Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 07:00 Bent Nyegaard hefur ekki teljandi áhyggjur af leiknum í dag þar sem danska liðið er miklu betra en það íslenska að hans sögn. vísir/Eva Björk Bent Nyegaard, fyrrverandi handboltaþjálfari og einn þekktasti sérfræðingur Dana um íþróttina, var ánægður með að Danmörk fékk Ísland í 16-liða úrslitum HM í handbolta. Liðin eigast við í kvöld. „Eins og staðan er núna finnst mér að Ísland standi hvergi nærri danska landsliðinu. Ég sé í raun ekki fyrir mér að Ísland eigi möguleika en við þekkjum þó söguna og vitum að leikir liðanna hafa oft verið jafnir og spennandi,“ sagði Nyegaard í samtali við Fréttablaðið í gær. Helsti munurinn á liðunum er breidd leikmannahópsins og markvarðastöður liðanna að mati Nyegaard. „Þar hafa Danir mikla yfirburði,“ segir hann en bætir við að Ísland geti, á góðum degi, verið hættulegur andstæðingur líkt og liðið sýndi í æfingaleik liðanna í byrjun mánaðarins. „Þá tókst okkur ekki að leysa hlaupin hjá Snorra [Steini Guðjónssyni] og línuspilið á [Róbert] Gunnarsson. Danir spiluðu afar illa í þeim leik en engu að síður sé ég bara ekki fyrir mér að Danmörk eigi í vandræðum með lið þar sem gæðamunurinn í nokkrum stöðum er svo yfirgnæfandi mikill, Danmörku í hag.“vísir/eva björkErfitt að meta íslenska liðið Þegar viðtalið var tekið var óvíst hvort Aron Pálmarsson myndi spila með íslenska liðinu í kvöld eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi í síðustu viku. Aron missti af leiknum gegn Egyptalandi sem tryggði strákunum sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Ég vona að Aron spili með í leiknum því ég tel að það sé betra ef lið undirbýr sig að spila gegn sterkasta mögulega liði andstæðingsins,“ segir Nyegaard og bætir við að það hafi verið erfitt að meta íslenska liðið út frá frammistöðu þess til þessa. „Alexander Petersson er leikmaður í hæsta gæðaflokki en hann hefur átt erfitt í þessu móti. Þá hefur Ásgeir [Örn Hallgrímsson] komið inn og staðið sig vel. Guðjón Valur [Sigurðsson] skoraði þrettán mörk gegn Egyptalandi en ekkert gegn Tékklandi. Svo átti [Björgvin Páll] Gústavsson skyndilega góðan leik gegn Egyptalandi. Maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu liðið er.“vísir/eva björkVæri stórslys að tapa Nyegaard segir að staðan á danska liðinu sé ágæt þó svo að hann telji að það eigi enn mikið inni. Frammistaða liðsins gegn Póllandi hafi gefið það í skyn. „Það er meira í vændum frá danska liðinu ef allt gengur upp í 60 mínútur. Pólland er ekki andstæðingur í hæsta gæðaflokki. Liðið gerði 17 mistök í gær en Danmörk 12. Þetta var því ekki toppleikur í gær, hvernig sem á það er litið,“ segir hann. „En vörnin hefur verið að þéttast hjá Dönum og ég á erfitt að sjá fyrir mér að Snorri muni valda jafn miklum usla í danska liðinu og hann gerði fyrir tveimur vikum.“ Það kæmi honum þó ekki á óvart að Ísland myndi stíga upp og spila góðan leik þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. „Ég hins vegar býst við að Danir geri það líka. Enda væri það stórslys fyrir danskan handbolta að detta út á þessu stigi mótsins. Miðað við stöðuna á íslenska liðinu finnst mér það góður kostur að mæta Íslandi nú. Guðmundur og Aron eru báðir klókir þjálfarar og afar færir en Guðmundur hefur nú forskot á Aron því hann er með langtum betra lið í höndunum. Hvað mig varðar er það bara svo einfalt.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30 Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30 Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51 Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Ásgeir Örn: Ennþá sætara að vinna þá ef maður þekkir þá Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn margra leikmanna sem þekkir vel til í danska landsliðinu. 25. janúar 2015 16:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Bent Nyegaard, fyrrverandi handboltaþjálfari og einn þekktasti sérfræðingur Dana um íþróttina, var ánægður með að Danmörk fékk Ísland í 16-liða úrslitum HM í handbolta. Liðin eigast við í kvöld. „Eins og staðan er núna finnst mér að Ísland standi hvergi nærri danska landsliðinu. Ég sé í raun ekki fyrir mér að Ísland eigi möguleika en við þekkjum þó söguna og vitum að leikir liðanna hafa oft verið jafnir og spennandi,“ sagði Nyegaard í samtali við Fréttablaðið í gær. Helsti munurinn á liðunum er breidd leikmannahópsins og markvarðastöður liðanna að mati Nyegaard. „Þar hafa Danir mikla yfirburði,“ segir hann en bætir við að Ísland geti, á góðum degi, verið hættulegur andstæðingur líkt og liðið sýndi í æfingaleik liðanna í byrjun mánaðarins. „Þá tókst okkur ekki að leysa hlaupin hjá Snorra [Steini Guðjónssyni] og línuspilið á [Róbert] Gunnarsson. Danir spiluðu afar illa í þeim leik en engu að síður sé ég bara ekki fyrir mér að Danmörk eigi í vandræðum með lið þar sem gæðamunurinn í nokkrum stöðum er svo yfirgnæfandi mikill, Danmörku í hag.“vísir/eva björkErfitt að meta íslenska liðið Þegar viðtalið var tekið var óvíst hvort Aron Pálmarsson myndi spila með íslenska liðinu í kvöld eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi í síðustu viku. Aron missti af leiknum gegn Egyptalandi sem tryggði strákunum sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Ég vona að Aron spili með í leiknum því ég tel að það sé betra ef lið undirbýr sig að spila gegn sterkasta mögulega liði andstæðingsins,“ segir Nyegaard og bætir við að það hafi verið erfitt að meta íslenska liðið út frá frammistöðu þess til þessa. „Alexander Petersson er leikmaður í hæsta gæðaflokki en hann hefur átt erfitt í þessu móti. Þá hefur Ásgeir [Örn Hallgrímsson] komið inn og staðið sig vel. Guðjón Valur [Sigurðsson] skoraði þrettán mörk gegn Egyptalandi en ekkert gegn Tékklandi. Svo átti [Björgvin Páll] Gústavsson skyndilega góðan leik gegn Egyptalandi. Maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu liðið er.“vísir/eva björkVæri stórslys að tapa Nyegaard segir að staðan á danska liðinu sé ágæt þó svo að hann telji að það eigi enn mikið inni. Frammistaða liðsins gegn Póllandi hafi gefið það í skyn. „Það er meira í vændum frá danska liðinu ef allt gengur upp í 60 mínútur. Pólland er ekki andstæðingur í hæsta gæðaflokki. Liðið gerði 17 mistök í gær en Danmörk 12. Þetta var því ekki toppleikur í gær, hvernig sem á það er litið,“ segir hann. „En vörnin hefur verið að þéttast hjá Dönum og ég á erfitt að sjá fyrir mér að Snorri muni valda jafn miklum usla í danska liðinu og hann gerði fyrir tveimur vikum.“ Það kæmi honum þó ekki á óvart að Ísland myndi stíga upp og spila góðan leik þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. „Ég hins vegar býst við að Danir geri það líka. Enda væri það stórslys fyrir danskan handbolta að detta út á þessu stigi mótsins. Miðað við stöðuna á íslenska liðinu finnst mér það góður kostur að mæta Íslandi nú. Guðmundur og Aron eru báðir klókir þjálfarar og afar færir en Guðmundur hefur nú forskot á Aron því hann er með langtum betra lið í höndunum. Hvað mig varðar er það bara svo einfalt.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30 Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30 Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51 Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00 Ásgeir Örn: Ennþá sætara að vinna þá ef maður þekkir þá Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn margra leikmanna sem þekkir vel til í danska landsliðinu. 25. janúar 2015 16:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Aron Kristjáns: Helmingslíkur á að Aron spili gegn Dönum Landsliðsþjálfarinn segir íslenska liðið verða að ljúka sóknum sínum vel gegn Dönum til að verða ekki refsað. 25. janúar 2015 18:30
Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30
Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins Allt gert til að koma Aroni Pálmarssyni í lag fyrir morgundaginn þegar Íslendingar mæta Dönum. 25. janúar 2015 15:51
Guðmundur: Ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi Strákarnir okkar mæta fyrrverandi lærimeistara sínum í 16 liða úrslitum á HM í kvöld. 26. janúar 2015 06:00
Ásgeir Örn: Ennþá sætara að vinna þá ef maður þekkir þá Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn margra leikmanna sem þekkir vel til í danska landsliðinu. 25. janúar 2015 16:30