Heilsa

Hrist fram úr erminni

Rikka skrifar
Vísir/Getty

Hristingar eru eitt af því besta sem ég fæ mér í morgunmat og börnin mín líka. Ég geri sérstakar útgáfur handa þeim sem ég nefni eftir vinsælustu ofurhetjunum hverju sinni.

Ég, eins og aðrir, vakna þó stundum aðeins of seint og hef þá ekki tíma til þess að fara að saxa, undirbúa og hvað þá þrífa eftir eldamennskuna. Í stað þess að rjúka út í morgunmyrkrið dag eftir dag með tóman maga ákvað ég að reyna að finna lausnir á þessu vandamáli mínu.

1 Keyptu inn á sunnudögum

Vertu búin að ákveða uppskriftir að hristingum fyrir vikuna og keyptu inn hráefnið á sunnudegi.

Það sem þig vantar helst eru:

- frosnir ávextir (jarðarber, bláber, mangó, lárperur)

- ferskt salat (spínat, grænkál)

- ferskar jurtir (engifer, túrmerik)

- ferskir ávextir (bananar, epli, sítrusávextir)

- hnetur og fræ (chia-fræ, hörfræ, kasjúhnetur)

- olíur og smjör (kókosolía, hnetusmjör, omega-olíur)

- vökvi (möndlumjólk, kókosvatn, safar)

- næringarduft, prótínduft, bee pollen, maca-duft o.fl.

2 Skerðu niður grænmetið og ávextina sem þú þarft fyrir vikuna og settu þá í plastbox sem má frysta, það er miklu umhverfisvænna en að setja allt í plastpoka eins og margir gera. Ef þú ert að undirbúa fleiri en eina uppskrift getur verið ágætt að skrifa á boxin þann vökva sem á að blanda í hristinginn.

3 Það skiptir svolitlu máli að raða rétt í blandarann. Byrjaðu á því að setja vökvann og létta hráefnið fyrst og endaðu svo á því að setja frosnu bitana saman við. Þá blandast þetta allt betur saman. Ekki gleyma því að setja lokið á, ég veit um þó nokkur dæmi þar sem það hefur gerst.

4 Helltu drykknum úr og njóttu strax eða taktu með þér í ferðaglas. Settu volgt vatn upp að helmingi blandaraglassins, einn dropa af uppþvottalegi og settu aftur í gang. Sko, nú er þrifunum lokið á örskotsstundu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.