Stjórnin syndir á móti straumnum Sigurjón M. Egilsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Í undirbúningi er bann við verðtryggðum neytendalánum. Þó ekki að fullu. Meðan unnið er að lagasetningu um bann við verðtryggðum lánum, það er í tuttugu og fimm ár eða lengur, vill svo til að flest það fólk sem tekur lán til íbúðarkaupa kýs að taka verðtryggð lán frekar en óverðtryggð. Ríkisstjórnin hyggst synda á móti straumnum. Taka vinsælasta kostinn frá fólki, og það með lagaboði. Hvað ætli valdi því að fólk vill almennt verðtryggð lán frekar en óverðtryggð? Að það sé haldið kvalalosta? Nei, ætli ástæðan sé ekki frekar sú að vaxtapíningin hér hreki fólk til að taka verðtryggð lán. Afborganir af óverðtryggðum lánum eru svo miklar að allur almenningur stendur ekki undir afborgunum og vöxtum. Formaður velferðarnefndar Alþingis, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sagði í þingræðu að ólíklegt sé að þeir lántakendur sem í dag taka fjörutíu ára verðtryggð lán muni flytja sig yfir í óverðtryggð lán. Hún sagði að í raun muni sú aðgerð fyrst og fremst draga úr húsnæðisöryggi fólks með lægri tekjur því mánaðarleg greiðslubyrði yrði hærri. Ef Sigríður Ingibjörg er að greina þetta rétt, munu væntanleg lög þrengja enn að lántakendum. Hvað ætli valdi því að fólk velur verðtryggð lán frekar en óverðtryggð? Kann að vera að ástæðan sé staða krónunnar og hversu háir vextir eru af óverðtryggðum lánum? Við erum með níutíu sinnum hærri stýrivexti en eru á evrusvæðinu, margfalt hærri en eru á öðrum Norðurlöndum. Vaxtapíningin á Íslandi hrekur fólk til að taka verðtryggð lán. Þannig á það möguleika á að standa undir íbúðarkaupum. Auðvitað vilja Íslendingar ekki vera einir með verðtryggingu á neytendalánum, við viljum ekki heldur vera með gjaldmiðil sem hvergi er gjaldgengur og enginn veit í raun hvers virði er. Til að lifa við þá óvissu sem þessu öllu fylgir er val neytenda að láta sig hafa verðtryggð lán frekar en að borga þá himinháu vexti sem annars þyrfti að gera. Kostirnir eru vondir. Fólki þykir verðtryggingin skást. Áður en samstaða næst um afnám verðtyggingar er þeim sem vilja ákveða slíkt bent á að lesa nýjasta hefti Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. „Á árinu 2014 hefur eftirspurn eftir verðtryggðum íbúðalánum verið meiri en eftir óverðtryggðum. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari þróun eins og minnkun verðbólgu og verðbólguvæntinga, en raunvextir óverðtryggðra lána hafa hækkað þar sem nafnvextir þeirra hafa verið óbreyttir síðustu misserin.“ Það er einmitt það. Vaxtapíningin hefur þau áhrif að fólk sér ekki betri kost en verðtryggingu. Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að þau vinni að því að jafna kjör okkar og hinnar norrænu ríkjanna og umfram allt ekki sameinast um að svipta lýðinn, þjakaðan af alls kyns okri og óáran, þeirri leið sem fólk kýs að fara í viðleitni sinni til að geta eignast eigin íbúð. Ef fólk finnur á eigin skinni að betra sé að verjast verðtryggðu láni en óverðtryggðu, þá á bara að leyfa því það, leyfa fólkinu að velja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
Í undirbúningi er bann við verðtryggðum neytendalánum. Þó ekki að fullu. Meðan unnið er að lagasetningu um bann við verðtryggðum lánum, það er í tuttugu og fimm ár eða lengur, vill svo til að flest það fólk sem tekur lán til íbúðarkaupa kýs að taka verðtryggð lán frekar en óverðtryggð. Ríkisstjórnin hyggst synda á móti straumnum. Taka vinsælasta kostinn frá fólki, og það með lagaboði. Hvað ætli valdi því að fólk vill almennt verðtryggð lán frekar en óverðtryggð? Að það sé haldið kvalalosta? Nei, ætli ástæðan sé ekki frekar sú að vaxtapíningin hér hreki fólk til að taka verðtryggð lán. Afborganir af óverðtryggðum lánum eru svo miklar að allur almenningur stendur ekki undir afborgunum og vöxtum. Formaður velferðarnefndar Alþingis, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sagði í þingræðu að ólíklegt sé að þeir lántakendur sem í dag taka fjörutíu ára verðtryggð lán muni flytja sig yfir í óverðtryggð lán. Hún sagði að í raun muni sú aðgerð fyrst og fremst draga úr húsnæðisöryggi fólks með lægri tekjur því mánaðarleg greiðslubyrði yrði hærri. Ef Sigríður Ingibjörg er að greina þetta rétt, munu væntanleg lög þrengja enn að lántakendum. Hvað ætli valdi því að fólk velur verðtryggð lán frekar en óverðtryggð? Kann að vera að ástæðan sé staða krónunnar og hversu háir vextir eru af óverðtryggðum lánum? Við erum með níutíu sinnum hærri stýrivexti en eru á evrusvæðinu, margfalt hærri en eru á öðrum Norðurlöndum. Vaxtapíningin á Íslandi hrekur fólk til að taka verðtryggð lán. Þannig á það möguleika á að standa undir íbúðarkaupum. Auðvitað vilja Íslendingar ekki vera einir með verðtryggingu á neytendalánum, við viljum ekki heldur vera með gjaldmiðil sem hvergi er gjaldgengur og enginn veit í raun hvers virði er. Til að lifa við þá óvissu sem þessu öllu fylgir er val neytenda að láta sig hafa verðtryggð lán frekar en að borga þá himinháu vexti sem annars þyrfti að gera. Kostirnir eru vondir. Fólki þykir verðtryggingin skást. Áður en samstaða næst um afnám verðtyggingar er þeim sem vilja ákveða slíkt bent á að lesa nýjasta hefti Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. „Á árinu 2014 hefur eftirspurn eftir verðtryggðum íbúðalánum verið meiri en eftir óverðtryggðum. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari þróun eins og minnkun verðbólgu og verðbólguvæntinga, en raunvextir óverðtryggðra lána hafa hækkað þar sem nafnvextir þeirra hafa verið óbreyttir síðustu misserin.“ Það er einmitt það. Vaxtapíningin hefur þau áhrif að fólk sér ekki betri kost en verðtryggingu. Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að þau vinni að því að jafna kjör okkar og hinnar norrænu ríkjanna og umfram allt ekki sameinast um að svipta lýðinn, þjakaðan af alls kyns okri og óáran, þeirri leið sem fólk kýs að fara í viðleitni sinni til að geta eignast eigin íbúð. Ef fólk finnur á eigin skinni að betra sé að verjast verðtryggðu láni en óverðtryggðu, þá á bara að leyfa því það, leyfa fólkinu að velja.