„Ótrúlegar fréttir að fá Óskarstilnefningu“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 16. janúar 2015 08:00 Jóhann Jóhannsson flytur þakkarræðu á Golden Globe. Vísir/Getty „Þetta er alveg frábær heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ sagði Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður og Golden Globe-verðlaunahafi í gær. Fréttablaðið náði af honum tali þegar ljóst var að hann væri meðal tilnefndra til Óskarsverðlaunanna. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tíma órað fyrir því að hann ætti eftir að fá þessar viðurkenningar neitar hann því. „Nei, ég hef svo sem ekki hugsað mikið um þetta eða pælt í þessu ferli öllu saman. Ég átti í rauninni alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir Jóhann hógvær.Síðastliðinn sunnudag, 11. janúar, varð Jóhann fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin, fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Þetta var rosaleg athöfn og ég hitti mikið af spennandi og skemmtilegu fólki þarna, bæði í athöfninni sjálfri og eftir hana. Þetta var bara alveg æðislegt og mikill heiður fyrir mig,“ segir Jóhann. Hann segir tilfinninguna að heyra nafnið sitt og fara upp á svið hafa verið óraunverulega. „Þetta kom mér rosalega á óvart og var mjög óraunveruleg tilfinning. Það var hálfgerð skelfing að þurfa að labba þarna upp og halda ræðu fyrir fullum sal af kvikmyndastjörnum,“ segir hann. Ræðuna hafði hann ekki skipulagt en reiknar með að setja eitthvað niður fyrir Óskarsverðlaunin. En hvar skyldi Jóhann ætla að geyma gyllta hnöttinn? „Ja, ég er nú ekki búinn að finna stað enn þá, ég verð að sjá hvar þetta passar í stofuna, nú eða stúdíóið.“ Fram undan, fyrir utan Óskarsverðlaunin hinn 22. febrúar, eru bresku BAFTA-verðlaunin 8. febrúar en þar er Jóhann einnig tilnefndur. Þessa dagana vinnur hann að tónlist fyrir kvikmyndina Sicario eftir Denis Villenevue, en þeir unnu einnig saman að myndinni Prisoners. „Ég er á kafi að klára þá tónlist og reikna með að við förum í upptökur í byrjun næsta mánaðar.“ Golden Globes Tengdar fréttir Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Miðað við söguna eru miklar líkur á að Jóhann Jóhannsson hreppi Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur Golden Globe-verðlaunahafi fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarsverðlaunin. 14. janúar 2015 09:30 Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
„Þetta er alveg frábær heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ sagði Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður og Golden Globe-verðlaunahafi í gær. Fréttablaðið náði af honum tali þegar ljóst var að hann væri meðal tilnefndra til Óskarsverðlaunanna. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tíma órað fyrir því að hann ætti eftir að fá þessar viðurkenningar neitar hann því. „Nei, ég hef svo sem ekki hugsað mikið um þetta eða pælt í þessu ferli öllu saman. Ég átti í rauninni alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir Jóhann hógvær.Síðastliðinn sunnudag, 11. janúar, varð Jóhann fyrstur Íslendinga til þess að hljóta Golden Globe-verðlaunin, fyrir tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Þetta var rosaleg athöfn og ég hitti mikið af spennandi og skemmtilegu fólki þarna, bæði í athöfninni sjálfri og eftir hana. Þetta var bara alveg æðislegt og mikill heiður fyrir mig,“ segir Jóhann. Hann segir tilfinninguna að heyra nafnið sitt og fara upp á svið hafa verið óraunverulega. „Þetta kom mér rosalega á óvart og var mjög óraunveruleg tilfinning. Það var hálfgerð skelfing að þurfa að labba þarna upp og halda ræðu fyrir fullum sal af kvikmyndastjörnum,“ segir hann. Ræðuna hafði hann ekki skipulagt en reiknar með að setja eitthvað niður fyrir Óskarsverðlaunin. En hvar skyldi Jóhann ætla að geyma gyllta hnöttinn? „Ja, ég er nú ekki búinn að finna stað enn þá, ég verð að sjá hvar þetta passar í stofuna, nú eða stúdíóið.“ Fram undan, fyrir utan Óskarsverðlaunin hinn 22. febrúar, eru bresku BAFTA-verðlaunin 8. febrúar en þar er Jóhann einnig tilnefndur. Þessa dagana vinnur hann að tónlist fyrir kvikmyndina Sicario eftir Denis Villenevue, en þeir unnu einnig saman að myndinni Prisoners. „Ég er á kafi að klára þá tónlist og reikna með að við förum í upptökur í byrjun næsta mánaðar.“
Golden Globes Tengdar fréttir Jóhann fékk Golden Globe Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe í nótt. 12. janúar 2015 02:55 Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30 Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59 Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Miðað við söguna eru miklar líkur á að Jóhann Jóhannsson hreppi Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur Golden Globe-verðlaunahafi fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarsverðlaunin. 14. janúar 2015 09:30 Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Blaðamaður Indiewire spáir tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni sigri á Óskarnum. 8. janúar 2015 11:30
Golden Globe í beinni textalýsingu á Vísi Vísir með beina lýsingu í gegnum Twitter frá einni stærstu verðlaunaafhendingu skemmtanabransans. 11. janúar 2015 22:59
Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Miðað við söguna eru miklar líkur á að Jóhann Jóhannsson hreppi Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur Golden Globe-verðlaunahafi fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarsverðlaunin. 14. janúar 2015 09:30
Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30
Jóhann Jóhannsson tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna Jóhann samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything sem fjallar um ævi Stephen Hawking. 9. janúar 2015 14:15