Smíðar smáskip í hjáverkum á Flateyri Guðrún Ansnes skrifar 19. mars 2015 12:00 Úlfar hefur ofboðslega gaman af að dúlla við skipin. Hann stefnir á að eyða meiri tíma í áhugamálið og minni tíma í hefðbundinn vinnudag. Mynd/Páll Önundarson Úlfar Önundarson kappkostar nú við að undirbúa sína fyrstu opinberu sýningu fyrir páska og mun hún fara fram í vinnuskúrnum hans á Flateyri. Hann mætti titla smáskipasmið í hjáverkum en hann hefur smíðað eftir fyrirmyndum síðan hann var tíu ára gamall. Hann stendur nú á sextugu. „Ég hef verið að smíða fjöldann allan af skipum, svo sem Titanic og svo er hér eftirmynd Bismarck sem hefur verið í vinnslu undanfarin fimm ár.“Býður rokkhunda velkomna Úlfar hefur í hyggju að laða að rokkara sem sækja alþýðuhátíðina Aldrei fór ég suður sem fyrir löngu er orðin víðfræg. Þrátt fyrir að þreyta frumraun sína í formlegu sýningarhaldi er fjarri lagi að það sé nýtt fyrir honum. Undanfarin ár hefur hann fengið til sín allt að sexhundruð manns yfir árið, í skúrinn, sem vilja berja verkin augum. Hingað til hefur Úlfar ekki sett mikið púður í markaðsmál og segir upplýsingar um skipin í skúrnum nánast alfarið hafa ferðast manna á milli. „Í skúrnum er alltaf heitt á könnunni og jafnan er bakkelsið ekki langt undan, hér kíkir fólk bara við og skoðar,“ segir Úlfar hógværðin uppmáluð.Fullkomnunarsinni Úlfar segist taka sér lengri tíma í hvert verk eftir því sem árin líða, og vill ekki um kenna hækkandi aldur heldur vaxandi fullkomnunaráráttu. „Maður var vanur að dúllast við þetta í kaffitímanum en nú tekur verkefnið mikið lengri tíma. Vinnan er núna farin að trufla mig í hobbýinu, ég ætla að fara að hætta þessari vinnu fljótlega,“ útskýrir Úlfar kíminn. Hann bætir jafnframt við að öll skipin hans hafi heljarinnar notagildi, þeim sé öllum hægt að koma fyrir í vatni. „Ég læt þau sigla um tjörnina hérna rétt hjá mér og það vekur jafnan athygli.“Fer ekki fet Aðspurður um hvort hann ætli sér að fylgja sýningunni frekar eftir og jafnvel færa hana á mölina segist Úlfar aldeilis halda ekki, enda feykinóg um að vera fyrir vestan.Fyrir áhugasama er tjéður skúr staðsettur við Drafnargötu 2 á Flateyri og öllum innilega velkomið að kíkja í kaffi og með því hjá Úlfari.Hér á Titanic ráða smáatriðin ríkjum svo það er eins gott að hafa þolinmæðina með sér í liði. Úlfar á nóg af slíku.Mynd/Páll Önundarson Aldrei fór ég suður Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Úlfar Önundarson kappkostar nú við að undirbúa sína fyrstu opinberu sýningu fyrir páska og mun hún fara fram í vinnuskúrnum hans á Flateyri. Hann mætti titla smáskipasmið í hjáverkum en hann hefur smíðað eftir fyrirmyndum síðan hann var tíu ára gamall. Hann stendur nú á sextugu. „Ég hef verið að smíða fjöldann allan af skipum, svo sem Titanic og svo er hér eftirmynd Bismarck sem hefur verið í vinnslu undanfarin fimm ár.“Býður rokkhunda velkomna Úlfar hefur í hyggju að laða að rokkara sem sækja alþýðuhátíðina Aldrei fór ég suður sem fyrir löngu er orðin víðfræg. Þrátt fyrir að þreyta frumraun sína í formlegu sýningarhaldi er fjarri lagi að það sé nýtt fyrir honum. Undanfarin ár hefur hann fengið til sín allt að sexhundruð manns yfir árið, í skúrinn, sem vilja berja verkin augum. Hingað til hefur Úlfar ekki sett mikið púður í markaðsmál og segir upplýsingar um skipin í skúrnum nánast alfarið hafa ferðast manna á milli. „Í skúrnum er alltaf heitt á könnunni og jafnan er bakkelsið ekki langt undan, hér kíkir fólk bara við og skoðar,“ segir Úlfar hógværðin uppmáluð.Fullkomnunarsinni Úlfar segist taka sér lengri tíma í hvert verk eftir því sem árin líða, og vill ekki um kenna hækkandi aldur heldur vaxandi fullkomnunaráráttu. „Maður var vanur að dúllast við þetta í kaffitímanum en nú tekur verkefnið mikið lengri tíma. Vinnan er núna farin að trufla mig í hobbýinu, ég ætla að fara að hætta þessari vinnu fljótlega,“ útskýrir Úlfar kíminn. Hann bætir jafnframt við að öll skipin hans hafi heljarinnar notagildi, þeim sé öllum hægt að koma fyrir í vatni. „Ég læt þau sigla um tjörnina hérna rétt hjá mér og það vekur jafnan athygli.“Fer ekki fet Aðspurður um hvort hann ætli sér að fylgja sýningunni frekar eftir og jafnvel færa hana á mölina segist Úlfar aldeilis halda ekki, enda feykinóg um að vera fyrir vestan.Fyrir áhugasama er tjéður skúr staðsettur við Drafnargötu 2 á Flateyri og öllum innilega velkomið að kíkja í kaffi og með því hjá Úlfari.Hér á Titanic ráða smáatriðin ríkjum svo það er eins gott að hafa þolinmæðina með sér í liði. Úlfar á nóg af slíku.Mynd/Páll Önundarson
Aldrei fór ég suður Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira