Meiri æfingar á þurru landi skilar Eygló Ósk betri árangri í lauginni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2015 06:30 Eygló er komin með lágmörk á næsta HM sem og næstu Ólympíuleika. vísir/valli Eygló Ósk Gústafsdóttir er fyrst Íslendinga búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 en það gerði hún er hún setti nýtt Norðurlandamet í 200 m baksundi á Opna danska meistaramótinu í sundi í fyrradag. Hún synti þá á 2:09,86 mínútum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni um tæpa hálfa sekúndu en lágmark Alþjóðasundsambandsins, FINA, inn á leikana í Ríó er 2:10,60 mínútur. Norðurlandametið, sem var sex ára gamalt og í eigu Pernille Larsen frá Danmörku, bætti hún um 0,41 sekúndu. „Ég er himinlifandi með að hafa náð þessu, alveg í skýjunum,“ sagði Eygló við Fréttablaðið í gær en hún var þá nýbúin að synda sig inn í úrslit í 50 m baksundi á lokadegi mótsins. Eygló virðist í afar góðu formi um þessar mundir og stefnir á að bæta sig enn meira á Íslandsmeistaramótinu [ÍM] í 50 m laug sem fer fram í Laugardalslauginni 10.-12. apríl. „Ég gef venjuleg allt sem ég á í ÍM, þó svo að það sé minni samkeppni en hér úti, en ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvernig mér gengur,“ segir Eygló. Eygló keppti á Ólympíuleikunum í London árið 2012, þá aðeins sautján ára gömul. Hún hafnaði þá í 20. sæti í 200 m baksundi og miðað við að hún er enn að bæta sig í greininni er ljóst að hún er líkleg til afreka í Ríó. „Það er vissulega léttir að vera búin að ná lágmarkinu og nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því næsta eina og hálfa árið. ÍM árið 2012 snerist eingöngu um að ná lágmarki fyrir London og það var mikil pressa á mér þá. Nú get ég fremur einbeitt mér að tækninni og öðrum þáttum,“ segir hún. „En auðvitað stefni ég mun hærra en að ná bara lágmarkinu.“vísir/valliHugurinn getur gert margt gott Hún segist hafa breytt aðeins til í æfingum fyrir þetta keppnistímabil og sinnt æfingum „á þurru landi“ betur samhliða æfingum í lauginni. „Ég hef lyft meira og gert ýmislegt á þurru landi sem hjálpar mikið til. Þá er ég reynslumeiri líka sem hjálpar til, enda getur hugurinn gert margt gott en líka margt slæmt,“ segir hún. „En heilt yfir líður mér mjög vel og ég hlakka til að koma heim og æfa.“ HM í 50 m laug fer fram í Kazan í Rússlandi í sumar og þar verður Eygló Ósk á meðal keppanda og stefnir hún hátt. Sem stendur er Eygló með fimmta besta árangur heimsins í 200 m baksundi og þann næstbesta í Evrópu. Eygló endaði síðasta ár af krafti er hún vann allar sex einstaklingsgreinar sínar á ÍM í 25 m laug og bætti hún als níu Íslandsmet á árinu. Nýja árið byrjar vel og og átti hún von á því að ná svo góðum árangri svo snemma á tímabilinu. „Ég er aðeins á undan áætlun og það boðar bara gott. Ég býst svo við að bæta mig enn meira í sumar og ég vona innilega að ég geri það. Þetta lítur vel út.“ Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Lágmörkin ekki aðalatriðið fyrir sunddrottninguna sem stefnir miklu hærra. 30. mars 2015 17:45 Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016 Sundkonan magnaða með þriðja besta tímann í Evrópu í 200 metra baksundi. 30. mars 2015 17:12 Eygló Ósk fékk brons í 50 metra baksundi Nýbakaður Norðurlandamethafinn þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við Pólverja og Dana. 31. mars 2015 19:46 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir er fyrst Íslendinga búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 en það gerði hún er hún setti nýtt Norðurlandamet í 200 m baksundi á Opna danska meistaramótinu í sundi í fyrradag. Hún synti þá á 2:09,86 mínútum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni um tæpa hálfa sekúndu en lágmark Alþjóðasundsambandsins, FINA, inn á leikana í Ríó er 2:10,60 mínútur. Norðurlandametið, sem var sex ára gamalt og í eigu Pernille Larsen frá Danmörku, bætti hún um 0,41 sekúndu. „Ég er himinlifandi með að hafa náð þessu, alveg í skýjunum,“ sagði Eygló við Fréttablaðið í gær en hún var þá nýbúin að synda sig inn í úrslit í 50 m baksundi á lokadegi mótsins. Eygló virðist í afar góðu formi um þessar mundir og stefnir á að bæta sig enn meira á Íslandsmeistaramótinu [ÍM] í 50 m laug sem fer fram í Laugardalslauginni 10.-12. apríl. „Ég gef venjuleg allt sem ég á í ÍM, þó svo að það sé minni samkeppni en hér úti, en ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvernig mér gengur,“ segir Eygló. Eygló keppti á Ólympíuleikunum í London árið 2012, þá aðeins sautján ára gömul. Hún hafnaði þá í 20. sæti í 200 m baksundi og miðað við að hún er enn að bæta sig í greininni er ljóst að hún er líkleg til afreka í Ríó. „Það er vissulega léttir að vera búin að ná lágmarkinu og nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því næsta eina og hálfa árið. ÍM árið 2012 snerist eingöngu um að ná lágmarki fyrir London og það var mikil pressa á mér þá. Nú get ég fremur einbeitt mér að tækninni og öðrum þáttum,“ segir hún. „En auðvitað stefni ég mun hærra en að ná bara lágmarkinu.“vísir/valliHugurinn getur gert margt gott Hún segist hafa breytt aðeins til í æfingum fyrir þetta keppnistímabil og sinnt æfingum „á þurru landi“ betur samhliða æfingum í lauginni. „Ég hef lyft meira og gert ýmislegt á þurru landi sem hjálpar mikið til. Þá er ég reynslumeiri líka sem hjálpar til, enda getur hugurinn gert margt gott en líka margt slæmt,“ segir hún. „En heilt yfir líður mér mjög vel og ég hlakka til að koma heim og æfa.“ HM í 50 m laug fer fram í Kazan í Rússlandi í sumar og þar verður Eygló Ósk á meðal keppanda og stefnir hún hátt. Sem stendur er Eygló með fimmta besta árangur heimsins í 200 m baksundi og þann næstbesta í Evrópu. Eygló endaði síðasta ár af krafti er hún vann allar sex einstaklingsgreinar sínar á ÍM í 25 m laug og bætti hún als níu Íslandsmet á árinu. Nýja árið byrjar vel og og átti hún von á því að ná svo góðum árangri svo snemma á tímabilinu. „Ég er aðeins á undan áætlun og það boðar bara gott. Ég býst svo við að bæta mig enn meira í sumar og ég vona innilega að ég geri það. Þetta lítur vel út.“
Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Lágmörkin ekki aðalatriðið fyrir sunddrottninguna sem stefnir miklu hærra. 30. mars 2015 17:45 Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016 Sundkonan magnaða með þriðja besta tímann í Evrópu í 200 metra baksundi. 30. mars 2015 17:12 Eygló Ósk fékk brons í 50 metra baksundi Nýbakaður Norðurlandamethafinn þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við Pólverja og Dana. 31. mars 2015 19:46 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Lágmörkin ekki aðalatriðið fyrir sunddrottninguna sem stefnir miklu hærra. 30. mars 2015 17:45
Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016 Sundkonan magnaða með þriðja besta tímann í Evrópu í 200 metra baksundi. 30. mars 2015 17:12
Eygló Ósk fékk brons í 50 metra baksundi Nýbakaður Norðurlandamethafinn þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við Pólverja og Dana. 31. mars 2015 19:46