Káta kylfinginn í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2015 06:45 Fyrirliðinn Guðjón Valur fann hamingjustaðinn sinn í gær. fréttablaðið/eva björk Það kann að hljóma furðulega en landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sagði eftir fyrsta sigur Íslands á HM í Katar að margt mætti læra af kylfingnum Happy Gilmore úr samnefndri kvikmynd frá tíunda áratug síðustu aldar.* Ísland vann í gær átta marka sigur á Alsír, 32-24, eftir að hafa lent 6-0 undir eftir sjö mínútna leik. Strákarnir héldu uppteknum hætti frá síðasta leik og fóru ítrekað illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var svo loks í síðari hálfleik að strákarnir fóru að spila af eðlilegri getu í sóknarleiknum og tóku loksins völdin eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Ég veit að það hljómar asnalega en til þess að spila vel þarftu að eiga þinn „happy place“ – alveg eins og Happy Gilmore,“ sagði Guðjón Valur en fyrir ókunnuga þá átti kylfingurinn kröftugi í stöðugum vandræðum með púttin sín þar til að hann róaði taugarnar og kom sér á góðan stað í huganum – fann sitt „happy place“. „Það er alveg eins hjá okkur. Þetta er ekkert annað en andlegt vandamál. Það er ekki eins og við höfum gleymt því að skjóta á markið en við þurftum bara að komast á góðan stað í huganum til að spila vel. Það vilja allir standa sig vel í vinnunni sinni og okkur líður illa þegar við stöndum okkur illa í okkar vinnu.“Tonni léttari „Mér finnst eins og að ég sé tonni léttari en ég var,“ sagði hann og bendir réttilega á að þrátt fyrir allt hafi liðið ekki verið að spila illa framan af leik. „Þeir hefðu aldrei skorað sex mörk ef þeir hefðu ekki keyrt í bakið á okkur eftir hvert klúður á fætur öðru hjá okkur.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að halda rónni en nauðsynlegt að komast inn í leikinn og vinna sigur. „Það var helvíti erfitt en maður sá hvernig lundin varð léttari með hverjum unnum bolta og hverju hraðaupphlaupsmarki. Um leið varð þetta allt miklu auðveldara.“ Þrátt fyrir að strákarnir hafi heilt yfir ekki náð að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum hér og það er ljóst að liðið á enn alla möguleika á að fara langt hér í Katar. Til þess þarf íslenska liðið að stórbæta sinn leik – svo mikið er ljóst – en Guðjón Valur er þess fullviss að það takist. „Við þurfum hver á stuðningi annars að halda. Við erum einn maður – einn hugur – og spiluðum sem slíkur í dag. Við ætlum okkur að halda áfram að gera það,“ segir hann og bendir á að Ísland hafi áður gert góða hluti á stórmótum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Við unnum silfur í Peking 2008 og brons í Austurríki 2010 en í báðum mótum voru riðlarnir ekkert frábærir. Svo eru mót eins og HM 2011 og ÓL 2012 þar sem við unnum allt í riðlinum en stóðum svo eftir með ekki neitt,“ segir hann. „Við þurfum stíganda. Eftir riðlakeppnina tekur við bikarkeppni [í 16 liða úrslitunum] og við þurfum að komast þangað. Hvernig við gerum það – mér gæti ekki verið meira sama. Ég vil bara að við verðum betri og betri og mér fannst leikurinn í kvöld vera skref í rétta átt,“ segir hann ákveðinn. „Ef við mínusum frá fyrstu mínúturnar, það er að segja,“ bætir hann brosandi við. HM 2015 í Katar Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Það kann að hljóma furðulega en landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sagði eftir fyrsta sigur Íslands á HM í Katar að margt mætti læra af kylfingnum Happy Gilmore úr samnefndri kvikmynd frá tíunda áratug síðustu aldar.* Ísland vann í gær átta marka sigur á Alsír, 32-24, eftir að hafa lent 6-0 undir eftir sjö mínútna leik. Strákarnir héldu uppteknum hætti frá síðasta leik og fóru ítrekað illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var svo loks í síðari hálfleik að strákarnir fóru að spila af eðlilegri getu í sóknarleiknum og tóku loksins völdin eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Ég veit að það hljómar asnalega en til þess að spila vel þarftu að eiga þinn „happy place“ – alveg eins og Happy Gilmore,“ sagði Guðjón Valur en fyrir ókunnuga þá átti kylfingurinn kröftugi í stöðugum vandræðum með púttin sín þar til að hann róaði taugarnar og kom sér á góðan stað í huganum – fann sitt „happy place“. „Það er alveg eins hjá okkur. Þetta er ekkert annað en andlegt vandamál. Það er ekki eins og við höfum gleymt því að skjóta á markið en við þurftum bara að komast á góðan stað í huganum til að spila vel. Það vilja allir standa sig vel í vinnunni sinni og okkur líður illa þegar við stöndum okkur illa í okkar vinnu.“Tonni léttari „Mér finnst eins og að ég sé tonni léttari en ég var,“ sagði hann og bendir réttilega á að þrátt fyrir allt hafi liðið ekki verið að spila illa framan af leik. „Þeir hefðu aldrei skorað sex mörk ef þeir hefðu ekki keyrt í bakið á okkur eftir hvert klúður á fætur öðru hjá okkur.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að halda rónni en nauðsynlegt að komast inn í leikinn og vinna sigur. „Það var helvíti erfitt en maður sá hvernig lundin varð léttari með hverjum unnum bolta og hverju hraðaupphlaupsmarki. Um leið varð þetta allt miklu auðveldara.“ Þrátt fyrir að strákarnir hafi heilt yfir ekki náð að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum hér og það er ljóst að liðið á enn alla möguleika á að fara langt hér í Katar. Til þess þarf íslenska liðið að stórbæta sinn leik – svo mikið er ljóst – en Guðjón Valur er þess fullviss að það takist. „Við þurfum hver á stuðningi annars að halda. Við erum einn maður – einn hugur – og spiluðum sem slíkur í dag. Við ætlum okkur að halda áfram að gera það,“ segir hann og bendir á að Ísland hafi áður gert góða hluti á stórmótum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Við unnum silfur í Peking 2008 og brons í Austurríki 2010 en í báðum mótum voru riðlarnir ekkert frábærir. Svo eru mót eins og HM 2011 og ÓL 2012 þar sem við unnum allt í riðlinum en stóðum svo eftir með ekki neitt,“ segir hann. „Við þurfum stíganda. Eftir riðlakeppnina tekur við bikarkeppni [í 16 liða úrslitunum] og við þurfum að komast þangað. Hvernig við gerum það – mér gæti ekki verið meira sama. Ég vil bara að við verðum betri og betri og mér fannst leikurinn í kvöld vera skref í rétta átt,“ segir hann ákveðinn. „Ef við mínusum frá fyrstu mínúturnar, það er að segja,“ bætir hann brosandi við.
HM 2015 í Katar Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira