Kári: Leyfi Aroni Einari að skora ef hann kemst í færi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. mars 2015 07:00 Kári spilar 90 mínútur í hverjum einasta leik og segist alveg vera til í svona vikufrí. vísir/getty „Þetta gerist ekki oft hjá mér en þetta var hrikalega gaman. Ekki síst í ljósi þess hvað þetta var mikilvægt marki,“ segir landsliðsmaðurinn Kári Árnason en hann var hetja síns liðs, Rotherham, í enska boltanum um síðustu helgi.Sjá einnig:Sjáðu þrumuskot Jóa Berg og þrumuskalla Kára Þá skoraði Kári sigurmark Rotherham gegn Millwall í rosalegum fallslag. Mark Kára kom fimm mínútum fyrir leikslok og markið hans sá til þess að Rotherham er nú sex stigum á undan Millwall sem er í fallsæti. „Þetta var eiginlega sex stiga skalli hjá mér. Þetta var ekki fallegasti knattspyrnuleikur sem ég hef tekið þátt í. Þetta var mikill kraftabolti en skemmtilegur. Við vorum búnir að fá mikið af mörkum á okkur í síðustu leikjum og töldum okkur vera betri en við vorum. Ég rann á rassinn um daginn og gaf mark og það var gott að snúa taflinu við í næsta leik og tryggja sigur.“Aron Einar reynir eflaust að koma sér í nóg af færumvísir/gettyBiðu inn í klefa í 90 mínútur Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir og þeir tóku tapinu ekki með neinu jafnaðargeði. Þeir slógust við lögregluna eftir leik og í raun við alla sem vildu slást. Fyrir vikið gátu Kári og félagar ekki farið heim á þeim tíma sem þeir vildu. „Okkur var haldið inni í klefa í 90 mínútur út af þessum látum. Það var lítið við því að gera. Í gamla daga hefðu menn sennilega fengið sér bjór meðan þeir biðu en núna sátu menn bara með símann úti í horni og drápu tímann,“ segir Kári og hlær dátt.*Cardiff óvænt í basli Það er lítill tími til þess að hvíla lúin bein því í kvöld fær Rotherham lið Cardiff, með Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða, í heimsókn. „Þeir eru líka í helvítis basli. Það er svolítið skrítið miðað við mannskapinn hjá þeim. Það hefur bara ekkert gengið hjá þeim í ár eins og gerist stundum. Þetta verður hörkuleikur. Við náðum jafntefli við þá á útivelli og vonumst eftir því að vinna þá heima. Við sjáum hvað setur.“ Það er stutt í næsta landsleik hjá Íslandi þannig að Kári ætlar ekkert að vera allt of harðleikinn við Aron Einar í leiknum. „Það er allt of stutt í landsleik til þess að vera í einhverju rugli. Ég leyfi honum bara að skora ef hann kemst í færi,“ sagði Kári léttur.vísir/gettyMyndi þiggja vikufrí Næsta verkefni landsliðsins er einmitt leikur gegn Kasakstan þann 28. mars næstkomandi. Kári er búinn að bíða eftir þeim leik. „Ég hlakka til. Það er búið að vera mikið álag á mér samt. Ég hef spilað alla leiki og sloppið við meiðsli. Ég myndi því alveg þiggja frí í svona viku en það gleymist allt þegar maður mætir í landsliðsverkefni,“ segir Kári sem er svolítið spenntur fyrir því að koma til Kasakstans í fyrsta skipti. „Það verður gaman að koma þangað. Það hafa ekki allir fengið tækifæri til að koma þangað. Verkefnið sem slíkt leggst vel í mig. Það er alveg ljóst að við verðum að bæta okkur frá því í síðasta leik.“Tékkaleikurinn ekki boðlegur Síðasti alvöruleikur liðsins var einmitt úti í Tékklandi þar sem Ísland tapaði, 2-1. Þrátt fyrir það eru strákarnir enn í öðru sæti síns riðils en Hollendingar eru þó aðeins þrem stigum á eftir Íslandi. Tékkar eru á toppnum. „Það þarf að fara vel yfir hvað fór úrskeiðis í þeim leik því það var ansi margt. Við verðum að líta inn á við og laga það sem þarf því þetta var ekki boðlegt. Í kjölfarið leggjum við þann leik til hliðar þegar við erum búnir að læra af honum. Við verðum líka að einblína á það sem við höfum gert vel og það er líka heilmargt,“ segir Kári ákveðinn en hann hefur litlar áhyggjur af sóknarleik liðsins þó framherjar liðsins séu annaðhvort lítið að spila eða meiddir. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við erum með það mikið af hæfileikaríkum strákum þarna.“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
„Þetta gerist ekki oft hjá mér en þetta var hrikalega gaman. Ekki síst í ljósi þess hvað þetta var mikilvægt marki,“ segir landsliðsmaðurinn Kári Árnason en hann var hetja síns liðs, Rotherham, í enska boltanum um síðustu helgi.Sjá einnig:Sjáðu þrumuskot Jóa Berg og þrumuskalla Kára Þá skoraði Kári sigurmark Rotherham gegn Millwall í rosalegum fallslag. Mark Kára kom fimm mínútum fyrir leikslok og markið hans sá til þess að Rotherham er nú sex stigum á undan Millwall sem er í fallsæti. „Þetta var eiginlega sex stiga skalli hjá mér. Þetta var ekki fallegasti knattspyrnuleikur sem ég hef tekið þátt í. Þetta var mikill kraftabolti en skemmtilegur. Við vorum búnir að fá mikið af mörkum á okkur í síðustu leikjum og töldum okkur vera betri en við vorum. Ég rann á rassinn um daginn og gaf mark og það var gott að snúa taflinu við í næsta leik og tryggja sigur.“Aron Einar reynir eflaust að koma sér í nóg af færumvísir/gettyBiðu inn í klefa í 90 mínútur Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir og þeir tóku tapinu ekki með neinu jafnaðargeði. Þeir slógust við lögregluna eftir leik og í raun við alla sem vildu slást. Fyrir vikið gátu Kári og félagar ekki farið heim á þeim tíma sem þeir vildu. „Okkur var haldið inni í klefa í 90 mínútur út af þessum látum. Það var lítið við því að gera. Í gamla daga hefðu menn sennilega fengið sér bjór meðan þeir biðu en núna sátu menn bara með símann úti í horni og drápu tímann,“ segir Kári og hlær dátt.*Cardiff óvænt í basli Það er lítill tími til þess að hvíla lúin bein því í kvöld fær Rotherham lið Cardiff, með Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða, í heimsókn. „Þeir eru líka í helvítis basli. Það er svolítið skrítið miðað við mannskapinn hjá þeim. Það hefur bara ekkert gengið hjá þeim í ár eins og gerist stundum. Þetta verður hörkuleikur. Við náðum jafntefli við þá á útivelli og vonumst eftir því að vinna þá heima. Við sjáum hvað setur.“ Það er stutt í næsta landsleik hjá Íslandi þannig að Kári ætlar ekkert að vera allt of harðleikinn við Aron Einar í leiknum. „Það er allt of stutt í landsleik til þess að vera í einhverju rugli. Ég leyfi honum bara að skora ef hann kemst í færi,“ sagði Kári léttur.vísir/gettyMyndi þiggja vikufrí Næsta verkefni landsliðsins er einmitt leikur gegn Kasakstan þann 28. mars næstkomandi. Kári er búinn að bíða eftir þeim leik. „Ég hlakka til. Það er búið að vera mikið álag á mér samt. Ég hef spilað alla leiki og sloppið við meiðsli. Ég myndi því alveg þiggja frí í svona viku en það gleymist allt þegar maður mætir í landsliðsverkefni,“ segir Kári sem er svolítið spenntur fyrir því að koma til Kasakstans í fyrsta skipti. „Það verður gaman að koma þangað. Það hafa ekki allir fengið tækifæri til að koma þangað. Verkefnið sem slíkt leggst vel í mig. Það er alveg ljóst að við verðum að bæta okkur frá því í síðasta leik.“Tékkaleikurinn ekki boðlegur Síðasti alvöruleikur liðsins var einmitt úti í Tékklandi þar sem Ísland tapaði, 2-1. Þrátt fyrir það eru strákarnir enn í öðru sæti síns riðils en Hollendingar eru þó aðeins þrem stigum á eftir Íslandi. Tékkar eru á toppnum. „Það þarf að fara vel yfir hvað fór úrskeiðis í þeim leik því það var ansi margt. Við verðum að líta inn á við og laga það sem þarf því þetta var ekki boðlegt. Í kjölfarið leggjum við þann leik til hliðar þegar við erum búnir að læra af honum. Við verðum líka að einblína á það sem við höfum gert vel og það er líka heilmargt,“ segir Kári ákveðinn en hann hefur litlar áhyggjur af sóknarleik liðsins þó framherjar liðsins séu annaðhvort lítið að spila eða meiddir. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við erum með það mikið af hæfileikaríkum strákum þarna.“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira