja fyrir byggingarleyfi áður en „fyrstu skóflustungur“ væru teknar – en það er kannski bara misskilningur. Best að gúggla það,“ skömmu síðar áttaði hún sig á því að um aprílgabb var að ræða og gantaðist með það sjálf. Fréttablaðið áréttar að frétt gærdagsins var aprílgabb og biður þá sem hlupu apríl velvirðingar.
Aprílgabb Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Rúta rann yfir rangan vegarhelming og út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Sjá meira