Rosalega ánægð með mína stöðu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2015 10:00 Hafdís náði að vera meðal tólf efstu. vísir/epa Hafdís Sigurðardóttir var nokkuð frá sínu besta í langstökkinu á EM innanhúss í gær en náði þó tólfta sætinu líkt og hún stefndi að. Hún hélt að það myndi skila sér inn í úrslitin en hún komst svo að því kvöldið fyrir keppni að aðeins átta bestu færu í úrslit. „Það var svolítið svekkjandi að komast að því. Svo var náttúrulega týpískt að ég lenti í tólfta sæti sem var sætið sem ég taldi að myndi skila mér inn,“ sagði Hafdís létt og hló við. Hafdís stökk best 6,35 metra en Íslandsmet hennar er 6,47 metrar. Jöfnun á Íslandsmeti hefði reyndar ekki dugað henni í úrslit því sú sem komst síðust inn var með stökk upp á 6,53 metra. „Mér líður alveg ágætlega eftir þetta allt saman. Ég er bara nokkuð sátt og ætla ekki að svekkja mig. Ég brosi bara. Ég reyndi að njóta þessa eins og ég gat og þetta var rosalega gaman,“ sagði Hafdís jákvæð. „Auðvitað er þetta alltaf svolítið stressandi. Ég ætlaði auðvitað að vera nær Íslandsmetinu mínu en þetta. Svona er þetta. Það eru ekki alltaf jólin í þessu. Ég er samt þokkalega sátt. Ég byrjaði á góðu stökki og fór að líða betur með mig. Svo vorum við margar og löng bið milli stökka. Þetta fór svona í dag.“ Hafdís segir að þetta hafi verið góð reynsla líka og hún er heilt yfir ánægð með sína stöðu. „Ég er rosalega ánægð með mína stöðu á Evrópulistanum og hvar ég endaði núna. Þetta er flottur árangur og ég er stolt af mínum árangri. Ég fæ ekkert nema gleðina yfir því að hafa náð tólfta sætinu samt, því miður.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag. 6. mars 2015 12:42 Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11 Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45 Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24 Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu. 6. mars 2015 11:02 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir var nokkuð frá sínu besta í langstökkinu á EM innanhúss í gær en náði þó tólfta sætinu líkt og hún stefndi að. Hún hélt að það myndi skila sér inn í úrslitin en hún komst svo að því kvöldið fyrir keppni að aðeins átta bestu færu í úrslit. „Það var svolítið svekkjandi að komast að því. Svo var náttúrulega týpískt að ég lenti í tólfta sæti sem var sætið sem ég taldi að myndi skila mér inn,“ sagði Hafdís létt og hló við. Hafdís stökk best 6,35 metra en Íslandsmet hennar er 6,47 metrar. Jöfnun á Íslandsmeti hefði reyndar ekki dugað henni í úrslit því sú sem komst síðust inn var með stökk upp á 6,53 metra. „Mér líður alveg ágætlega eftir þetta allt saman. Ég er bara nokkuð sátt og ætla ekki að svekkja mig. Ég brosi bara. Ég reyndi að njóta þessa eins og ég gat og þetta var rosalega gaman,“ sagði Hafdís jákvæð. „Auðvitað er þetta alltaf svolítið stressandi. Ég ætlaði auðvitað að vera nær Íslandsmetinu mínu en þetta. Svona er þetta. Það eru ekki alltaf jólin í þessu. Ég er samt þokkalega sátt. Ég byrjaði á góðu stökki og fór að líða betur með mig. Svo vorum við margar og löng bið milli stökka. Þetta fór svona í dag.“ Hafdís segir að þetta hafi verið góð reynsla líka og hún er heilt yfir ánægð með sína stöðu. „Ég er rosalega ánægð með mína stöðu á Evrópulistanum og hvar ég endaði núna. Þetta er flottur árangur og ég er stolt af mínum árangri. Ég fæ ekkert nema gleðina yfir því að hafa náð tólfta sætinu samt, því miður.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag. 6. mars 2015 12:42 Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11 Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45 Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24 Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu. 6. mars 2015 11:02 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag. 6. mars 2015 12:42
Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11
Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45
Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24
Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu. 6. mars 2015 11:02