Málfrelsi LÍÚ Kristinn H. Gunnarsson skrifar 9. mars 2015 07:00 LÍÚ hefur gefið út línuna um það hverjir eru þeim þóknanlegir og hverjir ekki. Samtökin taka ekki þátt í opnum upplýsingafundum um sjávarútvegsmál ef einhver annar hefur framsögu en samtökin hafa stimplað og vottfest sem hæfa til umræðunnar. LÍÚ neitaði að standa að fundi með Pírötum vegna þess að mér hafði verið boðið að tala. Skýringar blaðafulltrúans lúta að persónunni. Það er farið í manninn en forðast að ræða málefnið. Það er kjarni málsins. Ætlunin er að losna við ákveðna einstaklinga út úr opinberri umræðu þar sem þeir tala um það sem á að þegja um. Þetta er rökrétt framhald af valdbeitingu sem frammámenn innan samtakanna hafa orðið berir að. Rétt er að rifja upp nokkur dæmi: Samherji fékk því ráðið árið 2002 að alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Vinstri græna flutti ekki hátíðarræðuna á sjómannadeginum á Akureyri. Gengið hafði verið frá því að þingmaðurinn talaði en hinn langi armur kvótaauðvaldsins á staðnum sætti sig ekki við ræðumanninn og annar alþingismaður úr öðrum flokki var fenginn til verksins. Forstjóri Samherja lokaði fiskvinnslu á Dalvík í framhaldi af rannsókn Seðlabankans á verðlagningu á afurðum fyrirtækisins sem seldar voru erlendis. Rannsóknar Seðlabankans var hefnt á Dalvík. Það voru skýr skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar. Forstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal reiddist svo bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann lét einn togara fyrirtækisins landa í Bolungarvík. Bæjarstjórnin vildi ekki ganga erinda LÍÚ og álykta eins og samtökin kröfðust í tilteknu máli. Skilaboðin voru líka skýr: Það hefur fjárhagslegar afleiðingar fyrir bæjarfélagið að hlýða ekki útgerðarvaldinu. Sjómenn í Bolungarvík leituðu réttar síns og sóttu lögboðið kaup. Forstjóri fyrirtækisins sagði upp tveimur sjómönnum sem gengu fram í því máli og bar við hagræðingu. Skilaboðin eru líka skýr: Það hefur afleiðingar að una ekki valdboðinu.Með rýting í bakinu LÍÚ gekkst fyrir útifundi á Austurvelli á síðasta kjörtímabili gegn þáverandi stjórnvöldum. Skipum með áhöfn var siglt til Reykjavíkur og sjómenn fengu skýr skilaboð um það sem ætlast var til af þeim. Sjómennirnir stóðu á Austurvelli í sjógöllum með rýting atvinnurekendavaldsins í bakinu. Forstjóri Samherja róaði Ísfirðinga með orðunum: Guggan verður áfram gul, áfram ÍS og áfram gerð út frá Ísafirði. Hann gekk á bak orða sinna að öllu leyti og fannst það allt í lagi. Hann sá bara eftir því að hafa lofað of miklu, ekki því að hafa vanefnt loforðið. Honum finnst allt í lagi að svipta Ísfirðinga vinnu, tekjum, umsvifum og sóknarfærum sem fylgja öflugri útgerð. Honum finnst að það eigi að taka því þegjandi og möglunarlaust. Þetta er það sem samtökin vilja þagga niður. Upprifjun á staðreyndum um vanefndir, valdníðslu og alvarlega vankanta á kvótakerfinu sem leiða til samþjöppunar auðs og valds. Það verður aldrei friður um kvótakerfið eins og það er. Ítrekaðar tilraunir útgerðarsamtakanna til þess að berja þjóðina til hlýðni eru dæmdar til þess að mistakast og munu bara virka eins og olía sem hellt er á bál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
LÍÚ hefur gefið út línuna um það hverjir eru þeim þóknanlegir og hverjir ekki. Samtökin taka ekki þátt í opnum upplýsingafundum um sjávarútvegsmál ef einhver annar hefur framsögu en samtökin hafa stimplað og vottfest sem hæfa til umræðunnar. LÍÚ neitaði að standa að fundi með Pírötum vegna þess að mér hafði verið boðið að tala. Skýringar blaðafulltrúans lúta að persónunni. Það er farið í manninn en forðast að ræða málefnið. Það er kjarni málsins. Ætlunin er að losna við ákveðna einstaklinga út úr opinberri umræðu þar sem þeir tala um það sem á að þegja um. Þetta er rökrétt framhald af valdbeitingu sem frammámenn innan samtakanna hafa orðið berir að. Rétt er að rifja upp nokkur dæmi: Samherji fékk því ráðið árið 2002 að alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Vinstri græna flutti ekki hátíðarræðuna á sjómannadeginum á Akureyri. Gengið hafði verið frá því að þingmaðurinn talaði en hinn langi armur kvótaauðvaldsins á staðnum sætti sig ekki við ræðumanninn og annar alþingismaður úr öðrum flokki var fenginn til verksins. Forstjóri Samherja lokaði fiskvinnslu á Dalvík í framhaldi af rannsókn Seðlabankans á verðlagningu á afurðum fyrirtækisins sem seldar voru erlendis. Rannsóknar Seðlabankans var hefnt á Dalvík. Það voru skýr skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar. Forstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal reiddist svo bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann lét einn togara fyrirtækisins landa í Bolungarvík. Bæjarstjórnin vildi ekki ganga erinda LÍÚ og álykta eins og samtökin kröfðust í tilteknu máli. Skilaboðin voru líka skýr: Það hefur fjárhagslegar afleiðingar fyrir bæjarfélagið að hlýða ekki útgerðarvaldinu. Sjómenn í Bolungarvík leituðu réttar síns og sóttu lögboðið kaup. Forstjóri fyrirtækisins sagði upp tveimur sjómönnum sem gengu fram í því máli og bar við hagræðingu. Skilaboðin eru líka skýr: Það hefur afleiðingar að una ekki valdboðinu.Með rýting í bakinu LÍÚ gekkst fyrir útifundi á Austurvelli á síðasta kjörtímabili gegn þáverandi stjórnvöldum. Skipum með áhöfn var siglt til Reykjavíkur og sjómenn fengu skýr skilaboð um það sem ætlast var til af þeim. Sjómennirnir stóðu á Austurvelli í sjógöllum með rýting atvinnurekendavaldsins í bakinu. Forstjóri Samherja róaði Ísfirðinga með orðunum: Guggan verður áfram gul, áfram ÍS og áfram gerð út frá Ísafirði. Hann gekk á bak orða sinna að öllu leyti og fannst það allt í lagi. Hann sá bara eftir því að hafa lofað of miklu, ekki því að hafa vanefnt loforðið. Honum finnst allt í lagi að svipta Ísfirðinga vinnu, tekjum, umsvifum og sóknarfærum sem fylgja öflugri útgerð. Honum finnst að það eigi að taka því þegjandi og möglunarlaust. Þetta er það sem samtökin vilja þagga niður. Upprifjun á staðreyndum um vanefndir, valdníðslu og alvarlega vankanta á kvótakerfinu sem leiða til samþjöppunar auðs og valds. Það verður aldrei friður um kvótakerfið eins og það er. Ítrekaðar tilraunir útgerðarsamtakanna til þess að berja þjóðina til hlýðni eru dæmdar til þess að mistakast og munu bara virka eins og olía sem hellt er á bál.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar