Getur einhver skákað Hamilton? Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2015 09:00 Nýtt tímabil í Formúlu 1, það 66. í röðinni, hefst um helgina og eins og alltaf er byrjað í Ástralíu. Keppni hefst stundvíslega klukkan 05.00 þannig að á sama tíma og ökumennirnir 20 ræsa vélarnar þurfa vekjaraklukkurnar að ræsa landann. Komandi keppnistímabil er mjög spennandi í ljósi mannabreytinganna sem áttu sér stað hjá stærstu liðunum. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel yfirgaf Red Bull og keyrir nú fyrir risann Ferrari. Fernando Alonso sá þá sæng sína upp reidda og fór aftur til McLaren, átta árum eftir að hann fór þaðan í fússi.Ekki sömu yfirburðir Lewis Hamilton á Mercedes er ríkjandi heimsmeistari. Það hafði enginn roð við honum og liðsfélaga hans, Nico Rosberg, í fyrra. Tímabilið var í raun aldrei spennandi því það þótti tíðindum sæta ef þeir félagarnir lentu ekki í tveimur efstu sætunum í öllum keppnum. „Það má alveg taka undir að yfirburðir Mercedes gerðu heildarmyndina í fyrra svolítið leiðinlega, en keppnirnar sem við fengum inn á milli voru stórkostlegar. Það má búast við alvöru keppni á Albert Park enda er það frábær braut. Þar eru alltaf framúrakstrar, árekstrar og læti. Þetta má enginn láta framhjá sér fara,“ segir Kristján Einar Kristjánsson, fyrrverandi Formúlu 3-ökumaður og sérfræðingur Stöðvar 2 Sports. Hann telur að yfirburðir Mercedes verði ekki þeir sömu: „Ég veit ekki hvort drottnunin verður sú sama en Mercedes er líklegast til afreka. Ég tek undir með öðrum að Hamilton er líklegasti sigurvegarinn en ég hef mikla trú á því sem Ferrari er að gera sem og samstarfi McLaren og Honda.“Vettel líklegri en Alonso Vistaskipti Alonsos og Vettels eru stóra sagan í byrjun nýs tímabils og Kristján Einar hefur mikla trú á honum hjá Ferrari. „Hann hefur auðvitað verið stórkostlegur ökumaður í gegnum tíðina. Hann keyrði áður fyrir sama lið og ég og þar talaði fólk um að hann væri ótrúlegur. Það segir auðvitað sitt að Ferrari láti Alonso fara til að búa til pláss fyrir hann. Með hann lítur Ferrari mjög vel út,“ segir Kristján Einar, en hvort spáir hann Þjóðverjanum eða Spánverjanum Alonso betri árangri í ár? „Þeir eru báðir frábærir og hafa eldað grátt silfur undanfarin ár. Þetta er bara spurning um hvor bíllinn verður betri, en Vettel og Ferrari líta betur út.“ Barn keyrir bíl Áhugaverðasti nýliðinn á komandi tímabili í Formúlunni er klárlega Hollendingurinn Max Verstappen. Þegar ræst verður í Ástralíu verður hann ekki nema 17 ára og 166 daga gamall. Hann verður sá langyngsti til að keppa í Formúlu 1 í sögunni, bætir met Jaimes Alguersuari um tvö ár. „Hann er alveg rosalega góður. Menn taka hann inn svona snemma til að tryggja sér þjónustu hans til framtíðar,“ segir Kristján Einar um Hollendinginn sem er rétt skriðinn yfir bílprófsaldur á Íslandi en er að fara að keppa í Formúlu 1. Faðir hans ók áður í Formúlu 1. „Pabbi hans er Jos „The Boss“ Verstappen sem keyrði áður fyrr í Formúlu 1. Samherji Verstappens er svo Carlos Sainz Jr., sonur Carlos Sainz fyrrverandi heimsmeistara í ralli. Það verður því skemmtilegur pabbarígur þarna í gangi,“ segir Kristján Einar og hlær.Þurfa að spara vélarnar Fyrir síðasta tímabil voru gerðar miklar reglubreytingar sem umbyltu íþróttinni. Það sama er ekki upp á teningnum núna, en þó var gerð ein breyting sem gæti haft mikil áhrif á lokaniðurstöðuna í deildinni. „Stærstu reglubreytingarnar núna tengjast vélunum,“ segir Kristján Einar, en búið er að fækka vélum sem hver og einn keppandi má nota úr fimm niður í fjórar. „Þetta er alveg ótrúlegt því menn voru í vandræðum með fimm í fyrra. Þetta mun reynast mönnum erfitt að ráða við eins og að mega bara nota fimm gerði í fyrra,“ segir hann. Þetta er strax farið að hafa áhrif og fyrsta keppnin ekki einu sinni byrjuð: „Stóru fréttirnar í æfingum fyrir fyrsta mótið í Ástralíu um helgina eru þær að Daniel Ricciardo á Red Bull er nú þegar búinn að skipta. Hann er kominn á vél tvö af fjórum og fyrsta mótið ekki einu sinni hafið. Þetta er náttúrlega bilun,“ segir Kristján Einar Kristjánsson. Útsending frá tímatökunni fyrir Ástralíukappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 5.50 á laugardagsmorgun og útsending frá keppninni sjálfri hefst klukkan 4.30 á sunnudagsmorgun. Skemmtilegt og fróðlegt myndband þar sem Kristján Einar fer rækilega yfir nýtt tímabil má finna á Vísi. Formúla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nýtt tímabil í Formúlu 1, það 66. í röðinni, hefst um helgina og eins og alltaf er byrjað í Ástralíu. Keppni hefst stundvíslega klukkan 05.00 þannig að á sama tíma og ökumennirnir 20 ræsa vélarnar þurfa vekjaraklukkurnar að ræsa landann. Komandi keppnistímabil er mjög spennandi í ljósi mannabreytinganna sem áttu sér stað hjá stærstu liðunum. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel yfirgaf Red Bull og keyrir nú fyrir risann Ferrari. Fernando Alonso sá þá sæng sína upp reidda og fór aftur til McLaren, átta árum eftir að hann fór þaðan í fússi.Ekki sömu yfirburðir Lewis Hamilton á Mercedes er ríkjandi heimsmeistari. Það hafði enginn roð við honum og liðsfélaga hans, Nico Rosberg, í fyrra. Tímabilið var í raun aldrei spennandi því það þótti tíðindum sæta ef þeir félagarnir lentu ekki í tveimur efstu sætunum í öllum keppnum. „Það má alveg taka undir að yfirburðir Mercedes gerðu heildarmyndina í fyrra svolítið leiðinlega, en keppnirnar sem við fengum inn á milli voru stórkostlegar. Það má búast við alvöru keppni á Albert Park enda er það frábær braut. Þar eru alltaf framúrakstrar, árekstrar og læti. Þetta má enginn láta framhjá sér fara,“ segir Kristján Einar Kristjánsson, fyrrverandi Formúlu 3-ökumaður og sérfræðingur Stöðvar 2 Sports. Hann telur að yfirburðir Mercedes verði ekki þeir sömu: „Ég veit ekki hvort drottnunin verður sú sama en Mercedes er líklegast til afreka. Ég tek undir með öðrum að Hamilton er líklegasti sigurvegarinn en ég hef mikla trú á því sem Ferrari er að gera sem og samstarfi McLaren og Honda.“Vettel líklegri en Alonso Vistaskipti Alonsos og Vettels eru stóra sagan í byrjun nýs tímabils og Kristján Einar hefur mikla trú á honum hjá Ferrari. „Hann hefur auðvitað verið stórkostlegur ökumaður í gegnum tíðina. Hann keyrði áður fyrir sama lið og ég og þar talaði fólk um að hann væri ótrúlegur. Það segir auðvitað sitt að Ferrari láti Alonso fara til að búa til pláss fyrir hann. Með hann lítur Ferrari mjög vel út,“ segir Kristján Einar, en hvort spáir hann Þjóðverjanum eða Spánverjanum Alonso betri árangri í ár? „Þeir eru báðir frábærir og hafa eldað grátt silfur undanfarin ár. Þetta er bara spurning um hvor bíllinn verður betri, en Vettel og Ferrari líta betur út.“ Barn keyrir bíl Áhugaverðasti nýliðinn á komandi tímabili í Formúlunni er klárlega Hollendingurinn Max Verstappen. Þegar ræst verður í Ástralíu verður hann ekki nema 17 ára og 166 daga gamall. Hann verður sá langyngsti til að keppa í Formúlu 1 í sögunni, bætir met Jaimes Alguersuari um tvö ár. „Hann er alveg rosalega góður. Menn taka hann inn svona snemma til að tryggja sér þjónustu hans til framtíðar,“ segir Kristján Einar um Hollendinginn sem er rétt skriðinn yfir bílprófsaldur á Íslandi en er að fara að keppa í Formúlu 1. Faðir hans ók áður í Formúlu 1. „Pabbi hans er Jos „The Boss“ Verstappen sem keyrði áður fyrr í Formúlu 1. Samherji Verstappens er svo Carlos Sainz Jr., sonur Carlos Sainz fyrrverandi heimsmeistara í ralli. Það verður því skemmtilegur pabbarígur þarna í gangi,“ segir Kristján Einar og hlær.Þurfa að spara vélarnar Fyrir síðasta tímabil voru gerðar miklar reglubreytingar sem umbyltu íþróttinni. Það sama er ekki upp á teningnum núna, en þó var gerð ein breyting sem gæti haft mikil áhrif á lokaniðurstöðuna í deildinni. „Stærstu reglubreytingarnar núna tengjast vélunum,“ segir Kristján Einar, en búið er að fækka vélum sem hver og einn keppandi má nota úr fimm niður í fjórar. „Þetta er alveg ótrúlegt því menn voru í vandræðum með fimm í fyrra. Þetta mun reynast mönnum erfitt að ráða við eins og að mega bara nota fimm gerði í fyrra,“ segir hann. Þetta er strax farið að hafa áhrif og fyrsta keppnin ekki einu sinni byrjuð: „Stóru fréttirnar í æfingum fyrir fyrsta mótið í Ástralíu um helgina eru þær að Daniel Ricciardo á Red Bull er nú þegar búinn að skipta. Hann er kominn á vél tvö af fjórum og fyrsta mótið ekki einu sinni hafið. Þetta er náttúrlega bilun,“ segir Kristján Einar Kristjánsson. Útsending frá tímatökunni fyrir Ástralíukappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 5.50 á laugardagsmorgun og útsending frá keppninni sjálfri hefst klukkan 4.30 á sunnudagsmorgun. Skemmtilegt og fróðlegt myndband þar sem Kristján Einar fer rækilega yfir nýtt tímabil má finna á Vísi.
Formúla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira