Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 27. janúar 2015 07:00 Íslenska þjálfarateymið á hliðarlínunni í gær. Vísir/Eva Björk Ísland féll í gær úr leik á HM í handbolta eftir öruggan sigur Dana á strákunum okkar í 16-liða úrslitum, 30-25. Frammistaða Íslands náði sjaldan þeim hæðum sem þurfti til að ná langt á þessu móti. Strákarnir töpuðu einfaldlega fyrir betra liði í gær og það viðurkenndu þeir fúslega sjálfir í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn í gær. Danir nýttu sér enn einu sinni slaka byrjun íslenska liðsins í þessu móti og gerðu í raun út um raunhæfan möguleika Íslands á sigri á fyrsta stundarfjórðungnum. Svo slæm var byrjun okkar manna. Fyrir leik sagði Aron Kristjánsson að lykilatriði fyrir Ísland væri að klára sóknirnar almennilega og standa af sér hröð áhlaup danska liðsins. Það gekk engan veginn upp í upphafi leiksins í gær. Strákarnir tóku þvinguð skot sem Niklas Landin átti ekki í erfiðleikum með og lokaði hann hreinlega markinu fyrstu sjö mínútur leiksins. Á þeim tíma komst Danmörk 6-0 yfir og Ísland átti aldrei endurkomuleið.Vantar að höggva á hnútinn Sú var tíðin að Ísland gat nánast bókað sigur í sínum leikjum ef varnarleikur og markvarsla liðsins var nógu góð til að halda andstæðingnum undir 30 mörkum. Sóknin sá svo um rest. En þetta vopn íslenska liðsins virðist vera minningin ein í dag. „Ég hef áhyggjur af skotógnuninni utan af velli,“ sagði Aron Kristjánsson eftir leikinn í gær. „Öll bestu liðin í keppninni eru með leikmenn sem höggva á hnúta með langskotum. Það dregur varnirnar fram, hægt er að vinna betur með línumanni og allir fá meira pláss,“ sagði Aron. „Okkur tókst að skora 28 mörk gegn framliggjandi vörn Egyptalands en í dag spiluðum við gegn danskri 6-0 vörn sem er með sterkan markvörð þar að auki. Það var erfitt.“ Eins og Aron bendir á virtist sóknarleikurinn einungis í lagi gegn Egyptalandi en heilt yfir var hann vandamál í þessu móti – því varnarleikurinn var oftast í lagi og frammistaða Björgvins Páls Gústavssonar í mótinu var mun betri en margir þorðu að vona fyrirfram.Frekari kynslóðaskipti í vændum Aron hrósaði leikmönnum fyrir baráttu og dugnað, ekki síst við erfiðar aðstæður gegn Egyptalandi þar sem liðið var nýbúið að missa Aron Pálmarsson úr hópnum. En hann segir að liðið hafi mætt ofjarli sínum í gær. Margir lykilmenn Íslands voru á löngum köflum ólíkir sjálfum sér og aðspurður um framtíð íslenska liðsins segir hann ljóst að ákveðnar breytingar séu í vændum. „Við höfum verið á mörkum kynslóðaskipta en ákváðum að gefa þessum hópi leikmanna sem er hér tækifæri til að kalla fram toppframmistöðu á stórmóti. En það þarf að huga að þessum skiptum og taka í réttum skrefum. Nú förum við heim, skoðum þetta mót vandlega og metum næstu skref,“ sagði Aron. Næsta verkefni er að koma Íslandi á EM 2016 og Aron segir að það sé gríðarlega mikilvægt. „Tíminn er ótrúlega knappur og við fáum fáar æfingar fyrir hvern leik. Það er því ekki hægt að gera margar breytingar strax en kannski einhverjar,“ segir hann. „Aðalatriðið er að allir séu heilir heilsu og reiðubúnir að takast á við þá áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum,“ segir hann. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri: Mótið er vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur með tapið gegn Dönum. Hann segir að liðið hafi ekki spilað vel í mótinu og vonar að Íslendingur verði heimsmeistari. 26. janúar 2015 21:12 Björgvin Páll: Súrt að falla úr leik á móti Dönum Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað. 26. janúar 2015 21:01 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Einkunnir Gaupa: Sex leikmenn fá lægstu einkunn Líkt og áður gefur Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. 26. janúar 2015 20:47 Vignir: Auðvitað eigum við erindi í keppnina Vignir Svavarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu báðir þrjú mörk úr þremur skotum af línunni. Vignir hrósaði Dönunum eftir leikinn. 26. janúar 2015 20:56 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Ísland féll í gær úr leik á HM í handbolta eftir öruggan sigur Dana á strákunum okkar í 16-liða úrslitum, 30-25. Frammistaða Íslands náði sjaldan þeim hæðum sem þurfti til að ná langt á þessu móti. Strákarnir töpuðu einfaldlega fyrir betra liði í gær og það viðurkenndu þeir fúslega sjálfir í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn í gær. Danir nýttu sér enn einu sinni slaka byrjun íslenska liðsins í þessu móti og gerðu í raun út um raunhæfan möguleika Íslands á sigri á fyrsta stundarfjórðungnum. Svo slæm var byrjun okkar manna. Fyrir leik sagði Aron Kristjánsson að lykilatriði fyrir Ísland væri að klára sóknirnar almennilega og standa af sér hröð áhlaup danska liðsins. Það gekk engan veginn upp í upphafi leiksins í gær. Strákarnir tóku þvinguð skot sem Niklas Landin átti ekki í erfiðleikum með og lokaði hann hreinlega markinu fyrstu sjö mínútur leiksins. Á þeim tíma komst Danmörk 6-0 yfir og Ísland átti aldrei endurkomuleið.Vantar að höggva á hnútinn Sú var tíðin að Ísland gat nánast bókað sigur í sínum leikjum ef varnarleikur og markvarsla liðsins var nógu góð til að halda andstæðingnum undir 30 mörkum. Sóknin sá svo um rest. En þetta vopn íslenska liðsins virðist vera minningin ein í dag. „Ég hef áhyggjur af skotógnuninni utan af velli,“ sagði Aron Kristjánsson eftir leikinn í gær. „Öll bestu liðin í keppninni eru með leikmenn sem höggva á hnúta með langskotum. Það dregur varnirnar fram, hægt er að vinna betur með línumanni og allir fá meira pláss,“ sagði Aron. „Okkur tókst að skora 28 mörk gegn framliggjandi vörn Egyptalands en í dag spiluðum við gegn danskri 6-0 vörn sem er með sterkan markvörð þar að auki. Það var erfitt.“ Eins og Aron bendir á virtist sóknarleikurinn einungis í lagi gegn Egyptalandi en heilt yfir var hann vandamál í þessu móti – því varnarleikurinn var oftast í lagi og frammistaða Björgvins Páls Gústavssonar í mótinu var mun betri en margir þorðu að vona fyrirfram.Frekari kynslóðaskipti í vændum Aron hrósaði leikmönnum fyrir baráttu og dugnað, ekki síst við erfiðar aðstæður gegn Egyptalandi þar sem liðið var nýbúið að missa Aron Pálmarsson úr hópnum. En hann segir að liðið hafi mætt ofjarli sínum í gær. Margir lykilmenn Íslands voru á löngum köflum ólíkir sjálfum sér og aðspurður um framtíð íslenska liðsins segir hann ljóst að ákveðnar breytingar séu í vændum. „Við höfum verið á mörkum kynslóðaskipta en ákváðum að gefa þessum hópi leikmanna sem er hér tækifæri til að kalla fram toppframmistöðu á stórmóti. En það þarf að huga að þessum skiptum og taka í réttum skrefum. Nú förum við heim, skoðum þetta mót vandlega og metum næstu skref,“ sagði Aron. Næsta verkefni er að koma Íslandi á EM 2016 og Aron segir að það sé gríðarlega mikilvægt. „Tíminn er ótrúlega knappur og við fáum fáar æfingar fyrir hvern leik. Það er því ekki hægt að gera margar breytingar strax en kannski einhverjar,“ segir hann. „Aðalatriðið er að allir séu heilir heilsu og reiðubúnir að takast á við þá áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum,“ segir hann.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri: Mótið er vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur með tapið gegn Dönum. Hann segir að liðið hafi ekki spilað vel í mótinu og vonar að Íslendingur verði heimsmeistari. 26. janúar 2015 21:12 Björgvin Páll: Súrt að falla úr leik á móti Dönum Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað. 26. janúar 2015 21:01 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Einkunnir Gaupa: Sex leikmenn fá lægstu einkunn Líkt og áður gefur Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. 26. janúar 2015 20:47 Vignir: Auðvitað eigum við erindi í keppnina Vignir Svavarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu báðir þrjú mörk úr þremur skotum af línunni. Vignir hrósaði Dönunum eftir leikinn. 26. janúar 2015 20:56 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Snorri: Mótið er vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur með tapið gegn Dönum. Hann segir að liðið hafi ekki spilað vel í mótinu og vonar að Íslendingur verði heimsmeistari. 26. janúar 2015 21:12
Björgvin Páll: Súrt að falla úr leik á móti Dönum Björgvin Páll Gústavsson varði tuttugu skot á móti Dönum í kvöld og var enn einu sinni besti leikmaður mótsins. Björgvin Páll var veikur í gær og um tíma óvíst hvort hann gæti spilað. 26. janúar 2015 21:01
Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53
Einkunnir Gaupa: Sex leikmenn fá lægstu einkunn Líkt og áður gefur Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. 26. janúar 2015 20:47
Vignir: Auðvitað eigum við erindi í keppnina Vignir Svavarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu báðir þrjú mörk úr þremur skotum af línunni. Vignir hrósaði Dönunum eftir leikinn. 26. janúar 2015 20:56