Sólstrandargæi í snjó á Sauðárkróki Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2015 06:30 Israel Martin var kjörinn besti þjálfarinn. Hér talar hann við sína menn í Tindastól. Fréttablaðið/Andri Marinó Israel Martin, Spánverjinn sem þjálfar Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta, var kjörinn besti þjálfarinn í seinni hluta deildarinnar þegar hún varð gerð upp í Laugardalnum í dag. Martin skilaði nýliðunum í annað sæti deildarinnar og mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Spánverjinn bauð ekki upp á sömu klisjuna og flestir þegar hann var spurður hvort þessi verðlaun hefðu mikla þýðingu fyrir hann. Oft eru íþróttamenn hérlendis vanir – sama hversu oft eða sjaldan þeir fá einstaklingsverðlaun – að segja þau engu máli skipta. Israel Martin var ekki á þeim buxunum. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði hann ákveðinn svo blaðamanni brá næstum, ekki vanur að heyra þetta. Hressandi. „Þetta gefur mér aukaorku og hvetur mig til dáða fyrir úrslitakeppnina. Ég og við strákarnir erum mjög ánægðir með árangurinn og við megum njóta hans,“ bætti Spánverjinn við. Hann vildi þó auðvitað þakka liðinu fyrir. „Þjálfari án leikmanna gerir lítið þannig að ég vil þakka leikmönnunum mínum. Þeir eru ástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun. Þessir strákar eru mér mjög mikilvægir.“Engin pressa á stólunum Tindastóll var lang næstbesta liðið í Dominos-deildinni í vetur. Það var sex stigum á eftir toppliði KR en átta stigum á undan Haukum og Njarðvík sem komu í næstu sætum. Miðað við gengið í deildarkeppninni er búist við miklu af Stólunum í úrslitakeppninni. „Við erum nýliðar og stóðum okkur frábærlega í deildinni og viljum komast langt í úrslitakeppninni. Það er samt engin pressa á okkur. Við höfum engu að tapa,“ segir Martin, en hvernig líst honum á mótherjann? „Þór er lið sem ég virði mikið. Það er gott lið með góðan sóknarleik sem sækir mikið á körfuna. Hjá okkur eru allir í góðu formi en við megum ekki hugsa um leik tvö áður en leikur eitt er búinn.“Úr sólinni í snjóinn Martin er frá Tenerife þar sem hann þjálfaði í sjö ár og byggði upp lið áður en hann hélt til Kanaríeyja og síðar til Kósóvó þaðan sem hann kom til Íslands. Miðað við veturinn sem hefur herjað á Ísland er skondið að hugsa til þess að þjálfarinn komi frá einum af vinsælustu sumarleyfisdvalarstöðum Íslendinga. „Það er einmitt mikið af fólki að spyrja mig að þessu,“ segir Martin og hlær. „En þetta er körfuboltalífið og þess vegna elska ég það. Maður fær tækifæri til að starfa í öðrum löndum og læra nýja hluti,“ segir Martin sem nýtur lífsins í Skagafirðinum. „Lífið er frábært. Ég er frá litlum bæ á Tenerife þar sem búa um 10.000 manns. Það eru auðvitað fleiri en á Sauðárkróki en samt. Það eru allir svo vinalegir í bænum og hugsa vel um mig, konuna og nýja barnið mitt. Við höfum allt sem við þurfum og því hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ég er mjög þakklátur,“ segir Martin.Verðum að hlúa að ungviðinu Aðspurður hversu góð íslenska deildin sé hugsar Martin sig aðeins um en segir svo: „Það eru auðvitað nokkrir landsliðsmenn farnir í atvinnumennsku þannig gæðin hafa farið aðeins niður á milli leiktíða. Ég er í sambandi við nokkra þjálfara í deildinni sem ég hef talað við um þetta,“ segir hann, en viðurkennir að erfitt sé að bera íslensku deildina saman við aðrar deildir. „Gæðin eru fín og þau munu bara aukast ef við hlúum að okkar strákum og gefum þeim mínútur. Við getum samt ekki borið íslensku deildina saman við aðrar því þetta er allt öðruvísi körfubolti. Hér eru menn minni og taka fleiri opin skot og þrista. Gæðin eru engu að síður fín,“ segir Israel Martin. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Sjá meira
Israel Martin, Spánverjinn sem þjálfar Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta, var kjörinn besti þjálfarinn í seinni hluta deildarinnar þegar hún varð gerð upp í Laugardalnum í dag. Martin skilaði nýliðunum í annað sæti deildarinnar og mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Spánverjinn bauð ekki upp á sömu klisjuna og flestir þegar hann var spurður hvort þessi verðlaun hefðu mikla þýðingu fyrir hann. Oft eru íþróttamenn hérlendis vanir – sama hversu oft eða sjaldan þeir fá einstaklingsverðlaun – að segja þau engu máli skipta. Israel Martin var ekki á þeim buxunum. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði hann ákveðinn svo blaðamanni brá næstum, ekki vanur að heyra þetta. Hressandi. „Þetta gefur mér aukaorku og hvetur mig til dáða fyrir úrslitakeppnina. Ég og við strákarnir erum mjög ánægðir með árangurinn og við megum njóta hans,“ bætti Spánverjinn við. Hann vildi þó auðvitað þakka liðinu fyrir. „Þjálfari án leikmanna gerir lítið þannig að ég vil þakka leikmönnunum mínum. Þeir eru ástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun. Þessir strákar eru mér mjög mikilvægir.“Engin pressa á stólunum Tindastóll var lang næstbesta liðið í Dominos-deildinni í vetur. Það var sex stigum á eftir toppliði KR en átta stigum á undan Haukum og Njarðvík sem komu í næstu sætum. Miðað við gengið í deildarkeppninni er búist við miklu af Stólunum í úrslitakeppninni. „Við erum nýliðar og stóðum okkur frábærlega í deildinni og viljum komast langt í úrslitakeppninni. Það er samt engin pressa á okkur. Við höfum engu að tapa,“ segir Martin, en hvernig líst honum á mótherjann? „Þór er lið sem ég virði mikið. Það er gott lið með góðan sóknarleik sem sækir mikið á körfuna. Hjá okkur eru allir í góðu formi en við megum ekki hugsa um leik tvö áður en leikur eitt er búinn.“Úr sólinni í snjóinn Martin er frá Tenerife þar sem hann þjálfaði í sjö ár og byggði upp lið áður en hann hélt til Kanaríeyja og síðar til Kósóvó þaðan sem hann kom til Íslands. Miðað við veturinn sem hefur herjað á Ísland er skondið að hugsa til þess að þjálfarinn komi frá einum af vinsælustu sumarleyfisdvalarstöðum Íslendinga. „Það er einmitt mikið af fólki að spyrja mig að þessu,“ segir Martin og hlær. „En þetta er körfuboltalífið og þess vegna elska ég það. Maður fær tækifæri til að starfa í öðrum löndum og læra nýja hluti,“ segir Martin sem nýtur lífsins í Skagafirðinum. „Lífið er frábært. Ég er frá litlum bæ á Tenerife þar sem búa um 10.000 manns. Það eru auðvitað fleiri en á Sauðárkróki en samt. Það eru allir svo vinalegir í bænum og hugsa vel um mig, konuna og nýja barnið mitt. Við höfum allt sem við þurfum og því hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ég er mjög þakklátur,“ segir Martin.Verðum að hlúa að ungviðinu Aðspurður hversu góð íslenska deildin sé hugsar Martin sig aðeins um en segir svo: „Það eru auðvitað nokkrir landsliðsmenn farnir í atvinnumennsku þannig gæðin hafa farið aðeins niður á milli leiktíða. Ég er í sambandi við nokkra þjálfara í deildinni sem ég hef talað við um þetta,“ segir hann, en viðurkennir að erfitt sé að bera íslensku deildina saman við aðrar deildir. „Gæðin eru fín og þau munu bara aukast ef við hlúum að okkar strákum og gefum þeim mínútur. Við getum samt ekki borið íslensku deildina saman við aðrar því þetta er allt öðruvísi körfubolti. Hér eru menn minni og taka fleiri opin skot og þrista. Gæðin eru engu að síður fín,“ segir Israel Martin.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Sjá meira