Handbolti

Líkamsárásin á Aron mögulega örlagavaldur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar
Þungt högg Aron Pálmarsson fékk að finna fyrir því. Fréttablaðið/Eva Björk
Þungt högg Aron Pálmarsson fékk að finna fyrir því. Fréttablaðið/Eva Björk
Aron Pálmarsson spilar ekki með íslenska landsliðinu gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Þetta staðfesti Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, í gærmorgun.

„Aron fékk höfuðhögg undir kjálkann [gegn Tékklandi] og líklega er ástæðan fyrir [heilahristingnum] að hann fékk höfuðhögg fyrir nokkrum vikum. Þá var hann orðinn veikur fyrir. Það er ekki víst en líklegt,“ sagði Örnólfur en Aron varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Örnólfur sagði engu að síður að það hefði ekki verið áhættusamt að láta Aron spila í Katar.

Örnólfur sagði að líklegra væri en ekki að Aron spilaði ekki meira á heimsmeistaramótinu en það kæmi þó ekki í ljós strax.

„Hvað heilahristing varðar verður maður að fara eftir einkennum. Hann verður að vera einkennalaus áður en hann byrjar að hreyfa sig á ný,“ sagði Örnólfur.

„Ef hann verður svo í lagi við áreynslu má hann spila en ef hann verður áfram með einkenni verður hann að hvíla á ný.“ Aron hefur verið lykilmaður í íslenska liðinu á mótinu til þessa og ljóst að hans verður saknað þegar strákarnir leika gegn Egyptalandi klukkan 16.00 í dag.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron

Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×