Flétta úr hári langömmu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 12:00 Vísir/GVA Elín Bríta Sigvaldadóttir, vöruhönnuður býr í bjartri og fallegri íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt kærastanum sínum, sex mánaða gömlum syni þeirra og tveimur köttum. Íbúðin er björt, falleg og hana prýða fjölmargir ólíkir og áhugaverðir munir enda blundar smá safnaragen í Elínu, þótt hún sé dugleg að sortera og breyta. Í gluggakistunni stendur steinskál full af fallegum steinum. „Ég safna steinum, ég bara get ekki fleygt þeim. Ég er mjög hrifin af steinum yfirhöfuð og hef safnað þeim síðan ég var lítil.“ Elín hefur gaman af alls kyns hlutum, hvaðan sem þeir koma. „Þetta er voða „random“, hvort sem hlutirnir eru gamlir, nýir eða ættargripir. Bara hlutir sem mér finnst fallegir.“ Um stofuna ómar tónlist sem berst úr einum af uppáhaldshlutum Elínar, gömlu kassettutæki, og í hlýlegum hægindastól teygir annar kötturinn makindalega úr sér og geispar á meðan Elín hefst handa við að sýna okkur eftirlætishlutina sína. Fylgist með syninum "Þessa dagana er uppáhaldsstaðurinn minn hér, strákurinn minn er oft að leika sér hér á gólfinu og þá sit ég hér,“ segir Elín og bendir á tekkskrifborð sem hangir á einum stofuveggnum. Skrifborðið fylgdi með hansahillum sem eru á ganginum fullar af ýmsum áhugaverðum og fallegum munum sem Elín hefur sankað að sér.Vísir/GVASorgarskart Fyrsti gripurinn sem Elín sýnir okkur er óvenjulegur erfðagripur. „Þetta er gert úr hári langömmu minnar. Hún gaf syni sínum, afa mínum þetta þegar hann flutti til Bandaríkjanna að læra svo hann myndi aldrei gleyma henni,“ segir Elín og heldur áfram að lýsa fíngerðri fléttunni: „Þetta er kallað sorgarskart, var mikið gert á Viktoríutímanum og er hnýtt úr hárinu á henni. Þetta er fyrir vasaúr, ég hélt alltaf að þetta væri armband. Ég vann útskriftarverkefni mitt eiginlega út frá þessum hlut. Ég gerði skartgripi og inn í einum var hár af sjálfri mér sem ég hnýtti sjálf.“Vísir/GVAFallegt á veggjunum Mikið af íslenskri myndlist skreytir veggina á heimilinu. „Við vorum að hengja upp þessa myndlist eftir vini okkar. Við gáfum sjálfum okkur myndina til vinstri í jólagjöf, hún er eftir Steingrím Gauta Ingólfsson,“ segir Elín. Hinar myndirnar tvær eru eftir Halldór Ragnarsson en Elín og kærastinn hennar gefa hvort öðru oft myndlist í gjafir.Vísir/GVA Gamalt gullÍ svefnherberginu hangir gulli slegin ljósapera, peran er erfðagripur og er kveikt á henni á hverju kvöldi. „Ljósaperuna erfði ég frá afa mínum. Þegar hann dó þá fann ég hana í geymslunni hjá honum. Hún er frá 1960 og eitthvað og virkar enn þá.“Vísir/GVA Á Óskalistanum Á ganginum hangir Strap-spegill frá danska merkinu Hay sem Elín fékk í jólagjöf. „Spegillinn var búinn að vera lengi á óskalistanum,” segir Elín og bætir við að sex mánaða gamall sonur hennar elski að horfa á sjálfan sig í speglinum þegar hún gengur með hann fram hjá honum.Vísir/GVAKassettutækið Um bjarta stofuna leika ljúfir tónar sem berast úr gamaldags kassettutæki. Kassettutækið keypti kærasti Elínar og er það orðið eitt af uppáhaldsraftækjunum á heimilinu. „Mér finnst eitthvað pínu sjarmerandi við það og gamaldags,“ segir Elín og bætir við: „Manni finnst eitthvað svo stutt síðan en samt eru svona tuttugu ár síðan fólk átti kassettutæki.“ Hús og heimili Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Elín Bríta Sigvaldadóttir, vöruhönnuður býr í bjartri og fallegri íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt kærastanum sínum, sex mánaða gömlum syni þeirra og tveimur köttum. Íbúðin er björt, falleg og hana prýða fjölmargir ólíkir og áhugaverðir munir enda blundar smá safnaragen í Elínu, þótt hún sé dugleg að sortera og breyta. Í gluggakistunni stendur steinskál full af fallegum steinum. „Ég safna steinum, ég bara get ekki fleygt þeim. Ég er mjög hrifin af steinum yfirhöfuð og hef safnað þeim síðan ég var lítil.“ Elín hefur gaman af alls kyns hlutum, hvaðan sem þeir koma. „Þetta er voða „random“, hvort sem hlutirnir eru gamlir, nýir eða ættargripir. Bara hlutir sem mér finnst fallegir.“ Um stofuna ómar tónlist sem berst úr einum af uppáhaldshlutum Elínar, gömlu kassettutæki, og í hlýlegum hægindastól teygir annar kötturinn makindalega úr sér og geispar á meðan Elín hefst handa við að sýna okkur eftirlætishlutina sína. Fylgist með syninum "Þessa dagana er uppáhaldsstaðurinn minn hér, strákurinn minn er oft að leika sér hér á gólfinu og þá sit ég hér,“ segir Elín og bendir á tekkskrifborð sem hangir á einum stofuveggnum. Skrifborðið fylgdi með hansahillum sem eru á ganginum fullar af ýmsum áhugaverðum og fallegum munum sem Elín hefur sankað að sér.Vísir/GVASorgarskart Fyrsti gripurinn sem Elín sýnir okkur er óvenjulegur erfðagripur. „Þetta er gert úr hári langömmu minnar. Hún gaf syni sínum, afa mínum þetta þegar hann flutti til Bandaríkjanna að læra svo hann myndi aldrei gleyma henni,“ segir Elín og heldur áfram að lýsa fíngerðri fléttunni: „Þetta er kallað sorgarskart, var mikið gert á Viktoríutímanum og er hnýtt úr hárinu á henni. Þetta er fyrir vasaúr, ég hélt alltaf að þetta væri armband. Ég vann útskriftarverkefni mitt eiginlega út frá þessum hlut. Ég gerði skartgripi og inn í einum var hár af sjálfri mér sem ég hnýtti sjálf.“Vísir/GVAFallegt á veggjunum Mikið af íslenskri myndlist skreytir veggina á heimilinu. „Við vorum að hengja upp þessa myndlist eftir vini okkar. Við gáfum sjálfum okkur myndina til vinstri í jólagjöf, hún er eftir Steingrím Gauta Ingólfsson,“ segir Elín. Hinar myndirnar tvær eru eftir Halldór Ragnarsson en Elín og kærastinn hennar gefa hvort öðru oft myndlist í gjafir.Vísir/GVA Gamalt gullÍ svefnherberginu hangir gulli slegin ljósapera, peran er erfðagripur og er kveikt á henni á hverju kvöldi. „Ljósaperuna erfði ég frá afa mínum. Þegar hann dó þá fann ég hana í geymslunni hjá honum. Hún er frá 1960 og eitthvað og virkar enn þá.“Vísir/GVA Á Óskalistanum Á ganginum hangir Strap-spegill frá danska merkinu Hay sem Elín fékk í jólagjöf. „Spegillinn var búinn að vera lengi á óskalistanum,” segir Elín og bætir við að sex mánaða gamall sonur hennar elski að horfa á sjálfan sig í speglinum þegar hún gengur með hann fram hjá honum.Vísir/GVAKassettutækið Um bjarta stofuna leika ljúfir tónar sem berast úr gamaldags kassettutæki. Kassettutækið keypti kærasti Elínar og er það orðið eitt af uppáhaldsraftækjunum á heimilinu. „Mér finnst eitthvað pínu sjarmerandi við það og gamaldags,“ segir Elín og bætir við: „Manni finnst eitthvað svo stutt síðan en samt eru svona tuttugu ár síðan fólk átti kassettutæki.“
Hús og heimili Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira