Fyrsti eða annar flokkur? Skjóðan skrifar 11. mars 2015 12:00 Sex og hálfuári eftir að bankarnir þrír féllu er samfélagið ekki búið að vinna sig út úr hruninu og því þrotabúsástandi sem fylgdi í kjölfarið. Slitabú gömlu bankanna eru óuppgerð og hillir ekki einu sinni undir uppgjör. Slitastjórn Glitnis hefur t.a.m. sett sér rekstraráætlun fram til ársins 2019, sem bendir til að á þeim bænum búast menn við að sitja við kjötkatlana í mörg ár enn. Talað er um að aflétta fjármagnshöftum en ljóst er að þeim verður ekki aflétt nema að hluta á meðan krónan er okkar mynt. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í haftakerfi eins og aðrir. Afleiðingarnar af því geta orðið geigvænlegar. Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna nemur u.þ.b. 120-150 milljörðum á ári og í höftum fá þeir ekki að fjárfesta annars staðar en á Íslandi. Seðlabankinn hefur búið til hjáleiðir fyrir sjóðina. Þannig var Icelandair á síðasta ári heimilað að gefa út skuldabréf í erlendri mynt til að selja fyrir krónur hér innanlands. Þessi bréf verða endurgreidd í gjaldeyri og jafngilda því erlendri fjárfestingu hjá kaupendum, sem eru fyrst og fremst íslensku lífeyrissjóðirnir. Svona einstakar hjáleiðir duga hins vegar ekki lífeyrissjóðunum. Umhverfið í heild sinni verður að vera viðunandi. Megnið af fjárfestingum lífeyrissjóðanna fer því inn á íslenska markaðinn. Þessa sér merki á miklum hækkunum á hlutabréfamarkaði og fasteignamarkaði. Þó þarf ekki að efa að lífeyrissjóðirnir fara eins varlega í fjárfestingar hér innanlands og kostur er. Stjórnendum þeirra er ljós sú hætta sem sjóðunum stafar af ofhitnun íslensks verðbréfamarkaðar. Í höftum geta lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar ekki stundað eðlilega áhættudreifingu á eignasafni sínu. Til lengdar hefur slíkt neikvæð áhrif á ávöxtun þeirra og þar með þjóðarhag. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir geta ekki hámarkað ávöxtun sína til lengri tíma og lágmarkað áhættu nema allar fjármagnshömlur hverfi, sem mun ekki gerast á meðan íslenska krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir þurfa á því að halda að Ísland verði hluti af stóru myntsvæði. Ríkisstjórnin vill halda í krónuna. Þetta er fátæktarstefna sem dregur úr lífskjörum fólks og skerðir afkomu fyrirtækja annarra en útflutningsfyrirtækja, sem hvort eð er hafa sínar tekjur, og skuldir eru í erlendri mynt. Venjuleg atvinnufyrirtæki og almenningur í landinu eiga ekki sama láni að fagna. Séum við Íslendingar sáttir við að vera annars flokks dugar krónan okkur vel áfram en ef við viljum komast í fyrsta flokk verðum við að losa okkur undan krónunni og gerast þátttakendur í stærra myntsvæði. Þetta er ekki flókið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Sex og hálfuári eftir að bankarnir þrír féllu er samfélagið ekki búið að vinna sig út úr hruninu og því þrotabúsástandi sem fylgdi í kjölfarið. Slitabú gömlu bankanna eru óuppgerð og hillir ekki einu sinni undir uppgjör. Slitastjórn Glitnis hefur t.a.m. sett sér rekstraráætlun fram til ársins 2019, sem bendir til að á þeim bænum búast menn við að sitja við kjötkatlana í mörg ár enn. Talað er um að aflétta fjármagnshöftum en ljóst er að þeim verður ekki aflétt nema að hluta á meðan krónan er okkar mynt. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í haftakerfi eins og aðrir. Afleiðingarnar af því geta orðið geigvænlegar. Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna nemur u.þ.b. 120-150 milljörðum á ári og í höftum fá þeir ekki að fjárfesta annars staðar en á Íslandi. Seðlabankinn hefur búið til hjáleiðir fyrir sjóðina. Þannig var Icelandair á síðasta ári heimilað að gefa út skuldabréf í erlendri mynt til að selja fyrir krónur hér innanlands. Þessi bréf verða endurgreidd í gjaldeyri og jafngilda því erlendri fjárfestingu hjá kaupendum, sem eru fyrst og fremst íslensku lífeyrissjóðirnir. Svona einstakar hjáleiðir duga hins vegar ekki lífeyrissjóðunum. Umhverfið í heild sinni verður að vera viðunandi. Megnið af fjárfestingum lífeyrissjóðanna fer því inn á íslenska markaðinn. Þessa sér merki á miklum hækkunum á hlutabréfamarkaði og fasteignamarkaði. Þó þarf ekki að efa að lífeyrissjóðirnir fara eins varlega í fjárfestingar hér innanlands og kostur er. Stjórnendum þeirra er ljós sú hætta sem sjóðunum stafar af ofhitnun íslensks verðbréfamarkaðar. Í höftum geta lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar ekki stundað eðlilega áhættudreifingu á eignasafni sínu. Til lengdar hefur slíkt neikvæð áhrif á ávöxtun þeirra og þar með þjóðarhag. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir geta ekki hámarkað ávöxtun sína til lengri tíma og lágmarkað áhættu nema allar fjármagnshömlur hverfi, sem mun ekki gerast á meðan íslenska krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir þurfa á því að halda að Ísland verði hluti af stóru myntsvæði. Ríkisstjórnin vill halda í krónuna. Þetta er fátæktarstefna sem dregur úr lífskjörum fólks og skerðir afkomu fyrirtækja annarra en útflutningsfyrirtækja, sem hvort eð er hafa sínar tekjur, og skuldir eru í erlendri mynt. Venjuleg atvinnufyrirtæki og almenningur í landinu eiga ekki sama láni að fagna. Séum við Íslendingar sáttir við að vera annars flokks dugar krónan okkur vel áfram en ef við viljum komast í fyrsta flokk verðum við að losa okkur undan krónunni og gerast þátttakendur í stærra myntsvæði. Þetta er ekki flókið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira