Atkinson: Veðrið bauð mig velkominn með stóru V-i Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 06:00 Jeremy Atkinson fór snemma af velli. Mynd/skjáskot „Ég er búinn að horfa á þetta aftur. Manni er kennt að gefa boltann á dómarann sem er næstur þér. Hann hefur líklega talið að hann væri ekki næstur mér,“ segir Jeremy Atkinson, bandarískur leikmaður Stjörnunnar í Dominos-deildinni í körfubolta, um tæknivillu sem hann fékk í leik gegn Haukum á mánudagskvöldið. Brotið var á Atkinson þegar hann ætlaði upp í sniðskot og villa réttilega dæmd á Hauka. Atkinson blakaði þá boltanum í átt að Jóni Guðmundssyni dómara sem brást við með að gefa honum tæknivillu. Það sem verra var fyrir Stjörnumenn var að þetta var fimmta villan sem Bandaríkjamaðurinn fékk og voru þeir því án hans það sem eftir lifði af leiknum. Þarna voru fimm mínútur eftir og Stjarnan tíu stigum undir. Haukarnir gengu á lagið og kláruðu leikinn. „Dómarar eiga að dæma leikinn en ekki að ákvarða útkomuna. Það eru bara leikmennirnir og þjálfararnir sem eiga að hafa bein áhrif á hvernig leikurinn fer,“ segir Atkinson við Fréttablaðið og bætir við: „Þetta drap auðvitað leikinn. Svo má líka sjá hvernig villurnar skiptust í öðrum leikhluta. Það hallaði aðeins á okkur.“ Hann er steinhissa á því að þarna hafi verið dæmd tæknivilla en ætlar að passa sig næst. „Næst legg ég boltann á gólfið þar sem ég gríp hann. Það ætti ekki að skaða neinn,“ segir Atkinson. Þessi 24 ára gamli framherji frá Norður-Karólínu þekkir lítið annað en sólina og hitann í suðrinu í Bandaríkjunum þar sem spilaði háskólaboltann. Fyrstu vikurnar á Íslandi hafa því verið áhugaverðar með rokið og snjóinn beint í andlitið á hverjum morgni. „Veðrið bauð mig velkominn með stóru V-i,“ segir hann léttur. Honum líkar dvölin á klakanum fyrir utan eitt: „Mig vantar fleiri veitingastaði.“ Aðspurður hvert hann fari núna til að fá sér að borða hlær Atkinson og segir: „American Style og Serrano.“ - tom Dominos-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Fleiri fréttir Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira
„Ég er búinn að horfa á þetta aftur. Manni er kennt að gefa boltann á dómarann sem er næstur þér. Hann hefur líklega talið að hann væri ekki næstur mér,“ segir Jeremy Atkinson, bandarískur leikmaður Stjörnunnar í Dominos-deildinni í körfubolta, um tæknivillu sem hann fékk í leik gegn Haukum á mánudagskvöldið. Brotið var á Atkinson þegar hann ætlaði upp í sniðskot og villa réttilega dæmd á Hauka. Atkinson blakaði þá boltanum í átt að Jóni Guðmundssyni dómara sem brást við með að gefa honum tæknivillu. Það sem verra var fyrir Stjörnumenn var að þetta var fimmta villan sem Bandaríkjamaðurinn fékk og voru þeir því án hans það sem eftir lifði af leiknum. Þarna voru fimm mínútur eftir og Stjarnan tíu stigum undir. Haukarnir gengu á lagið og kláruðu leikinn. „Dómarar eiga að dæma leikinn en ekki að ákvarða útkomuna. Það eru bara leikmennirnir og þjálfararnir sem eiga að hafa bein áhrif á hvernig leikurinn fer,“ segir Atkinson við Fréttablaðið og bætir við: „Þetta drap auðvitað leikinn. Svo má líka sjá hvernig villurnar skiptust í öðrum leikhluta. Það hallaði aðeins á okkur.“ Hann er steinhissa á því að þarna hafi verið dæmd tæknivilla en ætlar að passa sig næst. „Næst legg ég boltann á gólfið þar sem ég gríp hann. Það ætti ekki að skaða neinn,“ segir Atkinson. Þessi 24 ára gamli framherji frá Norður-Karólínu þekkir lítið annað en sólina og hitann í suðrinu í Bandaríkjunum þar sem spilaði háskólaboltann. Fyrstu vikurnar á Íslandi hafa því verið áhugaverðar með rokið og snjóinn beint í andlitið á hverjum morgni. „Veðrið bauð mig velkominn með stóru V-i,“ segir hann léttur. Honum líkar dvölin á klakanum fyrir utan eitt: „Mig vantar fleiri veitingastaði.“ Aðspurður hvert hann fari núna til að fá sér að borða hlær Atkinson og segir: „American Style og Serrano.“ - tom
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Fleiri fréttir Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira